Skoða að byggja nýja slökkvistöð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 15:51 Slökkvistöð Ísafjarðar er við Fjarðarstræti. Ísafjarðarbær Bæjarstjóri Ísafjarðar skoðar nú að reisa nýja slökkvistöð í bænum. Elsti hluti núverandi byggingar er 86 ára gömul og glíma slökkviliðsmenn við tíð lekavandamál þar vegna fjölþættra vandamála. Þetta kemur fram í bréfi sem Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, sendi bæjarráði í síðustu viku. Lekavandamál í gegnum árin Slökkvistöðin er staðsett við Fjarðarstræti og samanstendur af tveimur byggingum, sú fyrri byggð árið 1938 og seinni 1978. Samanlögð stærð húsnæðisins er 618 fermetrar. „Mannvirkið er hefðbundið staðsteypt mannvirki, á steyptum sökklum og með steyptri gólfplötu. Mannvirkið er einangrað að innan með plasteinangrun og múr utan á einangrun. Þakvirki samanstendur af þaksperrum, borðaklæðningu og báru. Núverandi mannvirki er farið að láta á sjá og það hafa verið tíð lekavandamál sem má rekja til fjölþættra vandamála,“ segir í bréfinu. Umrædd vandamál eru: Þakvirki í heild, frágangur og vinna við þak ábótavant Frágangur við glugga Sprungur í útveggjum Almennu viðhaldi ábótavant Safna regnvatni í fötur Þá er nauðsynlegt að gera töluverðar úrbætur í nokkrum rýmum vegna rakaskemmda en þar sem turn stöðvarinnar er lekur inn þegar það rignir og þarf að setja fötur þar á gólfið til að safna vatni. „Víða um mannvirkið eru ummerki um raka og eru skemmdir vel sjáanlegar. M.t.t.þ þá hefur skrifstofustarfsemi slökkvistöðvar verið flutt tímabundið úr slökkvistöð yfir í aðstöðu Regus. Einnig hefur slökkvitækjaþjónustan verið flutt í aðstöðu hafnarinnar,“ segir í bréfinu. Þrjár sviðsmyndir Hægt er að ráðast í bráðaviðgerðir en að mati Axels eru þær ekki til þess fallnar að leysa vandann til langs tíma. Hann lagði fram þrjár sviðsmyndir fyrir bæjarráð til að skoða. Þær eru: Valkostur 1: Að Ísafjarðarbær byggi nýja slökkvistöð sem staðsett yrði á Suðurtanga, Ísafirði. Áætlað fermetraverð er 460.000 m/vsk. Húsgerð yrði stálgrindarhús, klætt yleiningum á steyptum undirstöðum. 800 fm. hús myndi kosta 368 m.kr./m.vsk. 1000 fm. hús myndi kosta 460 m.kr./m.vsk Valkostur 2: Að Ísafjarðarbær auglýsi eftir leiguhúsnæði undir slökkvistöð sem uppfyllir allar kröfur til slíks mannvirkis. Leigutími getur verið bundinn til langs tíma og að sveitarfélagið hefði forkaupsrétt á húsinu. Áætlað leiguverð er á bilinu 1450-1550 kr/fm. sem er vísitölubundin. Miðað við 1000 fm. þá yrði kostnaður 1450 – 1550 þ.kr. + vsk. per mánuð. Að þessu sögðu þyrfti að skoða frekar með forkaupsrétt og með að áður greidd leiga gangi upp í kaupverð við kaup. Valkostur 3: Hefja viðgerðir á núverandi stöð í Fjarðarstræti. Nokkur óvissa er með kostnað og viðgerðir á húsnæðinu. Þar sem ástand er víða slæmt eftir áralangt viðhaldsleysi og jafnframt hefur mygla gert vart við sig víða. Mannvirkið uppfyllir ekki kröfur HMS sem gerðar eru til slökkvistöðvar í dag. Mögulegur kostnaður við viðgerðir eru 91.600.000 kr.- Þakvirki og klæðning 84 m.kr.- Neyðarviðgerðir í starfsmannaðstöðu og í turnrými áætlaður kostnaður um 7,6 m.kr.- Eins og staðan er með þakvirkið þá þyrfti helst að skipta um hluta af því áður en farið er í neyðarviðgerðir innanhúss. Að öðrum kosti fara hlutirnir í sama horfið á skömmum tíma. Bæjarráði hugnast best að flýta framkvæmdum við nýja slökkvistöð og mun bæjarstjóri vinna málið áfram með öðrum stofnunum innan bæjarins. Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, sendi bæjarráði í síðustu viku. Lekavandamál í gegnum árin Slökkvistöðin er staðsett við Fjarðarstræti og samanstendur af tveimur byggingum, sú fyrri byggð árið 1938 og seinni 1978. Samanlögð stærð húsnæðisins er 618 fermetrar. „Mannvirkið er hefðbundið staðsteypt mannvirki, á steyptum sökklum og með steyptri gólfplötu. Mannvirkið er einangrað að innan með plasteinangrun og múr utan á einangrun. Þakvirki samanstendur af þaksperrum, borðaklæðningu og báru. Núverandi mannvirki er farið að láta á sjá og það hafa verið tíð lekavandamál sem má rekja til fjölþættra vandamála,“ segir í bréfinu. Umrædd vandamál eru: Þakvirki í heild, frágangur og vinna við þak ábótavant Frágangur við glugga Sprungur í útveggjum Almennu viðhaldi ábótavant Safna regnvatni í fötur Þá er nauðsynlegt að gera töluverðar úrbætur í nokkrum rýmum vegna rakaskemmda en þar sem turn stöðvarinnar er lekur inn þegar það rignir og þarf að setja fötur þar á gólfið til að safna vatni. „Víða um mannvirkið eru ummerki um raka og eru skemmdir vel sjáanlegar. M.t.t.þ þá hefur skrifstofustarfsemi slökkvistöðvar verið flutt tímabundið úr slökkvistöð yfir í aðstöðu Regus. Einnig hefur slökkvitækjaþjónustan verið flutt í aðstöðu hafnarinnar,“ segir í bréfinu. Þrjár sviðsmyndir Hægt er að ráðast í bráðaviðgerðir en að mati Axels eru þær ekki til þess fallnar að leysa vandann til langs tíma. Hann lagði fram þrjár sviðsmyndir fyrir bæjarráð til að skoða. Þær eru: Valkostur 1: Að Ísafjarðarbær byggi nýja slökkvistöð sem staðsett yrði á Suðurtanga, Ísafirði. Áætlað fermetraverð er 460.000 m/vsk. Húsgerð yrði stálgrindarhús, klætt yleiningum á steyptum undirstöðum. 800 fm. hús myndi kosta 368 m.kr./m.vsk. 1000 fm. hús myndi kosta 460 m.kr./m.vsk Valkostur 2: Að Ísafjarðarbær auglýsi eftir leiguhúsnæði undir slökkvistöð sem uppfyllir allar kröfur til slíks mannvirkis. Leigutími getur verið bundinn til langs tíma og að sveitarfélagið hefði forkaupsrétt á húsinu. Áætlað leiguverð er á bilinu 1450-1550 kr/fm. sem er vísitölubundin. Miðað við 1000 fm. þá yrði kostnaður 1450 – 1550 þ.kr. + vsk. per mánuð. Að þessu sögðu þyrfti að skoða frekar með forkaupsrétt og með að áður greidd leiga gangi upp í kaupverð við kaup. Valkostur 3: Hefja viðgerðir á núverandi stöð í Fjarðarstræti. Nokkur óvissa er með kostnað og viðgerðir á húsnæðinu. Þar sem ástand er víða slæmt eftir áralangt viðhaldsleysi og jafnframt hefur mygla gert vart við sig víða. Mannvirkið uppfyllir ekki kröfur HMS sem gerðar eru til slökkvistöðvar í dag. Mögulegur kostnaður við viðgerðir eru 91.600.000 kr.- Þakvirki og klæðning 84 m.kr.- Neyðarviðgerðir í starfsmannaðstöðu og í turnrými áætlaður kostnaður um 7,6 m.kr.- Eins og staðan er með þakvirkið þá þyrfti helst að skipta um hluta af því áður en farið er í neyðarviðgerðir innanhúss. Að öðrum kosti fara hlutirnir í sama horfið á skömmum tíma. Bæjarráði hugnast best að flýta framkvæmdum við nýja slökkvistöð og mun bæjarstjóri vinna málið áfram með öðrum stofnunum innan bæjarins.
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira