Thelma hitti úr 14 af 15 þriggja stiga skotum og vann keppni kynjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 10:00 Thelma Dís Ágústsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi um helgina. Vísir/Hulda Margrét Keflvíska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir er mjög öflug þriggja stiga skytta og það sýndi hún í verki á Nettómótinu un helgina. Thelma Dís var auðvitað ekki að keppa á sjálfu mótinu, enda lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu og Nettómótið er fyrir yngsta körfuboltafólkið okkar. Mikilvægur hluti af mótinu er hins vegar lokahófið í Blue-höllinni í Keflavík þar sem allir krakkarnir safnast saman og boðið er upp á skemmtiatriði eins og tónlistaratriði og körfuboltatilþrif. Klippa: Skotsýning Thelmu Það vantaði ekki körfuboltatilþrifin því meðal þess sem var boðið upp í ár var þriggja stiga skotkeppni sem Thelma Dís pakkaði saman. Hún hitti úr 14 af 15 skotum sínum í úrslitunum sem er svakaleg hittni. Thelma vann undanúrslit stelpnanna á móti Söru Rún Hinriksdóttur úr Keflavík og Njarðvíkingunum Önnu Lilju og Láru Ösp Ásgeirsdætrum. Hjá körlunum komst Keflvíkingurinn Igor Maric í úrslit en hann vann undanúrslit karlanna þar sem Njarðvíkingurinn Chaz Williams var meðal keppenda. Igor átti hins vegar engin svör við svakalegri skotnýtingu Thelmu í úrslitunum. Krakkarnir fylltu húsið og sköpuðu frábæra stemmningu í kringum keppnina. Thelma kveikti síðan í netinu og húsinu með skotsýningu sinni. „Mér fannst þetta bara mjög gaman og geggjað að sjá svona marga krakka. Man náttúrulega bara eftir því að hafa verið þarna sjálf sem keppandi á Nettómótinu að fylgjast með þessum keppnum og fannst þetta allt svo geggjað,“ segir Thelma Dís í stuttu spjalli við Vísi. Sabrina Ionescu á metið á stjörnuleik NBA og WNBA því hún hitti úr 25 af 27 þriggja stiga skotum á sínum tíma sem gerir ótrúlega 92,6 prósent nýtingu. Nýting Thelmu var aftur á móti 93,3 prósent. Sabrina tapaði einmitt skotkeppni kynjanna á móti Stephen Curry á Stjörnuhelgi NBA í ár. Bjarki Ármann Oddsson var í Blue höllinni og tók upp þetta myndband hér fyrir neðan af skotsýningu Thelmu. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Thelma Dís var auðvitað ekki að keppa á sjálfu mótinu, enda lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu og Nettómótið er fyrir yngsta körfuboltafólkið okkar. Mikilvægur hluti af mótinu er hins vegar lokahófið í Blue-höllinni í Keflavík þar sem allir krakkarnir safnast saman og boðið er upp á skemmtiatriði eins og tónlistaratriði og körfuboltatilþrif. Klippa: Skotsýning Thelmu Það vantaði ekki körfuboltatilþrifin því meðal þess sem var boðið upp í ár var þriggja stiga skotkeppni sem Thelma Dís pakkaði saman. Hún hitti úr 14 af 15 skotum sínum í úrslitunum sem er svakaleg hittni. Thelma vann undanúrslit stelpnanna á móti Söru Rún Hinriksdóttur úr Keflavík og Njarðvíkingunum Önnu Lilju og Láru Ösp Ásgeirsdætrum. Hjá körlunum komst Keflvíkingurinn Igor Maric í úrslit en hann vann undanúrslit karlanna þar sem Njarðvíkingurinn Chaz Williams var meðal keppenda. Igor átti hins vegar engin svör við svakalegri skotnýtingu Thelmu í úrslitunum. Krakkarnir fylltu húsið og sköpuðu frábæra stemmningu í kringum keppnina. Thelma kveikti síðan í netinu og húsinu með skotsýningu sinni. „Mér fannst þetta bara mjög gaman og geggjað að sjá svona marga krakka. Man náttúrulega bara eftir því að hafa verið þarna sjálf sem keppandi á Nettómótinu að fylgjast með þessum keppnum og fannst þetta allt svo geggjað,“ segir Thelma Dís í stuttu spjalli við Vísi. Sabrina Ionescu á metið á stjörnuleik NBA og WNBA því hún hitti úr 25 af 27 þriggja stiga skotum á sínum tíma sem gerir ótrúlega 92,6 prósent nýtingu. Nýting Thelmu var aftur á móti 93,3 prósent. Sabrina tapaði einmitt skotkeppni kynjanna á móti Stephen Curry á Stjörnuhelgi NBA í ár. Bjarki Ármann Oddsson var í Blue höllinni og tók upp þetta myndband hér fyrir neðan af skotsýningu Thelmu.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira