Innlent

Þjófnaðir, „lé­leg og há­vær“ tón­list og öku­menn undir á­hrifum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti mörgum og fjölbreyttum verkefnum í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti mörgum og fjölbreyttum verkefnum í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum vegna þjófnaða í gærkvöldi og nótt. Þá var erill í umferðareftirliti og skráningarmerki fjarlægð af tíu bifreiðum.

Tilkynnt var um þjófnað í miðborg Reykjavíkur og um stuld úr verslunum í póstnúmerunum 108 og 210. Þá báru lögreglumenn kennsl á stolna bifreið í 105 og gerðu „viðeigandi ráðstafanir“, eins og segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Í miðborginni var lögregla kölluð til vegna einstaklings í annarlegu ástandi sem var ekið heim og þá var tilkynnt um annan sem var sagður valda ónæði með „lélegri og háværri“ tónlist. Var honum gert að láta af tónleikahaldi.

Þá var tilkynnt um líkamsárás en engar nánari upplýsingar er að finna um málið í yfirlitinu.

Einn var fluttur á slysadeild eftir slys á rafhlaupahjóli og þá var óökufær bifreið flutt af vettvangi umferðarslyss í póstnúmerinu 105. Nokkrir voru handteknir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum en einn þeirra reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×