Sport

Dag­skráin í dag: Kapp­aksturinn í Sádi-Arabíu og Glódís fær erfitt verk­efni

Sindri Sverrisson skrifar
Max Verstappen verður á ráspól í dag eins og oft áður.
Max Verstappen verður á ráspól í dag eins og oft áður. Getty/Mark Thompson

Það er að vanda úrval íþróttaefnis í boði á sportstöðvunum í dag þar sem meðal annars verður hægt að horfa á Formúlu 1 kappaksturinn í Sádi-Arabíu, Glódísi Perlu Viggósdóttur mæta Frankfurt, ítalskan fótbolta, körfubolta og fleira.

Stöð 2 Sport

Lengjubikar kvenna heldur áfram og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Keflvíkingum gengur að eiga við Breiðablik, klukkan 11. Keflavík verður einnig á ferðinni kl. 15, en þá í körfubolta, þegar liðið mætir Stjörnunni í Subway-deildinni.

Stöð 2 Sport 2

Í ítalska fótboltanum sækir topplið Inter lið Bologna heim klukkan 17 en heimamenn eru í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Stöð 2 Sport 5

FH og Þór/KA hafa byrjað vel í Lengjubikar kvenna og mætast í beinni útsendingu klukkan 14.

Vodafone Sport

Glódís Perla Viggósdóttir verður á ferðinni með Bayern München gegn Frankfurt í mikilvægum slag í titilbaráttunni í Þýskalandi. Bayern er með naumt forskot á Wolfsburg á toppnum en Frankfurt er í 3. sætinu. Leikurinn hefst klukkan 12.

Bein útsending frá Formúlu 1 kappakstrinum í Sádi-Arabíu hefst svo klukkan 16:30, og um kvöldið er pílumótið Belgian Darts Open og LET-golfmótið Aramco Team Series.

Hér má finna upplýsingar um beinar útsendingar í dag og næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×