Aðgerðum lauk í kringum miðnætti Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2024 08:28 Lögregla hyggst veita frekari upplýsingar um málið þegar líða fer á morguninn. Vísir/Vilhelm Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð. Aðgerðirnar sem miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í víða um land í gær voru gríðarlega umfangsmiklar, sennilega sú stærsta af þessum toga sem hefur farið fram hér á landi. Fjölmargar stofnanir komu að aðgerðunum, svo sem lögregluliðin á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæsluna, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustuna í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð. Aðgerðirnar hófust um hádegisbil í gær og stóðu til miðnættis. Þær beindust meðal annars að fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, svo sem Wok On, Pho Vietnam og Vy-þrifum. Þá var Herkastalanum í Kirkjustræti þar sem gistihúsið Kastali Guesthouse er rekið lokað og gestum á gistihúsinu vísað út. Úrræði vegna meints mansals virkjuð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að fáar upplýsingar sé hægt að veita um málið eins og er, svo sem hversu margir voru handteknir og hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Frekari upplýsinga sé að vænta með morgninum eftir stöðufund með lögreglumönnum og þeim sem komu að aðgerðunum í gær. Grímur segir úrræði hafa verið virkjuð sem grípi fórnarlömb hugsanlegs mannsals, en getur ekki veitt upplýsingar um hversu mörg þau meintu fórnarlömb séu. Það sé eitt af því sem nú sé til skoðunar. Fólkið muni fá tímabundið dvalarleyfi hér á landi á meðan rannsókn málsins standi yfir. Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Reykjavík Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nokkrir handteknir í tengslum við aðgerðirnar Nokkrir hafa verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerðanna sem snúa að fyrirtækjum Davíðs Viðarsonar, sem á meðal annars Vy-þrif, Pho Víetnam, og Wok On. 5. mars 2024 18:17 „Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Aðgerðirnar sem miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í víða um land í gær voru gríðarlega umfangsmiklar, sennilega sú stærsta af þessum toga sem hefur farið fram hér á landi. Fjölmargar stofnanir komu að aðgerðunum, svo sem lögregluliðin á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæsluna, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustuna í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð. Aðgerðirnar hófust um hádegisbil í gær og stóðu til miðnættis. Þær beindust meðal annars að fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, svo sem Wok On, Pho Vietnam og Vy-þrifum. Þá var Herkastalanum í Kirkjustræti þar sem gistihúsið Kastali Guesthouse er rekið lokað og gestum á gistihúsinu vísað út. Úrræði vegna meints mansals virkjuð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að fáar upplýsingar sé hægt að veita um málið eins og er, svo sem hversu margir voru handteknir og hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Frekari upplýsinga sé að vænta með morgninum eftir stöðufund með lögreglumönnum og þeim sem komu að aðgerðunum í gær. Grímur segir úrræði hafa verið virkjuð sem grípi fórnarlömb hugsanlegs mannsals, en getur ekki veitt upplýsingar um hversu mörg þau meintu fórnarlömb séu. Það sé eitt af því sem nú sé til skoðunar. Fólkið muni fá tímabundið dvalarleyfi hér á landi á meðan rannsókn málsins standi yfir.
Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Reykjavík Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nokkrir handteknir í tengslum við aðgerðirnar Nokkrir hafa verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerðanna sem snúa að fyrirtækjum Davíðs Viðarsonar, sem á meðal annars Vy-þrif, Pho Víetnam, og Wok On. 5. mars 2024 18:17 „Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Nokkrir handteknir í tengslum við aðgerðirnar Nokkrir hafa verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerðanna sem snúa að fyrirtækjum Davíðs Viðarsonar, sem á meðal annars Vy-þrif, Pho Víetnam, og Wok On. 5. mars 2024 18:17
„Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03
Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54