Bændur bora í nefið eftir lokun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2024 20:31 Systkinin Sigurjón Ragnarsson og Björg Ragnarsdóttir, sem hafa rekið verslunina Borg á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi síðustu fjögur ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skellt var í lás klukkan 18:00 í dag í versluninni Borg á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir fullt og allt. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu segjast vera mjög leiðir að hafa enga verslun lengur og hvað þá heimamenn í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tvær fjölskyldur úr Þorlákshöfn hafa rekið verslunin á Borg síðustu fjögur ár er nú er komið að leiðarlokum því versluninni var lokað fyrir fullt og allt klukkan sex nú síðdegis. En var það erfið ákvörðun að taka að loka versluninni? „Já, já, sérstaklega í ljósi þess að við erum búin að leggja í ómælda vinnu í þetta síðan í haust að reyna að fara í samningaviðræður við alla byrgja um nauðasamninga og svona, þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt,” segir Sigurjón Ragnarsson, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Hvernig myndir þú lýsa þessari verslun eins og hún var? „Þetta var bara svona gamli kaupmaðurinn á horninu, allt til og ef það var ekki til þá eins og ég segi, þá þurftir þú ekki á því að halda,” bætir Sigurjón viðl. „Það er svolítill söknuður í þessu því það er mikið af góðu fólki, sem maður á eftir að sakna mikið. Þetta var erfið ákvörðun, þetta gerðist svolítið hratt, það var kannski ágætt,” segir Björg Ragnarsdóttir, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Á efri hæð verslunarinnar er gisting fyrir ferðamenn og ekki er ólíklegt að neðri hæðinni verði líka breytt í gistingu nú þegar verslunin er hætt störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir sumarbústaða eru í Grímsnes og Grafningshreppi og þar í kring og því mikill söknuður hjá sumarbústaðaeigendum og ekki síður heimamönnum á Borg að nú sé búið að loka versluninni. „Jú, ég er mjög leið yfir þessu,” segir Hjördís Davíðsdóttir sumarbústaðaeigandi. „Það á eftir að sannast það að engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur. Þau hafa þjónustað okkur mjög vel og ef eitthvað er ekki til þá er því reddað, þannig á þetta að vera, við sjáum mikið eftir þeim,” segir Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi. En hvað gera bændur núna þegar það er búið að loka? „Þeir bora í nefið á sér, það er ekkert annað að gera. Þetta verður bara mjög slæmt, menn eiga eftir að finna fyrir þessu,” segir Sveinn Guðmundur. Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi er mjög ósáttur við lokun verslunarinnar. Það er þó vert að taka það fram að það er verslun á Sólheimum og í Þrastalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum þetta frá verslunareigendunum. „Takk fyrir okkur.” Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Tvær fjölskyldur úr Þorlákshöfn hafa rekið verslunin á Borg síðustu fjögur ár er nú er komið að leiðarlokum því versluninni var lokað fyrir fullt og allt klukkan sex nú síðdegis. En var það erfið ákvörðun að taka að loka versluninni? „Já, já, sérstaklega í ljósi þess að við erum búin að leggja í ómælda vinnu í þetta síðan í haust að reyna að fara í samningaviðræður við alla byrgja um nauðasamninga og svona, þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt,” segir Sigurjón Ragnarsson, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Hvernig myndir þú lýsa þessari verslun eins og hún var? „Þetta var bara svona gamli kaupmaðurinn á horninu, allt til og ef það var ekki til þá eins og ég segi, þá þurftir þú ekki á því að halda,” bætir Sigurjón viðl. „Það er svolítill söknuður í þessu því það er mikið af góðu fólki, sem maður á eftir að sakna mikið. Þetta var erfið ákvörðun, þetta gerðist svolítið hratt, það var kannski ágætt,” segir Björg Ragnarsdóttir, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Á efri hæð verslunarinnar er gisting fyrir ferðamenn og ekki er ólíklegt að neðri hæðinni verði líka breytt í gistingu nú þegar verslunin er hætt störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir sumarbústaða eru í Grímsnes og Grafningshreppi og þar í kring og því mikill söknuður hjá sumarbústaðaeigendum og ekki síður heimamönnum á Borg að nú sé búið að loka versluninni. „Jú, ég er mjög leið yfir þessu,” segir Hjördís Davíðsdóttir sumarbústaðaeigandi. „Það á eftir að sannast það að engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur. Þau hafa þjónustað okkur mjög vel og ef eitthvað er ekki til þá er því reddað, þannig á þetta að vera, við sjáum mikið eftir þeim,” segir Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi. En hvað gera bændur núna þegar það er búið að loka? „Þeir bora í nefið á sér, það er ekkert annað að gera. Þetta verður bara mjög slæmt, menn eiga eftir að finna fyrir þessu,” segir Sveinn Guðmundur. Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi er mjög ósáttur við lokun verslunarinnar. Það er þó vert að taka það fram að það er verslun á Sólheimum og í Þrastalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum þetta frá verslunareigendunum. „Takk fyrir okkur.”
Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira