Erlent

Hraun flæðir á Galapagoseyjum

Samúel Karl Ólason skrifar
AP24064047713759
AP/Þjóðgarður Galapagos

Eldgos hófst á Galapagos-eyjum undan ströndum Ekvador í gærkvöldi. Hraun flæddi úr La Cumbre eldfjallinu á Fernandinaeyju en það er virkasta eldfjalla eyjaklasans fræga, og rann út í sjó.

Eldfjallið, sem er um 1.476 metrar á hæð gaus síðast árið 2020.

Eyjarnar telja alls um 234 eyja og skerja. Samtals búa um 30 þúsund manns á fjórum eyjanna. Enginn býr þó á Fernandinaeyju svo ekki er talið að neinum stafi ógn af eldgosinu.

Galapagos er að finna um 900 kílómetra vestur af Ekvador og eru eyjarnar að finna á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstaks dýra og plöntulífs. Líffræðilegur fjölbreytileiki eyjanna veitti Charles Darwin innblástur fyrir þróunarkenningu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×