Fótbolti

Martinelli missir af leiknum mikil­væga gegn Porto

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fór meiddur af velli gegn Sheffield United þann 4. mars síðastliðinn.
Fór meiddur af velli gegn Sheffield United þann 4. mars síðastliðinn. David Rogers/Getty Images

Gabriel Martinelli, framherji Arsenal, verður hvergi sjáanlegur þegar liðið mætir Porto í leik sem það þarf að vinna með tveggja marka mun í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld, þriðjudag.

Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar tíu leikir eru til loka tímabils. Liðið er hins vegar með bakið uppvið vegg í Meistaradeildinni eftir 0-1 tap í Portúgal. Á morgun þarf liðið því að vinna með að lágmarki tveggja marka mun og það án Martinelli.

Hinn 22 ára gamli Martinelli er lykilmaður í liði Arsenal en hann er meiddur á fæti. Leikur þessi Brasilíski framherji öllu jafna úti vinstra megin í 4-3-3 leikkerfi Mikel Arteta, þjálfara liðsins.

Til þessa hefur Martinelli skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í fjórum leikjum í deild þeirra bestu. Þá hefur hann skorað sex og lagt upp fjögur til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni.

Leikur Arsenal og Porto hefst klukkan 20.00 annað kvöld, þriðjudag, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×