Hallærislegt hjá Krónunni Ólafur Hauksson skrifar 12. mars 2024 10:00 Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. Engu að síður fékk Wok On að selja viðskiptavinum Krónunnar vægast sagt vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögreglan gerði rassíuna hjá eiganda Wok On þann 5. mars síðastliðinn. Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur. Ásta segir í viðtalinu við Morgunblaðið að þegar fréttist af ólöglegum matvælalager eiganda Wok On (í október) hafi Krónan viljað slíta samstarfinu. „En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað stöðunum þegar við vildum, sem er mjög miður,“ segir forstjórinn. Með öðrum orðum, Krónan taldi hagstæðara að fórna orðspori sínu og stefna heilsu viðskiptavina í hættu en þurfa kannski að borga skaðabætur. Skeytingarleysi um verðmætt vörumerki Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur. Fyrirtækið hafði ekki afskipti af þeim matsölustöðum sem voru að selja heitan mat inni í verslunum fyrirtækisins og þarmeð undir merkjum þess. Það kom forráðamönnum Krónunnar á óvart að Heilbrigðiseftirlitið skyldi gefa Wok On stöðum Krónunnar hauskúpu fyrir óþrifnað og hættulega meðferð matvæla. Hverskonar skeytingarleysi er þetta um það verðmæta vörumerki sem Krónan er? Þann 11. október síðastliðinn sendi viðskiptavinur fyrirspurn gegnum Messenger um tengsl Krónunnar við Wok On eftir fréttaflutning um hinn ógeðslega matvæla- og rottulager Quang Le, eiganda Wok On. Svona var svarað af hálfu Krónunnar: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tengist umræddur eigandi ekki Wok On ehf. sem rekur þá staði sem starfræktir eru innan Krónunnar. Sá aðili sem tengist umræddu máli Davíð Viðarsson, á 40% í Wok On Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði. Félagið hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri þeirra staða. Við hjá Krónunni munum að sjálfsögðu fylgjast með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og stöðu mála á umræddu atviki og bregðast við ef þörf er á.“ Þetta svar rímar illa við þá fullyrðingu Ástu Fjeldsted að Krónan hafi strax eftir rassíuna á matvælalagernum í október viljað segja upp samningum við Wok On. Ef Quang Le/Davíð Viðarsson tengdist Wok On hjá Krónunni ekkert, hvers vegna þótti ástæða til að slíta samningum sem allra fyrst? Hvað vissi Krónan um tengsl Quang Le við Wok On staðina í Krónunni? Það er líka sérkennilegt að sjá Krónuna fullyrða að fylgst verði með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á rottulagernum, en hafa enga hugmynd um hauskúpuna sem þetta sama heilbrigðiseftirlit veitti matsölustöðum innan veggja Krónunnar. Höfundur er hluthafi í Festi hf., móðurfélagi Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Festi Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. Engu að síður fékk Wok On að selja viðskiptavinum Krónunnar vægast sagt vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögreglan gerði rassíuna hjá eiganda Wok On þann 5. mars síðastliðinn. Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur. Ásta segir í viðtalinu við Morgunblaðið að þegar fréttist af ólöglegum matvælalager eiganda Wok On (í október) hafi Krónan viljað slíta samstarfinu. „En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað stöðunum þegar við vildum, sem er mjög miður,“ segir forstjórinn. Með öðrum orðum, Krónan taldi hagstæðara að fórna orðspori sínu og stefna heilsu viðskiptavina í hættu en þurfa kannski að borga skaðabætur. Skeytingarleysi um verðmætt vörumerki Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur. Fyrirtækið hafði ekki afskipti af þeim matsölustöðum sem voru að selja heitan mat inni í verslunum fyrirtækisins og þarmeð undir merkjum þess. Það kom forráðamönnum Krónunnar á óvart að Heilbrigðiseftirlitið skyldi gefa Wok On stöðum Krónunnar hauskúpu fyrir óþrifnað og hættulega meðferð matvæla. Hverskonar skeytingarleysi er þetta um það verðmæta vörumerki sem Krónan er? Þann 11. október síðastliðinn sendi viðskiptavinur fyrirspurn gegnum Messenger um tengsl Krónunnar við Wok On eftir fréttaflutning um hinn ógeðslega matvæla- og rottulager Quang Le, eiganda Wok On. Svona var svarað af hálfu Krónunnar: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tengist umræddur eigandi ekki Wok On ehf. sem rekur þá staði sem starfræktir eru innan Krónunnar. Sá aðili sem tengist umræddu máli Davíð Viðarsson, á 40% í Wok On Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði. Félagið hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri þeirra staða. Við hjá Krónunni munum að sjálfsögðu fylgjast með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og stöðu mála á umræddu atviki og bregðast við ef þörf er á.“ Þetta svar rímar illa við þá fullyrðingu Ástu Fjeldsted að Krónan hafi strax eftir rassíuna á matvælalagernum í október viljað segja upp samningum við Wok On. Ef Quang Le/Davíð Viðarsson tengdist Wok On hjá Krónunni ekkert, hvers vegna þótti ástæða til að slíta samningum sem allra fyrst? Hvað vissi Krónan um tengsl Quang Le við Wok On staðina í Krónunni? Það er líka sérkennilegt að sjá Krónuna fullyrða að fylgst verði með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á rottulagernum, en hafa enga hugmynd um hauskúpuna sem þetta sama heilbrigðiseftirlit veitti matsölustöðum innan veggja Krónunnar. Höfundur er hluthafi í Festi hf., móðurfélagi Krónunnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun