Ekki í boði að þreytast á varnaðarorðum um eldgos Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 09:06 Hraun sem rann inn í Grindavík í janúar. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir enn auknar líkur á eldgosi í og/eða við Svartsengi. Hún segist helst óttast að fólk verði værukært vegna reglulegra frétta af auknum líkum á eldgosi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið heldur kvikuflæði áfram að aukast undir Svartsengi. Veðurstofan hefur lýst því yfir síðustu daga að auknar líkur séu á eldgosi. „Þegar maður heyrir hlutina of oft og og lengi þá kannski á endanum verður maður oft þreyttur að heyra sama hlutinn en það er ekki í boði akkúrat núna,“ segir Hjördís. Hún segir taldar meiri og meiri líkur á að eitthvað fari að gerast. Það sé erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær þó ljóst sé að það styttist. Þá séu almannavarnir einnig með augun á smáskjálftarröð hjá Hengli. Gist í tíu húsum Vitið þið hvað það eru margir í bænum? „Já við erum með ágætis yfirsýn yfir hvað það eru margir og það er gist í svona tæplega tíu húsum í Grindavík á hverri nóttu núna og við höfum ágætis yfirsýn yfir það.“ Hjördís segir viðvaranaflautur við Grindavík og Bláa lónið hafa reynst vel. Þær hafi verið prófaðar tvisvar sinnum, einu sinni í eldgosi í febrúar. Hún segir vinnu við varnargarða ganga vel. „Auðvitað vitum við að þó varnargarðar séu reistir þá getur enginn nákvæmlega sagt fyrir um hvar þetta komi upp þó líklegast sé það þar sem Veðurstofan spáir fyrir um.“ Hjördís segir vel fylgst með gangi mála. Veðurstofan uppfæri vef sinn til að mynda reglulega. Mikilvægt sé að landsmenn hlusti áfram þrátt fyrir reglulegar viðvaranir. „Við teljum mikilvægt að við höldum áfram að hlusta þrátt fyrir að þetta komi núna dag eftir dag, þá megum við aldrei vera þannig að við gleymum okkur,“ segir Hjördís. Stuttur fyrirvari verði í gos. Veðurstofan hefur talað um þrjátíu mínútur. „En þó við tölum um þrjátíu mínútur þá getur það verið styttri tími. Eða lengri,“ segir Hjördís. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið heldur kvikuflæði áfram að aukast undir Svartsengi. Veðurstofan hefur lýst því yfir síðustu daga að auknar líkur séu á eldgosi. „Þegar maður heyrir hlutina of oft og og lengi þá kannski á endanum verður maður oft þreyttur að heyra sama hlutinn en það er ekki í boði akkúrat núna,“ segir Hjördís. Hún segir taldar meiri og meiri líkur á að eitthvað fari að gerast. Það sé erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær þó ljóst sé að það styttist. Þá séu almannavarnir einnig með augun á smáskjálftarröð hjá Hengli. Gist í tíu húsum Vitið þið hvað það eru margir í bænum? „Já við erum með ágætis yfirsýn yfir hvað það eru margir og það er gist í svona tæplega tíu húsum í Grindavík á hverri nóttu núna og við höfum ágætis yfirsýn yfir það.“ Hjördís segir viðvaranaflautur við Grindavík og Bláa lónið hafa reynst vel. Þær hafi verið prófaðar tvisvar sinnum, einu sinni í eldgosi í febrúar. Hún segir vinnu við varnargarða ganga vel. „Auðvitað vitum við að þó varnargarðar séu reistir þá getur enginn nákvæmlega sagt fyrir um hvar þetta komi upp þó líklegast sé það þar sem Veðurstofan spáir fyrir um.“ Hjördís segir vel fylgst með gangi mála. Veðurstofan uppfæri vef sinn til að mynda reglulega. Mikilvægt sé að landsmenn hlusti áfram þrátt fyrir reglulegar viðvaranir. „Við teljum mikilvægt að við höldum áfram að hlusta þrátt fyrir að þetta komi núna dag eftir dag, þá megum við aldrei vera þannig að við gleymum okkur,“ segir Hjördís. Stuttur fyrirvari verði í gos. Veðurstofan hefur talað um þrjátíu mínútur. „En þó við tölum um þrjátíu mínútur þá getur það verið styttri tími. Eða lengri,“ segir Hjördís.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira