Harkalegt kynlíf? Brynhildur Björnsdóttir skrifar 7. mars 2024 07:01 Er harkalegt kynlíf ásættanleg málsvörn? Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi. Mig langar að staldra aðeins við orðasambandið harkalegt kynlíf sem um allan heim verður æ algengari málsvörn í grófum kynferðisofbeldismálum. Þessari málsvörn er til að mynda beitt þegar konan hefur látist í kynferðislegum samskiptum og sá sem ákærður er fyrir að bana henni er einn til frásagnar um atvik. Þetta minnir á þegar klæðaburði kvenna eða vímuástandi er kennt um það ofbeldi sem þær eru beittar sem firrir þá gerandann ábyrgð á gjörðum sínum. Hér skal tekið skýrt fram að enginn getur metið eða dæmt hvernig fólk kýs að haga sínu kynlífi. En ef hugtakið “harkalegt kynlíf“ á að vega þyngra fyrir dómstólum en áverkar og lífshætta þá er kominn tími til að löggjafinn spyrji sig nokkurra spurninga: Hvað nákvæmlega felst í skilgreiningunni harkalegt kynlíf? Hvar samkvæmt löggjafanum annars vegar og dómstóla hinsvegar liggja skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis? Hvenær er maður ábyrgur gjörða sinna? Dæmi eru um að ökumaður sem ekur of hratt eða undir áhrifum beri samkvæmt lögum ábyrgð á lífi og limum farþega sinna. Hver er ábyrgð þess sem veitir öðrum hættulega áverka undir kynferðislegum formerkjum, jafnvel þó ekki sé sannað að um nauðgun sé að ræða? Eru einhver takmörk fyrir þeim áverkum sem refsilaust má valda ef samskiptin eru kölluð „harkalegt kynlíf“? Hvað þýðir eiginlega „harkalegt kynlíf“? Í leit minni að lagalegri skilgreiningu á hugtakinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra varðandi notkun á orðunum „harkalegt kynlíf“ í dómaframkvæmd hér á landi og spurði hvaða hlutlægu viðmið dómsráðherra teldi liggja að baki þeim orðum og hvaða áverka mætti rekja til þess athæfis sem þau lýsa. Jafnframt spurði ég hvar skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis liggja samkvæmt gildandi löggjöf. Svar barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær. Svohljóðandi: „Túlkun á þeim hugtökum og þau viðmið sem fyrirspurnin að þessu leyti lýtur að er á forræði dómstóla að dæma um með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig, svo og ákæruvalds, þegar mat er lagt á hvort ákæra skuli fyrir háttsemi sem til álita kemur að verði talin refsiverð í skilningi almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.“ Með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig. Það hvað er talið „harkalegt kynlíf“ en ekki gróft ofbeldi, svo sem eins og þegar konu blæðir næstum út vegna rifinnar slagæðar í leggöngum, þegar kona leitar á neyðarmóttöku með fjölþætta áverka, marbletti, bitför og fingraför á hálsi eftir kyrkingartak, þegar kona sem kærir nauðgun telur meðal annars til áverka tognun í mjöðmum þannig að hún þarf margra mánaða sjúkraþjálfun til að ganga án sársauka á ný, þessir áverkar eru lagðir í mat dómara sem getur ákveðið að trúa sakborningi sem heldur því einhliða fram að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað heldur hafi verið um „harkalegt kynlíf“ að ræða. Þetta gengur ekki upp! Bara alls ekki! Ef að nota á þetta hugtak sem málsvörn í kynferðisbrotamálum er lágmark að lögformleg skilgreining á harkalegu kynlífi sé skýr af hendi löggjafans. Á meðan slík skilgreining liggur ekki fyrir eru þolendur kynferðisofbeldis óvarðir í kerfinu, háðir einstaklingsbundum hugmyndum þeirra sem með mál þeirra fara um hvað sé ofbeldi og hvað ekki, hvað sé gróf nauðgun og hvað sé „bara“ harkalegt kynlíf. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Er harkalegt kynlíf ásættanleg málsvörn? Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi. Mig langar að staldra aðeins við orðasambandið harkalegt kynlíf sem um allan heim verður æ algengari málsvörn í grófum kynferðisofbeldismálum. Þessari málsvörn er til að mynda beitt þegar konan hefur látist í kynferðislegum samskiptum og sá sem ákærður er fyrir að bana henni er einn til frásagnar um atvik. Þetta minnir á þegar klæðaburði kvenna eða vímuástandi er kennt um það ofbeldi sem þær eru beittar sem firrir þá gerandann ábyrgð á gjörðum sínum. Hér skal tekið skýrt fram að enginn getur metið eða dæmt hvernig fólk kýs að haga sínu kynlífi. En ef hugtakið “harkalegt kynlíf“ á að vega þyngra fyrir dómstólum en áverkar og lífshætta þá er kominn tími til að löggjafinn spyrji sig nokkurra spurninga: Hvað nákvæmlega felst í skilgreiningunni harkalegt kynlíf? Hvar samkvæmt löggjafanum annars vegar og dómstóla hinsvegar liggja skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis? Hvenær er maður ábyrgur gjörða sinna? Dæmi eru um að ökumaður sem ekur of hratt eða undir áhrifum beri samkvæmt lögum ábyrgð á lífi og limum farþega sinna. Hver er ábyrgð þess sem veitir öðrum hættulega áverka undir kynferðislegum formerkjum, jafnvel þó ekki sé sannað að um nauðgun sé að ræða? Eru einhver takmörk fyrir þeim áverkum sem refsilaust má valda ef samskiptin eru kölluð „harkalegt kynlíf“? Hvað þýðir eiginlega „harkalegt kynlíf“? Í leit minni að lagalegri skilgreiningu á hugtakinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra varðandi notkun á orðunum „harkalegt kynlíf“ í dómaframkvæmd hér á landi og spurði hvaða hlutlægu viðmið dómsráðherra teldi liggja að baki þeim orðum og hvaða áverka mætti rekja til þess athæfis sem þau lýsa. Jafnframt spurði ég hvar skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis liggja samkvæmt gildandi löggjöf. Svar barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær. Svohljóðandi: „Túlkun á þeim hugtökum og þau viðmið sem fyrirspurnin að þessu leyti lýtur að er á forræði dómstóla að dæma um með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig, svo og ákæruvalds, þegar mat er lagt á hvort ákæra skuli fyrir háttsemi sem til álita kemur að verði talin refsiverð í skilningi almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.“ Með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig. Það hvað er talið „harkalegt kynlíf“ en ekki gróft ofbeldi, svo sem eins og þegar konu blæðir næstum út vegna rifinnar slagæðar í leggöngum, þegar kona leitar á neyðarmóttöku með fjölþætta áverka, marbletti, bitför og fingraför á hálsi eftir kyrkingartak, þegar kona sem kærir nauðgun telur meðal annars til áverka tognun í mjöðmum þannig að hún þarf margra mánaða sjúkraþjálfun til að ganga án sársauka á ný, þessir áverkar eru lagðir í mat dómara sem getur ákveðið að trúa sakborningi sem heldur því einhliða fram að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað heldur hafi verið um „harkalegt kynlíf“ að ræða. Þetta gengur ekki upp! Bara alls ekki! Ef að nota á þetta hugtak sem málsvörn í kynferðisbrotamálum er lágmark að lögformleg skilgreining á harkalegu kynlífi sé skýr af hendi löggjafans. Á meðan slík skilgreining liggur ekki fyrir eru þolendur kynferðisofbeldis óvarðir í kerfinu, háðir einstaklingsbundum hugmyndum þeirra sem með mál þeirra fara um hvað sé ofbeldi og hvað ekki, hvað sé gróf nauðgun og hvað sé „bara“ harkalegt kynlíf. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun