Felldi niður ákæruliði gegn Trump og félögum í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2024 16:18 Scott McAfee segir nokkra ákæruliðina of óskýra. AP/Brynn Anderson Dómari í Georgíu felldi í dag óvænt sex ákæruliði niður af 41 í dómsmáli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans. Ákæruliðirnir snúa meðal annars að símtali Trumps til innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann beitti hann þrýstingi um að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu árið 2020. Samkvæmt frétt New York Times komst dómarinn Scott McAfee að þeirri niðurstöðu að ákæruliðirnir sex væru of óljósir. Ekki kæmi nægilega vel fram um hvað sakborningarnir væru sakaðir og það gæti komið niður á vörnum þeirra. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Trump og aðrir hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Georgíu fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar árið 2020. Nokkrir þeirra voru ákærðir fyrir að reyna að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar en kjarni ákæranna snýr að því að reynt hafi verið að fá hóp til Repúblikana í Georgíu til að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Trump og Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður hans, stóðu báðir frammi fyrir ákærum í þrettán liðum hvor en þeim hefur nú verið fækkað í tíu. Hægt er að áfrýja úrskurði McAfee en saksóknarar geta einnig lagt fram nýjar og ítarlegri ákærur eða einfaldlega sætta sig við úrskurðinn. Úrskurður McAfee tengist ekki tilraunum til að þvinga héraðssaksóknarann Fani Willis til að segja sig frá málinu vegna meints sambands hennar og Nathan Wade, sem haldið hefur utan um málaferlin gegn Trump. Sjá einnig: Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41 Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Samkvæmt frétt New York Times komst dómarinn Scott McAfee að þeirri niðurstöðu að ákæruliðirnir sex væru of óljósir. Ekki kæmi nægilega vel fram um hvað sakborningarnir væru sakaðir og það gæti komið niður á vörnum þeirra. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Trump og aðrir hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Georgíu fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar árið 2020. Nokkrir þeirra voru ákærðir fyrir að reyna að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar en kjarni ákæranna snýr að því að reynt hafi verið að fá hóp til Repúblikana í Georgíu til að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Trump og Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður hans, stóðu báðir frammi fyrir ákærum í þrettán liðum hvor en þeim hefur nú verið fækkað í tíu. Hægt er að áfrýja úrskurði McAfee en saksóknarar geta einnig lagt fram nýjar og ítarlegri ákærur eða einfaldlega sætta sig við úrskurðinn. Úrskurður McAfee tengist ekki tilraunum til að þvinga héraðssaksóknarann Fani Willis til að segja sig frá málinu vegna meints sambands hennar og Nathan Wade, sem haldið hefur utan um málaferlin gegn Trump. Sjá einnig: Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41 Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41
Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23
Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41
Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06