Guðjón greindist með Parkinson Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2024 09:06 Guðjón Þórðarson hefur markað djúp spor í knattspyrnusögu Íslands. Mynd/Daníel Guðjón Þórðarson, einn farsælasti knattspyrnuþjálfari Íslands frá upphafi, greindist með taugasjúkdóminn Parkinson í byrjun ágúst á síðasta ári. Guðjón, sem er 68 ára gamall, greindi frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir heilsutapið mikið en að eina leiðin fyrir sig sé að berjast áfram og takast á við sjúkdóminn, meðal annars með sem mestri hreyfingu. „Það eru margir sem hafa það verra en ég en manni bregður við þegar maður tapar miklu af heilsunni. Ég greindist með Parkinson og er að glíma við það. Það hefur sjálfsagt verið búið að þróast í einhvern tíma áður, en maður hefur farið á þrjóskunni framhjá því og ætlað að hrista þetta af sér. En það var ekki hægt í þessu tilfelli. Þetta er fylgifiskur í dag og maður verður að læra að lifa með því,“ segir Guðjón. Hann var í golfi á Akranesi þegar hann tók loks ákvörðun um að hann yrði að fá greiningu á heilsu sinni. „Lá við að ég kæmist ekki heim“ „Ég breytist í göngulagi og breytist í orku. Ég var á golfvellinum á Skaganum, bjó rétt hjá, og var orðinn alveg orkulaus. Ég staulaðist heim og það lá við að ég kæmist ekki heim. Maður var að bogna saman. Þá fór ég til læknis og fannst þetta ekki geta verið eðlilegt,“ segir Guðjón sem í vikunni var sæmdur gullmerki ÍA. Guðjón beið í fjóra mánuði eftir því að komast til sérfræðings til að fá endanlega greiningu. Hann segir helstu einkennin vera verki og orkuleysi. Eina leiðin að halda áfram og berjast við þennan vágest „Ég er á lyfjum og það hjálpar manni mikið. En það koma dagar sem eru slæmir. Dagarnir eru mismunandi. En það er ekkert við því að gera og það verður bara að halda áfram. Þetta var nú ekki í uppáhaldi. Ég ætlaði nú að lækka forgjöfina aftur. Hafði komist niður í 10,1 og ætlaði að ná mér niður aftur. En það verður að bíða betri tíma,“ segir Guðjón. „Eina leiðin er að halda áfram og berjast við þennan vágest. Það er lítið vitað um það af hverju þetta gerist en það virðist vera þannig að eftir því sem að þú hreyfir þig meira þá líður þér betur. Það eru hlutir sem að maður gerði án þess að spá í það, vippaði hlutum til og frá og bar þá milli staða. Svo bara allt í einu ertu lufsa. Það er ekki alveg fyrir mann að lifa með því. Stærsta áskorunin er að sætta sig við stöðuna og reyna að gera það besta úr henni,“ segir Guðjón. Guðjón Þórðarson náði stórkostlegum árangri með ÍA og fær hér flugferð frá lærisveinum sínum.Mynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson (ÞÖK) Margfaldur meistari Guðjón er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍA, bæði sem leikmaður og þjálfari. Alls hefur hann hjálpað Skagamönnum að vinna átta Íslandsmeistaratitla og sjö bikarmeistaratitla sem annað hvort leikmaður eða þjálfari. Hann stýrði KA til síns fyrsta og eina Íslandsmeistaratitils árið 1989 og gerði KR tvívegis að bikarmeisturum. Hann tók við íslenska landsliðinu árið 1997 og stýrði því í tvö ár með afar farsælum hætti, og tók svo við Stoke á Englandi. Erlendis þjálfaði hann aðallega á Englandi en einnig í Noregi og Færeyjum. Hann þjálfaði síðast Víking Ólafsvík en hætti með liðið 2022. Guðjón Þórðarson lauk tíma sínum hjá Stoke á því að stýra liðinu upp úr ensku C-deildinni, með sigri gegn Brentford í úrslitaleik umspils vorið 2002.Getty/Neal Simpson Guðjón er leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild með 213 leiki. Hann stýrði liðinu líka í 102 leikjum í efstu deild. Alls kom hann því að 315 leikjum Skagamanna í deild þeirra bestu. Guðjón varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu sem leikmaður, fyrst 1974 og síðast 1984. Hann var leikmaður liðsins sem vann tvöfalt tvö sumur í röð 1983-1984. Guðjón var maðurinn á bak við sigurgöngu liðsins á tíunda áratug síðustu aldar. Hann tók við liðinu eftir fall úr efstu deild 1990. Skagamenn unnu 1. deildina 1991 og urðu svo Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992. Árið eftir vann ÍA síðan tvöfalt og er almennt talið besta lið sem hefur spilað á Íslandi. Fótbolti ÍA Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Guðjón, sem er 68 ára gamall, greindi frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir heilsutapið mikið en að eina leiðin fyrir sig sé að berjast áfram og takast á við sjúkdóminn, meðal annars með sem mestri hreyfingu. „Það eru margir sem hafa það verra en ég en manni bregður við þegar maður tapar miklu af heilsunni. Ég greindist með Parkinson og er að glíma við það. Það hefur sjálfsagt verið búið að þróast í einhvern tíma áður, en maður hefur farið á þrjóskunni framhjá því og ætlað að hrista þetta af sér. En það var ekki hægt í þessu tilfelli. Þetta er fylgifiskur í dag og maður verður að læra að lifa með því,“ segir Guðjón. Hann var í golfi á Akranesi þegar hann tók loks ákvörðun um að hann yrði að fá greiningu á heilsu sinni. „Lá við að ég kæmist ekki heim“ „Ég breytist í göngulagi og breytist í orku. Ég var á golfvellinum á Skaganum, bjó rétt hjá, og var orðinn alveg orkulaus. Ég staulaðist heim og það lá við að ég kæmist ekki heim. Maður var að bogna saman. Þá fór ég til læknis og fannst þetta ekki geta verið eðlilegt,“ segir Guðjón sem í vikunni var sæmdur gullmerki ÍA. Guðjón beið í fjóra mánuði eftir því að komast til sérfræðings til að fá endanlega greiningu. Hann segir helstu einkennin vera verki og orkuleysi. Eina leiðin að halda áfram og berjast við þennan vágest „Ég er á lyfjum og það hjálpar manni mikið. En það koma dagar sem eru slæmir. Dagarnir eru mismunandi. En það er ekkert við því að gera og það verður bara að halda áfram. Þetta var nú ekki í uppáhaldi. Ég ætlaði nú að lækka forgjöfina aftur. Hafði komist niður í 10,1 og ætlaði að ná mér niður aftur. En það verður að bíða betri tíma,“ segir Guðjón. „Eina leiðin er að halda áfram og berjast við þennan vágest. Það er lítið vitað um það af hverju þetta gerist en það virðist vera þannig að eftir því sem að þú hreyfir þig meira þá líður þér betur. Það eru hlutir sem að maður gerði án þess að spá í það, vippaði hlutum til og frá og bar þá milli staða. Svo bara allt í einu ertu lufsa. Það er ekki alveg fyrir mann að lifa með því. Stærsta áskorunin er að sætta sig við stöðuna og reyna að gera það besta úr henni,“ segir Guðjón. Guðjón Þórðarson náði stórkostlegum árangri með ÍA og fær hér flugferð frá lærisveinum sínum.Mynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson (ÞÖK) Margfaldur meistari Guðjón er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍA, bæði sem leikmaður og þjálfari. Alls hefur hann hjálpað Skagamönnum að vinna átta Íslandsmeistaratitla og sjö bikarmeistaratitla sem annað hvort leikmaður eða þjálfari. Hann stýrði KA til síns fyrsta og eina Íslandsmeistaratitils árið 1989 og gerði KR tvívegis að bikarmeisturum. Hann tók við íslenska landsliðinu árið 1997 og stýrði því í tvö ár með afar farsælum hætti, og tók svo við Stoke á Englandi. Erlendis þjálfaði hann aðallega á Englandi en einnig í Noregi og Færeyjum. Hann þjálfaði síðast Víking Ólafsvík en hætti með liðið 2022. Guðjón Þórðarson lauk tíma sínum hjá Stoke á því að stýra liðinu upp úr ensku C-deildinni, með sigri gegn Brentford í úrslitaleik umspils vorið 2002.Getty/Neal Simpson Guðjón er leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild með 213 leiki. Hann stýrði liðinu líka í 102 leikjum í efstu deild. Alls kom hann því að 315 leikjum Skagamanna í deild þeirra bestu. Guðjón varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu sem leikmaður, fyrst 1974 og síðast 1984. Hann var leikmaður liðsins sem vann tvöfalt tvö sumur í röð 1983-1984. Guðjón var maðurinn á bak við sigurgöngu liðsins á tíunda áratug síðustu aldar. Hann tók við liðinu eftir fall úr efstu deild 1990. Skagamenn unnu 1. deildina 1991 og urðu svo Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992. Árið eftir vann ÍA síðan tvöfalt og er almennt talið besta lið sem hefur spilað á Íslandi.
Fótbolti ÍA Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira