„Sjaldan liðið eins vel eftir tapleik“ Árni Gísli Magnússon skrifar 14. mars 2024 19:27 Sigurður Heiðar Höskuldsson er tekinn við Þórsliðinu. vísir/tjörvi týr Breiðablik er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir eins marks sigur á Þór í Boganum á Akureyri í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á sjöundu mínútu uppbótartíma og var þar Aron Bjarnason að verki. Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sörensen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í síðari hálfleik. „Það er eiginlega svarti punkturinn á deginum en ég held það sé hvorugt eitthvað mikið þannig ég held að þetta séu bara nokkrir dagar. Leit kannski aðeins verr út en þeim líður aðeins betur núna og ég held að það sé bara gott en þeir sem koma inn fyrir þá stóðu sig frábærlega og þó við værum að missa þá, sem eru máttarstólpar í liðinu, þá fannst mér við bregðast rosalega vel við því og bara hrikalega ánægður með daginn.“ Hvernig er framhaldið hjá Þór fram að fyrsta leik í Lengjudeildinni? „Það er æfingaferð 1. apríl og bíður okkur líka leikur við KA hérna í Kjarnafæðimótinu og svo mögulega einn æfingarleikur áður en við förum út og svo bara beint í bikar og sjá hvert það leiðir okkur. Þetta valt svolítið á því hvort við færum áfram í dag en núna setjumst við aðeins og skipuleggjum okkur“, sagði Sigurður að lokum. Lengjubikar karla Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Sjá meira
Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sörensen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í síðari hálfleik. „Það er eiginlega svarti punkturinn á deginum en ég held það sé hvorugt eitthvað mikið þannig ég held að þetta séu bara nokkrir dagar. Leit kannski aðeins verr út en þeim líður aðeins betur núna og ég held að það sé bara gott en þeir sem koma inn fyrir þá stóðu sig frábærlega og þó við værum að missa þá, sem eru máttarstólpar í liðinu, þá fannst mér við bregðast rosalega vel við því og bara hrikalega ánægður með daginn.“ Hvernig er framhaldið hjá Þór fram að fyrsta leik í Lengjudeildinni? „Það er æfingaferð 1. apríl og bíður okkur líka leikur við KA hérna í Kjarnafæðimótinu og svo mögulega einn æfingarleikur áður en við förum út og svo bara beint í bikar og sjá hvert það leiðir okkur. Þetta valt svolítið á því hvort við færum áfram í dag en núna setjumst við aðeins og skipuleggjum okkur“, sagði Sigurður að lokum.
Lengjubikar karla Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Sjá meira