Reiknar ekki með að sjá Gylfa aftur Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2024 14:12 Gylfi Þór Sigurðsson náði aðeins að spila sex leiki í búningi Lyngby. Getty/Lars Ronbog Nýi þjálfarinn hjá danska knattspyrnufélaginu Lyngby, sem tók við af Frey Alexanderssyni, segist ekki búast við því að þjálfa Gylfa Þór Sigurðsson hjá félaginu. Gylfi hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og fékk samningi sínum við Lyngby rift í janúar, til að geta sinnt endurhæfingu sinni á Spáni án þess að þiggja laun hjá danska félaginu á meðan. Norðmaðurinn Magne Hoseth tók við Lyngby í byrjun árs, eftir að Freyr var ráðinn til Kortrijk í Belgíu, og Hoseth segir við danska miðilinn Bold.dk að Gylfi sé ekki á leiðinni aftur til Danmerkur. „Nei, ég reikna ekki með að hann snúi aftur. Ef að það gerist þá verð ég mjög undrandi, á jákvæðan hátt,“ sagði Hoseth brosandi en hafði annars lítinn áhuga á að ræða um Gylfa. „Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hér í Lyngby. Hann er í endurhæfingu á Spáni og svo sjáum við til hvort hann kemur aftur eða ekki. Það er ekki eitthvað sem ég stjórna,“ sagði Hoseth sem kvaðst þó hafa rætt við Gylfa. „Já, en hann er nú ekki leikmaður sem er samningsbundinn okkur. Svo ég vel að einbeita mér að þeim 27 leikmönnum sem ég hef hérna,“ sagði Hoseth. Gylfi, sem er 34 ára, náði aðeins að spila sex leiki fyrir Lyngby en skoraði tvö mörk. Hann kom til félagsins í fyrra og sneri þá aftur í fótboltann eftir tveggja ára hlé í kjölfar handtöku vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi. Gylfi náði einnig að spila tvo A-landsleiki síðasta haust, þar sem hann skoraði tvö mörk og bætti markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Afar ólíklegt er hins vegar að hann geti verið með í næsta landsleik, gegn Ísrael 21. mars í umspili um sæti á EM. Danski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Gylfi hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og fékk samningi sínum við Lyngby rift í janúar, til að geta sinnt endurhæfingu sinni á Spáni án þess að þiggja laun hjá danska félaginu á meðan. Norðmaðurinn Magne Hoseth tók við Lyngby í byrjun árs, eftir að Freyr var ráðinn til Kortrijk í Belgíu, og Hoseth segir við danska miðilinn Bold.dk að Gylfi sé ekki á leiðinni aftur til Danmerkur. „Nei, ég reikna ekki með að hann snúi aftur. Ef að það gerist þá verð ég mjög undrandi, á jákvæðan hátt,“ sagði Hoseth brosandi en hafði annars lítinn áhuga á að ræða um Gylfa. „Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hér í Lyngby. Hann er í endurhæfingu á Spáni og svo sjáum við til hvort hann kemur aftur eða ekki. Það er ekki eitthvað sem ég stjórna,“ sagði Hoseth sem kvaðst þó hafa rætt við Gylfa. „Já, en hann er nú ekki leikmaður sem er samningsbundinn okkur. Svo ég vel að einbeita mér að þeim 27 leikmönnum sem ég hef hérna,“ sagði Hoseth. Gylfi, sem er 34 ára, náði aðeins að spila sex leiki fyrir Lyngby en skoraði tvö mörk. Hann kom til félagsins í fyrra og sneri þá aftur í fótboltann eftir tveggja ára hlé í kjölfar handtöku vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi. Gylfi náði einnig að spila tvo A-landsleiki síðasta haust, þar sem hann skoraði tvö mörk og bætti markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Afar ólíklegt er hins vegar að hann geti verið með í næsta landsleik, gegn Ísrael 21. mars í umspili um sæti á EM.
Danski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira