Handbolti

Meiðsli Alexanders metin í dag: „Gat ekki gengið en vildi spila“

Aron Guðmundsson skrifar
Alexander Petersson virtist meiðast illa í undanúrslitaleik Vals og Stjörnunnar í gær. Reynsluboltinn fer í frekari skoðun í dag.
Alexander Petersson virtist meiðast illa í undanúrslitaleik Vals og Stjörnunnar í gær. Reynsluboltinn fer í frekari skoðun í dag. Vísir/Getty

Vals­menn bíða eftir því að fá frekari fregnir af reynslu­boltanum Alexander Pe­ter­sson sem meiddist á ökkla í fyrri hálf­leik í undan­úr­slita­leiknum gegn Stjörnunni í gær. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir ó­lík­legt að Alexander verði með liðinu í úr­slita­leik bikarsins gegn ÍBV á laugardag.

Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikarsins með sannfærandi sigri á Stjörnunni í undanúrslitum í gær. Það voru þó ekki bara gleðitíðindi í leiknum. Reynsluboltinn Alexander Petersson meiddist í leiknum og er samkvæmt Óskari Bjarna Óskarssyni, ólíklegur til þátttöku í úrslitaleik morgundagsins gegn ÍBV.

„Hann fer í frekari skoðun í dag,“ segir Óskar Bjarni í samtali við Vísi. „Ég veit ekki ná­kvæm­lega stöðuna á honum eins og er. Hann er bara ó­lík­legur til þess að taka þátt í úr­slita­leiknum á morgun.“

Ekki er um að ræða hné­meiðsli eins og ein­hverjir voru farnir að óttast um. Heldur er um að ræða meiðsli á ökkla.

„Hnéð hélt á­gæt­lega hjá honum. Það var búið að hvíla hann vel­ eftir smá hnjask í leiknum úti í Serbíu á dögunum eftir tuttugu mínútna leik en hann kláraði þó þann leik. Hann fær þarna eitt­hvað högg á ökklann í gær og er bara ó­lík­legur til þátt­töku í fram­haldinu. 

Þetta er nú mesti járn­karl sem ég þekki. Hann ætlaði að byrja seinni hálf­leikinn þó hann gæti ekki gengið. Við vitum náttúru­lega bara meira í dag en ég held að hann sé ó­lík­legur í úr­slita­leikinn með okkur á laugar­daginn karl­greyið.

Ökklinn var ekkert rosa­lega bólginn í gær þegar að tekið var smá stöðu­tékk en svo veit maður ekkert rosa­lega mikið svona rétt eftir leik. Hann er bara á­gæt­lega brattur sjálfur. Sjáum bara hvað þessi dagur leiðir í ljós.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×