Innlent

Loka­sprettur kjara­við­ræðna með for­sætis­ráð­herra

Heimir Már Pétursson skrifar
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Hilmar Harðarson formaður Samiðnar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verða á fundinum.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Hilmar Harðarson formaður Samiðnar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verða á fundinum. Vísir

Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins.

Samningarnir liggja fyrir sem og aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar en óljóst er hvort sveitarfélögin í heild sinni komi að málum. 

Reykjavíkurborg hefur fyrir sitt leyti ákveðið að draga hluta gjaldskrárhækkana til baka og ætlar einnig að verða við kröfu verkalýðsfélaganna um fríar máltíðir í grunnskólum borgarinnar. 

Þá hafa verkalýðsráð bæði Framsóknarflokksins og Vinstri grænna skorað á sveitarfélög landsins að gera slíkt hið sama. Sveitarstjórnarráð Samfylkingarinnar hefur gert slíkt hið sama. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn andstaða við fríar skólamáltíðir innan sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi.

Frá fundinum í Stjórnarráðshúsinu sem hófst klukkan 10.Vísir/Heimir Már

Tengdar fréttir

Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila.

Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga

Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×