„Um leið og við jöfnuðum vissi ég að við værum að fara að vinna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 23:31 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var eðlilega kampakát í leikslok. Vísir/Hulda Margrét „Ég mydi segja að við unnum baráttuna í dag, fyrst og fremst,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í dag. „Það var mikið af seinni boltum, út af vindi og örðu, og við unnum þá baráttu í dag og algjört hrós á miðjuna okkar sérstaklega sem unnu bolta eftir bolta. Fyrst og fremst það, en líka trúin á að þetta kæmi að lokum og það gerði það verðskuldað,“ sagði Glódís. Þrátt fyrir sigurinn er ekki hægt að segja að íslenska liðið hafi fengið draumabyrjun á leiknum, en Serbar tóku forystuna strax á sjöttu mínútu. „Þetta voru bara mistök hjá okkur, en svona gerist. Þetta er augnablik þar sem við erum að reyna að spila okkur upp í gegnum miðjuna og svona getur gerst þegar við erum að reyna það og það er það sem fólk er að kalla eftir. Það er ekki hægt að afhausa leikmenn sem eru að reyna það.“ „En mér fannst við svara þessu gríðarlega vel. Mér fannst við verða betri eftir að við fáum á okkur markið og ég er bara gríðarlega ánægð með sigurinn.“ Þá segir Glódís að uppspil liðsins hafi á köflum mátt ganga betur. „Það gekk bara misvel. Það gekk best þegar við vorum að ná að tengja inn í miðjuna og skipta á milli kanta og það hefði örugglega getað gert það miklu oftar. Pressan þeirra var oft og tíðum góð, en oft og tíðum vorum við að fara inn í svæðin sem þær voru að beina okkur í. Þá voru þær að vinna boltana, en það voru mörg góða augnablik og ég held að það sé margt sem við getum tekið með okkur úr uppspilinu úr þessum leik. En við verðum svo að yfirfæra það á seinasta þriðjunginn og vera enn þá hættulegri fyrir framan markið.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það hefði auðvitað ekki verið gott að fá á okkur mark þarna, en við vorum svolítið að sækja og þetta er augnablik þar sem við erum ekki í góðum balance og vorum ekki klárar í skyndisóknina. Það er eitthvað sem við verðum að taka með okkur. Á móti betri liðum hefðum við mögulega fengið á okkur mark. Þetta eitthvað sem mun pottþétt koma á klippum fyrir næstu verkefni.“ Fyrirliðinn segir einnig að leikurinn hafi breyst eftir að íslenska liðið náði loksins að jafna metin. „Mér fannst leikurinn aðeins breytast. Eftir að við skorum þá fara þær aðeins að sækja meira og skilja fleiri leikmenn eftir uppi hátt á vellinum. Ég held að þær komist í aðeins fleiri hálffæri og einhverja sénsa, skiljanlega því þær náttúrulega vilja vinna leikinn alveg eins og við. En á móti þá opnast líka fleiri svæði fyrir okkur að sækja í. En um leið og við jöfnuðum metin þá vissi ég að við værum að fara að vinna. Við vorum með mómentið með okkur og vindinn í bakið og ég er bara gríðarlega ánægð fyrir Bryndísi að hafa getað skorað þetta mark.“ Eins og svo oft áður þegar knattspyrna er spiluð á Íslandi setti veðrið þó svip sinn á leikinn. „Þetta voru náttúrulega bara allar árstíðir sem komu í þessum leik,“ sagði Glódís og hló. „Auðvitað var þetta sérstakt, en við vorum heppnar og unnum uppkastið og gátum þá byrjað á móti vindi þannig að við hefðum meðvindinn í seinni hálfleik. Það er ákveðin heppni líka að við höfum náð að vinna það af því að það skipti máli í þessum leik.“ „Maður fann það alveg að fyrri hálfleikur var erfiðari. Það var erfiðara að hreinsa boltanum og það var erfiðara að tengja á milli, en gott að vera með meðvind þegar við þurftum mark,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Serbum Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
„Það var mikið af seinni boltum, út af vindi og örðu, og við unnum þá baráttu í dag og algjört hrós á miðjuna okkar sérstaklega sem unnu bolta eftir bolta. Fyrst og fremst það, en líka trúin á að þetta kæmi að lokum og það gerði það verðskuldað,“ sagði Glódís. Þrátt fyrir sigurinn er ekki hægt að segja að íslenska liðið hafi fengið draumabyrjun á leiknum, en Serbar tóku forystuna strax á sjöttu mínútu. „Þetta voru bara mistök hjá okkur, en svona gerist. Þetta er augnablik þar sem við erum að reyna að spila okkur upp í gegnum miðjuna og svona getur gerst þegar við erum að reyna það og það er það sem fólk er að kalla eftir. Það er ekki hægt að afhausa leikmenn sem eru að reyna það.“ „En mér fannst við svara þessu gríðarlega vel. Mér fannst við verða betri eftir að við fáum á okkur markið og ég er bara gríðarlega ánægð með sigurinn.“ Þá segir Glódís að uppspil liðsins hafi á köflum mátt ganga betur. „Það gekk bara misvel. Það gekk best þegar við vorum að ná að tengja inn í miðjuna og skipta á milli kanta og það hefði örugglega getað gert það miklu oftar. Pressan þeirra var oft og tíðum góð, en oft og tíðum vorum við að fara inn í svæðin sem þær voru að beina okkur í. Þá voru þær að vinna boltana, en það voru mörg góða augnablik og ég held að það sé margt sem við getum tekið með okkur úr uppspilinu úr þessum leik. En við verðum svo að yfirfæra það á seinasta þriðjunginn og vera enn þá hættulegri fyrir framan markið.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það hefði auðvitað ekki verið gott að fá á okkur mark þarna, en við vorum svolítið að sækja og þetta er augnablik þar sem við erum ekki í góðum balance og vorum ekki klárar í skyndisóknina. Það er eitthvað sem við verðum að taka með okkur. Á móti betri liðum hefðum við mögulega fengið á okkur mark. Þetta eitthvað sem mun pottþétt koma á klippum fyrir næstu verkefni.“ Fyrirliðinn segir einnig að leikurinn hafi breyst eftir að íslenska liðið náði loksins að jafna metin. „Mér fannst leikurinn aðeins breytast. Eftir að við skorum þá fara þær aðeins að sækja meira og skilja fleiri leikmenn eftir uppi hátt á vellinum. Ég held að þær komist í aðeins fleiri hálffæri og einhverja sénsa, skiljanlega því þær náttúrulega vilja vinna leikinn alveg eins og við. En á móti þá opnast líka fleiri svæði fyrir okkur að sækja í. En um leið og við jöfnuðum metin þá vissi ég að við værum að fara að vinna. Við vorum með mómentið með okkur og vindinn í bakið og ég er bara gríðarlega ánægð fyrir Bryndísi að hafa getað skorað þetta mark.“ Eins og svo oft áður þegar knattspyrna er spiluð á Íslandi setti veðrið þó svip sinn á leikinn. „Þetta voru náttúrulega bara allar árstíðir sem komu í þessum leik,“ sagði Glódís og hló. „Auðvitað var þetta sérstakt, en við vorum heppnar og unnum uppkastið og gátum þá byrjað á móti vindi þannig að við hefðum meðvindinn í seinni hálfleik. Það er ákveðin heppni líka að við höfum náð að vinna það af því að það skipti máli í þessum leik.“ „Maður fann það alveg að fyrri hálfleikur var erfiðari. Það var erfiðara að hreinsa boltanum og það var erfiðara að tengja á milli, en gott að vera með meðvind þegar við þurftum mark,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Serbum
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira