Fyrst og fremst varnaraðgerð Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 12. mars 2024 16:06 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði skömmu eftir tilkynningu SA að um ofsafengin viðbrögð við raunhæfum kröfum VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir boðun vinnibanns fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA til þess að mæta fyrirhöguðum verkföllum, sem VR hefur boðað vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. „Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ segir Sigríður Margrét. Fréttamaður ræddi við hana í Karphúsinu síðdegis. Ekki til marks um aukna hörku Afar sjaldgæft er að vinnubanni sé beitt í kjaradeilum. Því var hótað í upphafi síðasta árs en ekki kom til framkvæmdar. Einhverjir áratugir eru síðan vinnubann var framkvæmt. Er þetta til marks um að harka í samningaviðræðum og kjaraviðræðum sé að aukast? „Ég held alls ekki. En staðreyndin er hins vegar sú að þegar kemur að vinnulöggjöfinni þá er hún samhverf hvað varðar vinnustöðvanir. Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélög geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur og í þessu tilfelli þá skiptir mjög miklu máli að við nýtum þetta einstaka tækifæri sem við höfum til að ná efnahagslegum stöðugleika. Þess vegna erum við að setja þennan þrýsting á forystu VR til að ljúka málum.“ Sjálfsagt að semja um sérstakar kröfur Sem áður segir stendur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli helst í vegi fyrir samningum. Er hægt að semja um eitthvað varðandi kröfur VR uppi á Keflavíkurflugvelli eða hafnið þið þeim alfarið? „Að sjálfsögðu er hægt að semja um tiltekin atriði og tiltekna þætti sem snúa að sérstökum kröfum viðsemjanda okkar, sem lúta að starfsmönnum upp á Keflavíkurflugvelli. Það er svo sannarlega þannig. En varðandi launastefnuna sjálfa, sem við höfum markað, þá munum við svo sannarlega fylgja henni eftir.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði skömmu eftir tilkynningu SA að um ofsafengin viðbrögð við raunhæfum kröfum VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir boðun vinnibanns fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA til þess að mæta fyrirhöguðum verkföllum, sem VR hefur boðað vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. „Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ segir Sigríður Margrét. Fréttamaður ræddi við hana í Karphúsinu síðdegis. Ekki til marks um aukna hörku Afar sjaldgæft er að vinnubanni sé beitt í kjaradeilum. Því var hótað í upphafi síðasta árs en ekki kom til framkvæmdar. Einhverjir áratugir eru síðan vinnubann var framkvæmt. Er þetta til marks um að harka í samningaviðræðum og kjaraviðræðum sé að aukast? „Ég held alls ekki. En staðreyndin er hins vegar sú að þegar kemur að vinnulöggjöfinni þá er hún samhverf hvað varðar vinnustöðvanir. Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélög geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur og í þessu tilfelli þá skiptir mjög miklu máli að við nýtum þetta einstaka tækifæri sem við höfum til að ná efnahagslegum stöðugleika. Þess vegna erum við að setja þennan þrýsting á forystu VR til að ljúka málum.“ Sjálfsagt að semja um sérstakar kröfur Sem áður segir stendur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli helst í vegi fyrir samningum. Er hægt að semja um eitthvað varðandi kröfur VR uppi á Keflavíkurflugvelli eða hafnið þið þeim alfarið? „Að sjálfsögðu er hægt að semja um tiltekin atriði og tiltekna þætti sem snúa að sérstökum kröfum viðsemjanda okkar, sem lúta að starfsmönnum upp á Keflavíkurflugvelli. Það er svo sannarlega þannig. En varðandi launastefnuna sjálfa, sem við höfum markað, þá munum við svo sannarlega fylgja henni eftir.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira