Skoðun

Ísrael

Ingólfur STeinsson skrifar

Það orð vildi hann helst ekki taka sér í munn lengur;

sú þjóð sem þóttist vera útvalin af guði –

útvalin til hvers velti hann fyrir sér –

missti milljónir í gasofna djöfulsins

drap svo fólk annarra þjóða áratugum saman

í skjóli sektarkenndar Vesturlanda og getuleysis arabalanda

lærði mest af böðlum sínum

tók þá til fyrirmyndar

þessi þversagnaþjóð

skyldi hún valda hér kjarnorkustríði?

hinni endalegu lausn, the final solution?

verður hún púðurtunnan sem sprengir allt í loft upp?

þegar ekkert verður eftir nema hefndin

gegn öllu og öllum,

gamla fórnarlambið!

þessi þjóð sem sumum þótti gáfuð

en hafði þó engin svör

nema auga fyrir auga og

þúsund dráp fyrir hvert dráp

og vill nú losna við Palestínumenn

í hinni endanlegu þjóðernishreinsun,

rænir landi þeirra sem aldrei fyrr

meðan almenningur veraldar

stendur á öndinni

endalaust ljár í þúfu,

blandar ekki blóði

en úthellir blóði annarra

ódæðið reis hæst með stríðsglæpum

gegn óteljandi konum og börnum,

óteljandi

og nú sveltandi fólki

sem skotið er af handahófi

lagði Palestínu í rúst fyrir augum okkar

í beinni útsendingu

með vopnum risaveldisins sem sá gamli

hélt áfram að senda

riðandi fram í dauðann

í veikri von um atkvæði

meðan rauðhærða fíflið

beið við dyrnar

með brúnkukremið

tilbúið að klára allt fyrir hádegi

Nei, aldrei framar skyldi hann taka sér það orð í munn.

Höfundur er tónlistarmaður.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×