Viðskipti innlent

Bein út­sending: Niður­stöður könnunar um stöðu launa­fólks kynntar

Atli Ísleifsson skrifar
Fréttamannafundurinn hefst klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi.
Fréttamannafundurinn hefst klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. Vísir

Varða – rannsóknarstofnun Vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður nýrrar spurningakönnunar um stöðu launafólks á Íslandi á fundi í Þjóðmenningarhúsinu sem hefst klukkan 12.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

Í tilkynningu segir að markmið könnunarinnar sé að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu og stöðu innflytjenda auk mismununar á íslenskum vinnumarkaði meðal launafólks innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 

Dagskrá:

12:00 -12:30. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu kynnir niðurstöður.

12:30 -13:00. Panelumræður. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB ræða um niðurstöður könnunarinnar og svara spurningum fundargesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×