„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2024 14:45 Kona gengur fram hjá líkum þriggja fanga við innganginn í annað fangelsið sem tæmt var um helgina. AP/Odelyn Joseph Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. „Gerið það hjálpið okkur,“ sagði Francisco Uribe, einn málaliðanna, í myndbandi sem hann birti á netinu. „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum.“ Þegar blaðamenn gengu inn í tómt fangelsið í gær, þar sem þeir sáu Uribe og hina málaliðana sautján, sögðust þeir ekki hafa flúið því þeir væru saklausir, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir eftir að ráðist var á tvö fangelsi í gær en talið er að á sjötta þúsund manna hafi flúið fangelsin. Um fjögur þúsund flúðu úr öðru þeirra og um 1.400 úr hinu. Sjá einnig: Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Kólumbíumennirnir voru í fjögur þúsund manna fangelsinu en í gær voru hvorki fangar né verðir sýnilegir þar. Þrjú lík með skotsár voru sýnileg við innganginn í fangelsið og hafa minnst sjö önnur lík fundist en að öðru leyti voru þar engir nema Kólumbíumennirnir og um sjötíu fangar til viðbótar, af um fjögur þúsund. Ráðamenn í Kólumbíu hafa kallað eftir því að mennirnir fái öryggisgæslu. Einn kólumbísku málaliðanna sem tóku þátt í árásinni á heimili Jovenel Moise, forseta Haítí, þegar hann var myrtur. Þeir flúðu ekki úr fangelsi og segjast saklausir.AP/Odelyn Joseph Segjast hafa verið plataðir Umræddir málaliðar voru áður hermenn í Kólumbíu og árið 2021 tóku þeir þátt í árás á heimili Jovenel Moise, forseta. Hann var myrtur í árásinni en málaliðarnir segjast hafa staðið í þeirri trú að þeir væru að framfylgja handtökuskipun gegn Moise og segjast hafa verið beðnir um að fylgja dómara og saksóknara eftir. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, hefur sinnt embætti forseta síðan þá. Glæpagengi í landinu, sem eru gífurlega valdamikil og stjórna í raun mest allri höfuðborg Haítí, hafa reynt að myrða hann á undanförnum árum. Henry hefur ekki viljað halda kosningar, sem hafa ekki verið haldnar á Haítí í nærri því áratug. Hann hafði samið við stjórnarandstæðinga um að stíga til hliðar þann 7. febrúar og halda kosningar en hefur ekki staðið við það. Frá því Moise var myrtur hafa glæpagengi Haítí verið nánast hömlulaus og hefur gífurleg óreiða ríkt í landinu. Gífurlega margir íbúar eru taldir hafa flúið land á undanförnum árum og innviðir eru að hruni komnir. Stjórnmálamenn í Haítí hafa í gegnum árin stutt við bakið á glæpagengjum í skiptum fyrir aðstoð þeirra. Gengin fá þó ekki lengur pening frá stjórnmálamönnum og nú halda þeim engin bönd. Þá eru glæpagengi bæði mun fjölmennari og betur vopnum búin en lögregla landsins. Talið er að um níu þúsund lögregluþjóna megi finna á götum Haítí, þar sem íbúar eru rúmlega ellefu milljónir. Lögregluþjónar skiptast á skotum við glæpamenn í Port au Prince.AP/Odelyn Joseph Brenndu þrjár lögreglustöðvar Í frétt miðilsins Le Nouvelliste frá Haítí segir að glæpamenn hafi byrjað á því að gera nokkrar árásir í borginni á sama tíma til að dreifa lögregluþjónum. Þeir hafi meðal annars ráðist á og brennt til grunna þrjár lögreglustöðvar og síðan hafi þeir ráðist á fangelsin. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“, leiðir regnhlífarsamtök glæpagengja og segist hann vilja handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Henry er erlendis í leit að aðstoð til að kveða niður óöldina á Haítí. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í október í fyrra að senda fjölþjóðlegt herlið til Haítí. Kenía átti að leiða þetta lið og var markmiðið að reyna að ná tökum á glæpagengjunum. Ekkert varð þó af þessum áætlunum, sem komu upprunalega frá António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Henry leitar nú annarra leiða til að fá aðstoð. Haítí Tengdar fréttir Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00 Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. 1. ágúst 2023 14:51 Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist. 25. apríl 2023 08:57 Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Rúmlega hundrað núverandi og fyrrverandi lögregluþjónar mótmæltu á götum Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Þeir lokuðu götum, skutu út í loftið og brutu sér leið inn í flugvöll borgarinnar og heimili forsætisráðherra landsins til að mótmæla því hve margir lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana af meðlimum glæpagengja að undanförnu. 27. janúar 2023 16:08 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
„Gerið það hjálpið okkur,“ sagði Francisco Uribe, einn málaliðanna, í myndbandi sem hann birti á netinu. „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum.“ Þegar blaðamenn gengu inn í tómt fangelsið í gær, þar sem þeir sáu Uribe og hina málaliðana sautján, sögðust þeir ekki hafa flúið því þeir væru saklausir, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir eftir að ráðist var á tvö fangelsi í gær en talið er að á sjötta þúsund manna hafi flúið fangelsin. Um fjögur þúsund flúðu úr öðru þeirra og um 1.400 úr hinu. Sjá einnig: Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Kólumbíumennirnir voru í fjögur þúsund manna fangelsinu en í gær voru hvorki fangar né verðir sýnilegir þar. Þrjú lík með skotsár voru sýnileg við innganginn í fangelsið og hafa minnst sjö önnur lík fundist en að öðru leyti voru þar engir nema Kólumbíumennirnir og um sjötíu fangar til viðbótar, af um fjögur þúsund. Ráðamenn í Kólumbíu hafa kallað eftir því að mennirnir fái öryggisgæslu. Einn kólumbísku málaliðanna sem tóku þátt í árásinni á heimili Jovenel Moise, forseta Haítí, þegar hann var myrtur. Þeir flúðu ekki úr fangelsi og segjast saklausir.AP/Odelyn Joseph Segjast hafa verið plataðir Umræddir málaliðar voru áður hermenn í Kólumbíu og árið 2021 tóku þeir þátt í árás á heimili Jovenel Moise, forseta. Hann var myrtur í árásinni en málaliðarnir segjast hafa staðið í þeirri trú að þeir væru að framfylgja handtökuskipun gegn Moise og segjast hafa verið beðnir um að fylgja dómara og saksóknara eftir. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, hefur sinnt embætti forseta síðan þá. Glæpagengi í landinu, sem eru gífurlega valdamikil og stjórna í raun mest allri höfuðborg Haítí, hafa reynt að myrða hann á undanförnum árum. Henry hefur ekki viljað halda kosningar, sem hafa ekki verið haldnar á Haítí í nærri því áratug. Hann hafði samið við stjórnarandstæðinga um að stíga til hliðar þann 7. febrúar og halda kosningar en hefur ekki staðið við það. Frá því Moise var myrtur hafa glæpagengi Haítí verið nánast hömlulaus og hefur gífurleg óreiða ríkt í landinu. Gífurlega margir íbúar eru taldir hafa flúið land á undanförnum árum og innviðir eru að hruni komnir. Stjórnmálamenn í Haítí hafa í gegnum árin stutt við bakið á glæpagengjum í skiptum fyrir aðstoð þeirra. Gengin fá þó ekki lengur pening frá stjórnmálamönnum og nú halda þeim engin bönd. Þá eru glæpagengi bæði mun fjölmennari og betur vopnum búin en lögregla landsins. Talið er að um níu þúsund lögregluþjóna megi finna á götum Haítí, þar sem íbúar eru rúmlega ellefu milljónir. Lögregluþjónar skiptast á skotum við glæpamenn í Port au Prince.AP/Odelyn Joseph Brenndu þrjár lögreglustöðvar Í frétt miðilsins Le Nouvelliste frá Haítí segir að glæpamenn hafi byrjað á því að gera nokkrar árásir í borginni á sama tíma til að dreifa lögregluþjónum. Þeir hafi meðal annars ráðist á og brennt til grunna þrjár lögreglustöðvar og síðan hafi þeir ráðist á fangelsin. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“, leiðir regnhlífarsamtök glæpagengja og segist hann vilja handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Henry er erlendis í leit að aðstoð til að kveða niður óöldina á Haítí. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í október í fyrra að senda fjölþjóðlegt herlið til Haítí. Kenía átti að leiða þetta lið og var markmiðið að reyna að ná tökum á glæpagengjunum. Ekkert varð þó af þessum áætlunum, sem komu upprunalega frá António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Henry leitar nú annarra leiða til að fá aðstoð.
Haítí Tengdar fréttir Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00 Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. 1. ágúst 2023 14:51 Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist. 25. apríl 2023 08:57 Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Rúmlega hundrað núverandi og fyrrverandi lögregluþjónar mótmæltu á götum Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Þeir lokuðu götum, skutu út í loftið og brutu sér leið inn í flugvöll borgarinnar og heimili forsætisráðherra landsins til að mótmæla því hve margir lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana af meðlimum glæpagengja að undanförnu. 27. janúar 2023 16:08 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00
Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. 1. ágúst 2023 14:51
Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist. 25. apríl 2023 08:57
Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Rúmlega hundrað núverandi og fyrrverandi lögregluþjónar mótmæltu á götum Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Þeir lokuðu götum, skutu út í loftið og brutu sér leið inn í flugvöll borgarinnar og heimili forsætisráðherra landsins til að mótmæla því hve margir lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana af meðlimum glæpagengja að undanförnu. 27. janúar 2023 16:08
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32