Faðir Verstappens vill losna við Horner Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2024 13:30 Max Verstappen og Christian Horner fagna sigri Red Bull í kappakstrinum í Barein, fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1. getty/Clive Rose Faðir Max Verstappen, heimsmeistara í Formúlu 1, vill losna við Christian Horner sem liðsstjóra Red Bull. Horner hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Hann var til rannsóknar hjá Red Bull vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu en var hreinsaður af öllum ásökunum á miðvikudaginn. Daginn eftir voru hins vegar skilaboðum hans og samstarfskonunnar lekið til fjölmargra Formúlu 1 fréttamanna. Mál Horners virtist ekki hafa áhrif á Verstappen en hann vann öruggan sigur í fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1 á laugardaginn. Samherji hans, Sergio Pérez, varð í 2. sæti. Faðir Verstappens, Jos, segir að það gangi ekki til lengdar, að mál Horners sé hangandi yfir Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og sundrandi,“ sagði Jos. Hann þvertók hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. „Af hverju ætti ég að gera það? Max er samningsbundinn Red Bull til 2028, er standa sig frábærlega og líður vel þarna. Ég hef engan áhuga á þessu.“ Jos sagði jafnframt að allt myndi springa í loft upp hjá Red Bull ef Horner héldi áfram í starfi. „Hann leikur fórnarlamb þegar hann er sá sem skapar vandræðin,“ sagði Jos. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra. Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Horner hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Hann var til rannsóknar hjá Red Bull vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu en var hreinsaður af öllum ásökunum á miðvikudaginn. Daginn eftir voru hins vegar skilaboðum hans og samstarfskonunnar lekið til fjölmargra Formúlu 1 fréttamanna. Mál Horners virtist ekki hafa áhrif á Verstappen en hann vann öruggan sigur í fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1 á laugardaginn. Samherji hans, Sergio Pérez, varð í 2. sæti. Faðir Verstappens, Jos, segir að það gangi ekki til lengdar, að mál Horners sé hangandi yfir Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og sundrandi,“ sagði Jos. Hann þvertók hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. „Af hverju ætti ég að gera það? Max er samningsbundinn Red Bull til 2028, er standa sig frábærlega og líður vel þarna. Ég hef engan áhuga á þessu.“ Jos sagði jafnframt að allt myndi springa í loft upp hjá Red Bull ef Horner héldi áfram í starfi. „Hann leikur fórnarlamb þegar hann er sá sem skapar vandræðin,“ sagði Jos. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra.
Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira