Kennir kynlífi með kærastanum um fall á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2024 07:31 Ysaora Thibus er ekki búin að gefa upp vonina um að fá að keppa á ÓL í París í sumar. Getty/Antoine Flament Franska skylmingakonan Ysaora Thibus er ekki búin að gefa upp vonina um að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli í sumar. Vandamálið er að Thibus féll á lyfjaprófi í janúar þegar efnið ostarine fannst í sýni hennar. Lyfið er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins. Í febrúar fékk hún að vita að hún hefði fallið á prófinu og um leið að leikarnir í París væru úr sögunni. Thibus reynir nú að fá keppnisleyfið aftur og heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Vörn hennar hefur vakið athygli. Hún kennir kynlífi með kærastanum um fallið á lyfjaprófinu. Tveimur vikum eftir að hún féll á prófinu taldi hún sig hafa fundið það út hvaðan efnið kom. Thibus segist hreinlega hafa fengið efnið í sig eftir kynlíf með manni sínum. Kærasti hennar er líka þekktur skylmingamaður eða Bandaríkjamaðurinn Race Imboden. Þau trúlofuðu sig á hóteli í París eftir Ólympíuleikana í Tókýó. „Við vitum nú hvaðan efnið kom og það kom frá kærasta hennar Race Imboden. Hann tók inn efni sem innihélt ostarine. Hún hefur því fengið það í sig í gegnum skipti þeirra á líkamsvessum,“ sagði Joëlle Monlouis, lögfræðingur hennar við franska blaðið L´Equipe. Thibus er 32 ára gömul og vann silfur í liðakeppni á Ólympíuleikunum í Tókýo 2020. Hún hefur gull á HM og fullt af verðlaunum á Evrópumótum. Imboden vann brons með bandaríska liðinu á sömu leikum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Ólympíuleikar 2024 í París Skylmingar Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Vandamálið er að Thibus féll á lyfjaprófi í janúar þegar efnið ostarine fannst í sýni hennar. Lyfið er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins. Í febrúar fékk hún að vita að hún hefði fallið á prófinu og um leið að leikarnir í París væru úr sögunni. Thibus reynir nú að fá keppnisleyfið aftur og heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Vörn hennar hefur vakið athygli. Hún kennir kynlífi með kærastanum um fallið á lyfjaprófinu. Tveimur vikum eftir að hún féll á prófinu taldi hún sig hafa fundið það út hvaðan efnið kom. Thibus segist hreinlega hafa fengið efnið í sig eftir kynlíf með manni sínum. Kærasti hennar er líka þekktur skylmingamaður eða Bandaríkjamaðurinn Race Imboden. Þau trúlofuðu sig á hóteli í París eftir Ólympíuleikana í Tókýó. „Við vitum nú hvaðan efnið kom og það kom frá kærasta hennar Race Imboden. Hann tók inn efni sem innihélt ostarine. Hún hefur því fengið það í sig í gegnum skipti þeirra á líkamsvessum,“ sagði Joëlle Monlouis, lögfræðingur hennar við franska blaðið L´Equipe. Thibus er 32 ára gömul og vann silfur í liðakeppni á Ólympíuleikunum í Tókýo 2020. Hún hefur gull á HM og fullt af verðlaunum á Evrópumótum. Imboden vann brons með bandaríska liðinu á sömu leikum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Ólympíuleikar 2024 í París Skylmingar Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira