Með tíu kíló af grasi í farangrinum Árni Sæberg skrifar 14. mars 2024 14:24 Maðurinn var með tíu kíló af grasi í töskunni. Vísir/Vilhelm Breskur karlmaður hefur verið í átta mánaða fangelsi fyrir að flytja inn tíu kíló af marijúana. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 5.febrúar 2024, staðið að innflutningi á samtals 9.990 grömmum af maríhúana [sic] ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hann hafi flutt efnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Keflavíkurflugvallar, falin í farangri. Maðurinn hafi mætt við þingfestingu málsins í gær, játað brot sitt skýlaust og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins á öllum kílóunum tíu. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að ekki yrði séð að maðurinn væri eigandi efnanna heldur hefði hann samþykkt að flytja þau inn gegn greiðslu. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því litið að maðurinn flutti talsvert magn af marijúana til landsins ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Refsing mannsins þyki hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. Fullnustu sjö mánaða af refsingunni skuli frestað og hún skuli falla niður að liðnum þremur árum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var manninum gert að greiða 1.294.453 krónur í sakarkostnað, þar með talda 1.192.880 króna þóknun skipaðs verjanda síns. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 5.febrúar 2024, staðið að innflutningi á samtals 9.990 grömmum af maríhúana [sic] ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hann hafi flutt efnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Keflavíkurflugvallar, falin í farangri. Maðurinn hafi mætt við þingfestingu málsins í gær, játað brot sitt skýlaust og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins á öllum kílóunum tíu. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að ekki yrði séð að maðurinn væri eigandi efnanna heldur hefði hann samþykkt að flytja þau inn gegn greiðslu. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því litið að maðurinn flutti talsvert magn af marijúana til landsins ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Refsing mannsins þyki hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. Fullnustu sjö mánaða af refsingunni skuli frestað og hún skuli falla niður að liðnum þremur árum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var manninum gert að greiða 1.294.453 krónur í sakarkostnað, þar með talda 1.192.880 króna þóknun skipaðs verjanda síns.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira