Innlent

Svona hljómuðu viðvörunarflauturnar í Grinda­vík

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Grindavík.
Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm

Almannavarnir prófuðu viðvörunarflautur sínar í Grindavík og við Bláa lónið í gærkvöldi klukkan 22:00.

Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum sem barst fjölmiðlum í gær að flauturnar myndu hljóma í eina mínútu. Myndu þær hljóma lengur væri um raunverulega vá að ræða.

Flauturnar voru meðal annars notaðar þegar gos hófst við Grindavík þann 8. febrúar síðastliðinn. Myndband af því þegar flauturnar fóru af stað við Bláa lónið vakti mikla athygli. Fram kemur í frétt Víkurfréttar sem birtir myndband af lúðrunum að þeir hafi heyrst langar leiðir.

Lúðurinn í Grindavík er staðsettur á íþróttahúsi bæjarins. Segja Víkurfréttir frá því að vilji sé fyrir hendi hjá almannavörnum til þess að setja upp annan viðvörunarlúður í bænum til að tryggja að til þeirra heyrist örugglega.


Tengdar fréttir

„Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“

„Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara.

Viðbragðslúðrar ómuðu við Svartsengi

„Við vitum að eldgosið hófst þarna um sex leytið og við vitum að það er á svipuðum stað og eldgosið sem hófst 18. desember og við vitum að þetta er alveg bara, við þekkjum þetta,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×