Innlent

Eldur kviknaði í fjöl­býli í Yrsufelli

Árni Sæberg skrifar
Frá vettvangi í Yrsufelli í morgun.
Frá vettvangi í Yrsufelli í morgun. Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í fjölbýli í Yrsufelli í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Tveir íbúar komu sér út úr íbúðinni af sjálfsdáðum og verða fluttir á sjúkrahús til skoðunar.

Þetta staðfestir Lár­us Stein­dór Björns­son, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá.

Hann segir að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins og nú sé unnið að reykræstingu. Töluvert hafi verið af reyk í íbúðinni.

Þá segir hann að ekkert sé vitað um upptök eldsins.

Uppfært 10:15: Samkvæmt upplýsingum frá vettvangsstjóra slökkviliðs voru þrír fluttir á slysadeild til skoðunar.

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×