Segja lirfur hafa borist á milli eldissvæða og fyrirtækin hafi verið illa undirbúin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 12:07 Fiskar með sár eftir laxalús í kvíum í Tálknafirði. Veiga Grétarsdóttir Ljóst er að rekstraraðilar í sjókvíaeldi voru illa búnir til þess að verjast miklu magni af laxalús og leiða má líkur að því að áhrif laxalúsarinnar hafi verið vanmetin. Þetta kemur fram í skýrslu sem birtist á vef Matvælastofnunar nú fyrir stundu. Þar segir að regluverk hafi ekki verið nægjanlega skýrt til að tryggja að rekstraraðilar viðhæfu öflugar forvarnir og skjót viðbrögð þegar mikillar lúsar yrði vart. Skýrslan fjallar um afföll vegna laxalúsa í Tálknafirði í fyrra en í henni er meðal annars að finna greiningu á atburðarásinni. „Í upphafi vetrar 2022 var álag laxalúsar umtalsvert á eldissvæðum Arnarlax á Eyri og Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði. Eldissvæðin voru bæði meðhöndluð haustið 2022 en meðhöndlunin skilaði ekki tilskyldum árangri, annars vegar vegna þess að rekstraraðilar voru ekki með samræmd viðbrögð og hins vegar virtist næmi laxalúsarinnar við meðhöndluninni vera skert og þ.a.l. jókst álag laxalúsar á svæðinu. Slátrun lauk af Eyri í apríl 2023 og var Kvígindisdalur því eina eldissvæðið í Patreksfirði þegar lúsatalningar hófust að nýju í maí og var lúsaálag mikið á eldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. Þá segir að það sé mat Matvælastofnunar að rekstraraðilar hefðu mátt bregðast við aðstæðum af meiri fyrirhyggju en þannig hefðu þeir getað dregið úr afleiðingum laxalúsar í Tálknafirði. „Meðhöndlunin á eldissvæði Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í júlí 2023 bar lítinn árangur sem rekja má til rangs lyfjavals, seinkunar á meðhöndlun og að eldissvæðið var meðhöndlað aðeins að hluta til. Einnig var fiskur í Kvígindisdal kominn í sláturstærð sumarið 2023 en slátrun dróst vegna tafa við opnun nýs sláturhúss Arctic Fish, Drimlu í Bolungarvík.“ Samræmd og ítarlegri viðbrögð hefðu getað fyrirbyggt útreiðsluna Matvælastofnun segir að með fyrirhyggjusemi hefði Arctic Sea Farm getað leitað aðstoðar við slátrun í sláturhúsi Arnarlax í Bíldudal, þar sem engin vinnsla var í sláturhúsinu á þeim tíma. Þá telur MAST að sviflægar lirfur hafi borist frá kynþroska kvenlúsum í Kvígindisdal og rekið í straumstefnu yfir í Tálknafjörð á eldissvæði Arnarlax í Laugardal og eldissvæði Arctic Sea Farm í Hvannadal. „Þessar lirfur mörkuðu upphaf mikillar fjölgunar laxalúsar í Tálknafirði, þar sem aukið lúsaálag olli miklum skaða á fisknum og orsakaði slæma heilbrigðisstöðu hans. Jafnframt varð mikill dauði á báðum eldissvæðum og farga þurfti fiski úr 12 kvíum af 33 á eldissvæðunum. Að mati Matvælastofnunar hefðu rekstraraðilar þurft að bregðast fyrr við auknu álagi laxalúsar í firðinum,“ segir í skýrslunni. Það er mat Matvælastofnunar að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu lúsarinnar ef viðbrögð rekstraraðila og viðbragðsáætlanir hefðu verið samræmdari og ítarlegri. Þá hefði þurft að samræma lyfjaval og vinna markvisst að úrbótum en einnig hefði mátt samnýta búnað og mannskap. „Nauðsynlegt er að breyta lagaumhverfi á þann hátt að settur verði heildstæður rammi fyrir varnir gegn sjúkdómum og sníkjudýrum í fiskeldi, með það að leiðarljósi að áhersla verði sett á fyrirbyggjandi aðgerðir og skjót viðbrögð, sem stuðlar að sjálfbæru og ábyrgu fiskeldi. Mikilvægt er að efla rannsóknir á líffræði laxalúsar á Íslandi, til þess að fá betri þekkingu á samspili laxalúsar í umhverfinu og áhrif hennar á fisk í sjókvíaeldi og villtri náttúru.“ Meðhöndlað seint og með óheppilegu lyfi Samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar er laxalúsinn enn sem komið er eingöngu í sjókvíaeldi á Vestfjörðum og hefur varla orðið vart á Austfjörðum. Á árunum 2017 til 2022 heimilaði MAST fjórar til sjö lyfjameðhöndlanir við laxalús á ári, samtals 32, en á árinu 2023 heimilaði stofnunin meðhöndlum alls 23 sinnum. Í skýrslunni er meðal annars greint frá því að í október árið 2022 hafi þjónustudýralæknar fyrir hönd Arctic Sea Farm sótt um leyfi til að meðhöndla með lyfinu Slice í eldinu í Kvígindisdal í Patreksfirði í stað AlphaMax. Meðhöndlum með AlphaMax var sögð valda meira álagi á fiskinn og þá var nýútsettum hrognkelsum ætlað að halda lús í skefjum. „Á þessum tíma var mikið um fiskilús en lítið bar á laxalús. Næmi laxalúsar við Slice lá ekki fyrir. Matvælastofnun heimilaði notkun á Slice og meðhöndlun fór fram í október. Meðhöndlunin bar ekki tilskyldan árangur á laxalús og tveimur vikum seinna hafði kynþroska kvenlúsum fjölgað,“ segir í skýrslunni. Staðan haustið 2022 hafi verið sú að lúsatölur voru lágar á eldissvæðum í Tálknafirði en háar á eldissvæðum í Patreksfirði. Við fyrstu talningu í byrjun maí voru lústatölur háar í Kvígindisdal og meðhöndlun, að þessu sinni með AlphaMax frestaðist vegna veðurs og skorts á lyfinu. Í sömu viku og meðhöndlun átti sér stað var niðurstaða lúsatalningar níu lirfur að meðaltali á fisk, sem MAST segir hafa verið fyrstu merki um að kynþroska kvenlýs væru að framleiða mikið magn af lirfum í Kvígindisdal. Þá kemur fram í skýrslunni að aðeins sex af níu kvíum hafi verið meðhöndlaðar. Arctic Sea Farms fékk niðurstöður næmismælinga laxalúsa í byrjun júlí, þar sem fram kom aað næmi lúsanna við AlphaMax væri aðeins 43 prósent en næmi við lyfinu Salmosan 93 prósent. Þannig hefði verið mun árangursríkara að meðhöndla með Salmosan. „Matvælastofnun telur líklegt að sviflægar lirfur hafi borist frá kynþroska kvenlúsum í Kvígindisdal og rekið í straumstefnu yfir í Tálknafjörð,“ segir í skýrslunni en meðhöndlunin í Kvígindisdal hafi borið lítinn árangur vegna rangs lyfjavals, seinkun á meðhöndlun og takmarkaðrar meðhöndlunar. Í ágúst kom fram í skýrslu þjónustudýralæknis Arctic Sea Farms að afföll hefðu aukist í öllum kvíum eldissvæðisins og að líklega mætti rekja það til lúsaskaða. Sýkt sár, blóðsýkingar og áhyggjur af lyfjaónæmi Í skýrslunni er rakin atburðarásin sem fer af stað í kjölfarið en MAST boðaði meðal annars til fundar 17. ágúst með fulltrúum Arnarlax, Arctic Sea Farm og þjónustudýralæknum þeirra, vegna stöðu lúsar í Patreks- og Tálknafirði. „Stofnunin upplýsti um að framvegis yrði gerð krafa um að niðurstöður lyfjaónæmis lúsa fylgdi umsóknum um lyfjameðhöndlanir. Stofnunin hvatti rekstraraðila jafnframt til að eiga baðlyf á lager hjá birgja hérlendis svo komast mætti hjá töfum tengdum innflutningi eftir að heimild Matvælastofnunar til meðhöndlunar lægi fyrir. Einnig kom fram á fundinum að rekstraraðilar væru í sameiningu að vinna að innflutningi á bát til mekanískrar meðhöndlunar, eftir að lyfjameðhöndlun í Kvígindisdal bar slæman árangur.“ Í ágústlok varð ljóst að bregðast þyrfti við faraldrinum og að ekki væri von á bátnum í tæka tíð. MAST samþykkti meðhöndlun mmeð Salmosan í Hvannadal og Laugardal en ekki í Kvígindisdal þar sem verið væri að slátra upp af svæðinu. Meðhöndlun væri neyðarráðstöfun sem þjónaði ekki tilgangi sínum rétt fyrir slátrun. Athuganir leiddu í ljós að Salmosan virtist virka vel á kynþroska kvenlýs en ekki á önnur stig lúsarinnar og fjölgaði lirfum og hreyfanlegri lús mjög á næstu vikum. Í skýrslu þjónustudýralækna Arnarlax úr Laugardal í október sagði að staða heilbrigðis og velferðar á svæðinu væri alvarlegt og hefði borið brátt að. Fiskurinn hafði orðið fyrir miklum skaða af völdum lúsar og afföll væru há í hluta kvíanna. „Fiskurinn væri með sár á haus, tálknlokum og búk sem voru orðin sýkt með umhverfisbakteríum sem ollu blóðsýkingu, blæðingum og skertu jónajafnvægi. Sárin voru misalvarleg, frá yfirborðsskaða til blæðandi djúpra sára inn að höfuðkúpu. Niðurstöður vefjafræðirannsókna frá Keldum staðfestu að engin merki væri um alvarlegan smitsjúkdóm og því væri meginorsök dauða fiskanna vegna skaða eftir lús. Þjónustudýralæknar Arnarlax töldu að þar sem stór hluti fiskanna myndi drepast af sárum sínum á komandi dögum og vikum þá væri best að aflífa fiskinn eins fljótt og mögulegt væri m.t.t. velferðar,“ segir í skýrslu MAST. Matvælastofnun og Fiskisjúkdómanefnd lýstu á þessum tíma áhyggjum af ítrekaðri notkun lyfja gegn laxalúsinni og sögðu vísbendingar uppi um vaxandi ónæmi lúsarinnar. Benti Fiskisjúkdómanefnd á að það væri mikilvægt að rekstraraðilar leituðu allra leiða til að draga úr lúsasmitum. Kallað eftir samræmdum viðbrögðum og horf til lagasetningar Matvælastofnun segir ljóst að rekstraraðilar hefðu þurft að sýna meiri fyrirhyggju og eiga aukið samstarf. „Eftir að ástandið varð svona alvarlegt í Tálknafirði kom í ljós að samstarf milli rekstraraðila var ekki nægjanlegt og líta hefði þurft á firðina tvo sem heildstætt svæði og meðhöndla það sem slíkt. Þá hefði þurft að samræma lyfjaval við meðhöndlun og vinna markvisst saman að úrbótum á ástandinu. Rekstraraðilar þurfa að hafa samræmdar viðbragðsáætlanir og samnýta búnað og starfsfólk þegar upp koma krefjandi aðstæður sem þessar. Matvælastofnun bendir á að gagnlegt gæti verið að rekstraraðilar hefðu aðgang að auka starfsfólki, sem kalla mætti út þegar neyðarástand skapast í fiskeldi,“ segir í skýrslunni. Þar eru lagðar til nokkrar leiðir til úrbóta en horfir einnig til lagabreytinga. „Tilvonandi breytingar á löggjöf fela í sér áherslur um innra eftirlit með sníkjudýrum og markvissari talningu á lúsum. Jafnframt er gert ráð fyrir að sett verði upp punkta- og hvatningakerfi sem byggt er á niðurstöðum lúsatalninga og fjölda lyfjameðhöndlana. Einnig fela þessar breytingar í sér ítarlega tilkynningarskyldu og skráningar en jafnframt verða sett mörk þess efnis að ef álag vegna laxalúsar fer yfir tilgreind mörk þá geti Matvælastofnun farið fram á slátrun. Breyting á viðauka VI í reglugerð nr. 540/2020 hefur verið kynnt í samráðsgátt en hún felur í sér aukna tíðni og umfang talningar þar sem telja skal úr öllum kvíum í kvíastæði og a.m.k. 20 fiska í hverri kví.“ Matvælaframleiðsla Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Engin byggingarleyfi í höfn þvert á fullyrðingar Arctic Fish Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Þetta segir í svörum HMS við fyrirspurn fréttastofu en tilefnið eru ummæli sem höfð voru eftir framkvæmdastjóra Arctic Fish í Bæjarins besta um að leyfi væri í höfn. 22. febrúar 2024 06:22 Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00 Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. 30. janúar 2024 10:46 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu sem birtist á vef Matvælastofnunar nú fyrir stundu. Þar segir að regluverk hafi ekki verið nægjanlega skýrt til að tryggja að rekstraraðilar viðhæfu öflugar forvarnir og skjót viðbrögð þegar mikillar lúsar yrði vart. Skýrslan fjallar um afföll vegna laxalúsa í Tálknafirði í fyrra en í henni er meðal annars að finna greiningu á atburðarásinni. „Í upphafi vetrar 2022 var álag laxalúsar umtalsvert á eldissvæðum Arnarlax á Eyri og Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði. Eldissvæðin voru bæði meðhöndluð haustið 2022 en meðhöndlunin skilaði ekki tilskyldum árangri, annars vegar vegna þess að rekstraraðilar voru ekki með samræmd viðbrögð og hins vegar virtist næmi laxalúsarinnar við meðhöndluninni vera skert og þ.a.l. jókst álag laxalúsar á svæðinu. Slátrun lauk af Eyri í apríl 2023 og var Kvígindisdalur því eina eldissvæðið í Patreksfirði þegar lúsatalningar hófust að nýju í maí og var lúsaálag mikið á eldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. Þá segir að það sé mat Matvælastofnunar að rekstraraðilar hefðu mátt bregðast við aðstæðum af meiri fyrirhyggju en þannig hefðu þeir getað dregið úr afleiðingum laxalúsar í Tálknafirði. „Meðhöndlunin á eldissvæði Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í júlí 2023 bar lítinn árangur sem rekja má til rangs lyfjavals, seinkunar á meðhöndlun og að eldissvæðið var meðhöndlað aðeins að hluta til. Einnig var fiskur í Kvígindisdal kominn í sláturstærð sumarið 2023 en slátrun dróst vegna tafa við opnun nýs sláturhúss Arctic Fish, Drimlu í Bolungarvík.“ Samræmd og ítarlegri viðbrögð hefðu getað fyrirbyggt útreiðsluna Matvælastofnun segir að með fyrirhyggjusemi hefði Arctic Sea Farm getað leitað aðstoðar við slátrun í sláturhúsi Arnarlax í Bíldudal, þar sem engin vinnsla var í sláturhúsinu á þeim tíma. Þá telur MAST að sviflægar lirfur hafi borist frá kynþroska kvenlúsum í Kvígindisdal og rekið í straumstefnu yfir í Tálknafjörð á eldissvæði Arnarlax í Laugardal og eldissvæði Arctic Sea Farm í Hvannadal. „Þessar lirfur mörkuðu upphaf mikillar fjölgunar laxalúsar í Tálknafirði, þar sem aukið lúsaálag olli miklum skaða á fisknum og orsakaði slæma heilbrigðisstöðu hans. Jafnframt varð mikill dauði á báðum eldissvæðum og farga þurfti fiski úr 12 kvíum af 33 á eldissvæðunum. Að mati Matvælastofnunar hefðu rekstraraðilar þurft að bregðast fyrr við auknu álagi laxalúsar í firðinum,“ segir í skýrslunni. Það er mat Matvælastofnunar að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu lúsarinnar ef viðbrögð rekstraraðila og viðbragðsáætlanir hefðu verið samræmdari og ítarlegri. Þá hefði þurft að samræma lyfjaval og vinna markvisst að úrbótum en einnig hefði mátt samnýta búnað og mannskap. „Nauðsynlegt er að breyta lagaumhverfi á þann hátt að settur verði heildstæður rammi fyrir varnir gegn sjúkdómum og sníkjudýrum í fiskeldi, með það að leiðarljósi að áhersla verði sett á fyrirbyggjandi aðgerðir og skjót viðbrögð, sem stuðlar að sjálfbæru og ábyrgu fiskeldi. Mikilvægt er að efla rannsóknir á líffræði laxalúsar á Íslandi, til þess að fá betri þekkingu á samspili laxalúsar í umhverfinu og áhrif hennar á fisk í sjókvíaeldi og villtri náttúru.“ Meðhöndlað seint og með óheppilegu lyfi Samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar er laxalúsinn enn sem komið er eingöngu í sjókvíaeldi á Vestfjörðum og hefur varla orðið vart á Austfjörðum. Á árunum 2017 til 2022 heimilaði MAST fjórar til sjö lyfjameðhöndlanir við laxalús á ári, samtals 32, en á árinu 2023 heimilaði stofnunin meðhöndlum alls 23 sinnum. Í skýrslunni er meðal annars greint frá því að í október árið 2022 hafi þjónustudýralæknar fyrir hönd Arctic Sea Farm sótt um leyfi til að meðhöndla með lyfinu Slice í eldinu í Kvígindisdal í Patreksfirði í stað AlphaMax. Meðhöndlum með AlphaMax var sögð valda meira álagi á fiskinn og þá var nýútsettum hrognkelsum ætlað að halda lús í skefjum. „Á þessum tíma var mikið um fiskilús en lítið bar á laxalús. Næmi laxalúsar við Slice lá ekki fyrir. Matvælastofnun heimilaði notkun á Slice og meðhöndlun fór fram í október. Meðhöndlunin bar ekki tilskyldan árangur á laxalús og tveimur vikum seinna hafði kynþroska kvenlúsum fjölgað,“ segir í skýrslunni. Staðan haustið 2022 hafi verið sú að lúsatölur voru lágar á eldissvæðum í Tálknafirði en háar á eldissvæðum í Patreksfirði. Við fyrstu talningu í byrjun maí voru lústatölur háar í Kvígindisdal og meðhöndlun, að þessu sinni með AlphaMax frestaðist vegna veðurs og skorts á lyfinu. Í sömu viku og meðhöndlun átti sér stað var niðurstaða lúsatalningar níu lirfur að meðaltali á fisk, sem MAST segir hafa verið fyrstu merki um að kynþroska kvenlýs væru að framleiða mikið magn af lirfum í Kvígindisdal. Þá kemur fram í skýrslunni að aðeins sex af níu kvíum hafi verið meðhöndlaðar. Arctic Sea Farms fékk niðurstöður næmismælinga laxalúsa í byrjun júlí, þar sem fram kom aað næmi lúsanna við AlphaMax væri aðeins 43 prósent en næmi við lyfinu Salmosan 93 prósent. Þannig hefði verið mun árangursríkara að meðhöndla með Salmosan. „Matvælastofnun telur líklegt að sviflægar lirfur hafi borist frá kynþroska kvenlúsum í Kvígindisdal og rekið í straumstefnu yfir í Tálknafjörð,“ segir í skýrslunni en meðhöndlunin í Kvígindisdal hafi borið lítinn árangur vegna rangs lyfjavals, seinkun á meðhöndlun og takmarkaðrar meðhöndlunar. Í ágúst kom fram í skýrslu þjónustudýralæknis Arctic Sea Farms að afföll hefðu aukist í öllum kvíum eldissvæðisins og að líklega mætti rekja það til lúsaskaða. Sýkt sár, blóðsýkingar og áhyggjur af lyfjaónæmi Í skýrslunni er rakin atburðarásin sem fer af stað í kjölfarið en MAST boðaði meðal annars til fundar 17. ágúst með fulltrúum Arnarlax, Arctic Sea Farm og þjónustudýralæknum þeirra, vegna stöðu lúsar í Patreks- og Tálknafirði. „Stofnunin upplýsti um að framvegis yrði gerð krafa um að niðurstöður lyfjaónæmis lúsa fylgdi umsóknum um lyfjameðhöndlanir. Stofnunin hvatti rekstraraðila jafnframt til að eiga baðlyf á lager hjá birgja hérlendis svo komast mætti hjá töfum tengdum innflutningi eftir að heimild Matvælastofnunar til meðhöndlunar lægi fyrir. Einnig kom fram á fundinum að rekstraraðilar væru í sameiningu að vinna að innflutningi á bát til mekanískrar meðhöndlunar, eftir að lyfjameðhöndlun í Kvígindisdal bar slæman árangur.“ Í ágústlok varð ljóst að bregðast þyrfti við faraldrinum og að ekki væri von á bátnum í tæka tíð. MAST samþykkti meðhöndlun mmeð Salmosan í Hvannadal og Laugardal en ekki í Kvígindisdal þar sem verið væri að slátra upp af svæðinu. Meðhöndlun væri neyðarráðstöfun sem þjónaði ekki tilgangi sínum rétt fyrir slátrun. Athuganir leiddu í ljós að Salmosan virtist virka vel á kynþroska kvenlýs en ekki á önnur stig lúsarinnar og fjölgaði lirfum og hreyfanlegri lús mjög á næstu vikum. Í skýrslu þjónustudýralækna Arnarlax úr Laugardal í október sagði að staða heilbrigðis og velferðar á svæðinu væri alvarlegt og hefði borið brátt að. Fiskurinn hafði orðið fyrir miklum skaða af völdum lúsar og afföll væru há í hluta kvíanna. „Fiskurinn væri með sár á haus, tálknlokum og búk sem voru orðin sýkt með umhverfisbakteríum sem ollu blóðsýkingu, blæðingum og skertu jónajafnvægi. Sárin voru misalvarleg, frá yfirborðsskaða til blæðandi djúpra sára inn að höfuðkúpu. Niðurstöður vefjafræðirannsókna frá Keldum staðfestu að engin merki væri um alvarlegan smitsjúkdóm og því væri meginorsök dauða fiskanna vegna skaða eftir lús. Þjónustudýralæknar Arnarlax töldu að þar sem stór hluti fiskanna myndi drepast af sárum sínum á komandi dögum og vikum þá væri best að aflífa fiskinn eins fljótt og mögulegt væri m.t.t. velferðar,“ segir í skýrslu MAST. Matvælastofnun og Fiskisjúkdómanefnd lýstu á þessum tíma áhyggjum af ítrekaðri notkun lyfja gegn laxalúsinni og sögðu vísbendingar uppi um vaxandi ónæmi lúsarinnar. Benti Fiskisjúkdómanefnd á að það væri mikilvægt að rekstraraðilar leituðu allra leiða til að draga úr lúsasmitum. Kallað eftir samræmdum viðbrögðum og horf til lagasetningar Matvælastofnun segir ljóst að rekstraraðilar hefðu þurft að sýna meiri fyrirhyggju og eiga aukið samstarf. „Eftir að ástandið varð svona alvarlegt í Tálknafirði kom í ljós að samstarf milli rekstraraðila var ekki nægjanlegt og líta hefði þurft á firðina tvo sem heildstætt svæði og meðhöndla það sem slíkt. Þá hefði þurft að samræma lyfjaval við meðhöndlun og vinna markvisst saman að úrbótum á ástandinu. Rekstraraðilar þurfa að hafa samræmdar viðbragðsáætlanir og samnýta búnað og starfsfólk þegar upp koma krefjandi aðstæður sem þessar. Matvælastofnun bendir á að gagnlegt gæti verið að rekstraraðilar hefðu aðgang að auka starfsfólki, sem kalla mætti út þegar neyðarástand skapast í fiskeldi,“ segir í skýrslunni. Þar eru lagðar til nokkrar leiðir til úrbóta en horfir einnig til lagabreytinga. „Tilvonandi breytingar á löggjöf fela í sér áherslur um innra eftirlit með sníkjudýrum og markvissari talningu á lúsum. Jafnframt er gert ráð fyrir að sett verði upp punkta- og hvatningakerfi sem byggt er á niðurstöðum lúsatalninga og fjölda lyfjameðhöndlana. Einnig fela þessar breytingar í sér ítarlega tilkynningarskyldu og skráningar en jafnframt verða sett mörk þess efnis að ef álag vegna laxalúsar fer yfir tilgreind mörk þá geti Matvælastofnun farið fram á slátrun. Breyting á viðauka VI í reglugerð nr. 540/2020 hefur verið kynnt í samráðsgátt en hún felur í sér aukna tíðni og umfang talningar þar sem telja skal úr öllum kvíum í kvíastæði og a.m.k. 20 fiska í hverri kví.“
Matvælaframleiðsla Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Engin byggingarleyfi í höfn þvert á fullyrðingar Arctic Fish Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Þetta segir í svörum HMS við fyrirspurn fréttastofu en tilefnið eru ummæli sem höfð voru eftir framkvæmdastjóra Arctic Fish í Bæjarins besta um að leyfi væri í höfn. 22. febrúar 2024 06:22 Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00 Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. 30. janúar 2024 10:46 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Engin byggingarleyfi í höfn þvert á fullyrðingar Arctic Fish Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Þetta segir í svörum HMS við fyrirspurn fréttastofu en tilefnið eru ummæli sem höfð voru eftir framkvæmdastjóra Arctic Fish í Bæjarins besta um að leyfi væri í höfn. 22. febrúar 2024 06:22
Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00
Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. 30. janúar 2024 10:46