Fótbolti

John O'Shea tekur tíma­bundið við írska lands­liðinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
John O'Shea var síðast til starfa hjá Birmingham City sem aðstoðarmaður Wayne Rooney.
John O'Shea var síðast til starfa hjá Birmingham City sem aðstoðarmaður Wayne Rooney. Gareth Copley/Getty Images

John O'Shea hefur verið ráðinn tímabundið til starfa sem aðalþjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann mun stýra liðinu í tveimur æfingaleikjum gegn Belgíu og Sviss. 

O'Shea var verið hluti af þjálfarateymi írska landsliðsins 2020–23. Fyrst til aðstoðar hjá u21 árs liðinu og svo sem aðstoðarþjálfari Stephen Kenny en hann stýrði aðalliðinu þar til í nóvember á síðasta ári. Írska knattspyrnusambandið leitar enn og hefur ekki fundið eftirmann Kenny.

Þegar þeir létu af störfum í nóvember fór O'Shea til Birmingham City og aðstoðaði Wayne Rooney, gamlan liðsfélaga hjá Manchester United. Þeim var báðum sagt upp störfum strax í janúar. 

Paddy McCarthy, sem var aðstoðarþjálfari Roy Hodgson hjá Crystal Palace, verður O'Shea til aðstoðar í leikjunum tveimur gegn Belgíu og Sviss. 

John O'Shea er fyrrum írskur landsliðsmaður sem lék lengst af á ferlinum með Manchester United, en einnig lengi vel með Sunderland. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×