Gjaldþrota veitingamaður mátti ekki borga þrjátíu kúlur fyrir kókið Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2024 11:58 Málið varðar kaup fyrri rekstraraðila Hressingarskálans af innflytjanda kóks á Íslandi. Vísir/Vilhelm Greiðslu gjaldþrota veitingamanns til Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf. upp á tæplega þrjátíu milljónir króna hefur verið rift af Landsrétti. Maðurinn nýtti fjármuni frá gjaldþrota fyrirtæki sínu til þess að greiða skuld sem hann hafði gengið í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, af öllum kröfum þrotabús mannsins. Í dóminum hafa nafn mannsins og nöfn tengdra félaga verið afmáð að einu undandskildu. Félagið Hressingarskálinn ehf. er talið upp sem eitt fjögurra félaga í eigu mannsins. Eigandi þess félags og tengds rekstrar var Einar Sturla Möinichen, stórtækur veitingamaður til áratuga. CCEP hefði mátt vita af fjárhagskröggum Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Greiðslan hafi því á ótilhlýðilegan hátt verið til hagsbóta fyrir CCEP á kostnað annarra kröfuhafa og leitt til þess að þrotamaður hafði minni eignir til fullnustu krafna annarra kröfuhafa. Þá er rakið að Einar Sturla hafi átt í áralöngum viðskiptum við CCEP vegna atvinnureksturs síns og staðið í miklum persónulegum ábyrgðum gagnvart félaginu vegna viðskiptanna. CCEP hafi verið kunnugt um mikla erfiðleika í rekstri Einars Sturlu og að félag hans hefði að mestu látið af starfsemi. CCEP hefði því mátt vita að tekjur Einar Sturlu af atvinnurekstrinum væru litlar. Færði slotið yfir á sambýliskonuna Jafnframt hafi legið fyrir að Einar Sturla hafði nokkru áður greitt 9.000.000 króna viðskiptaskuld til CCEP vegna annars félags í hans eigu, einnig á grundvelli sjálfskuldaraábyrgðar. Þar sem CCEP hafi búið yfir vitneskju um framangreind atriði hafi félaginu borið að kanna stöðu Einars Sturlu áður en félagið tók við hárri greiðslu úr hendi hans. Þrátt fyrir að hann hefði ekki verið á vanskilaskrá þegar hann innti greiðsluna af hendi hafi legið fyrir samkvæmt opinberum gögnum að hann var með öllu eignalaus og þá hefði hann nokkru áður ráðstafað verðmætustu eign sinni til sambýliskonu sinnar. Sú eign er glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ, sem var nýverið skráð á sölu fyrir litlar 275 milljónir króna. Því var talið að CCEP hefði mátt vita um ógjaldfærni Einars Sturlu og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfun hans var ótilhlýðileg. Krafa þrotabúsins um riftun greiðslunnar hafi því verið tekin til greina og CCEP dæmt til að greiða þrotabúinu 29.33.919 krónur með tilgreindum vöxtum. Þá var CCEP gert að greiða þrotabúinu 2,8 milljónir króna í málskostnað. Gjaldþrot Veitingastaðir Dómsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, af öllum kröfum þrotabús mannsins. Í dóminum hafa nafn mannsins og nöfn tengdra félaga verið afmáð að einu undandskildu. Félagið Hressingarskálinn ehf. er talið upp sem eitt fjögurra félaga í eigu mannsins. Eigandi þess félags og tengds rekstrar var Einar Sturla Möinichen, stórtækur veitingamaður til áratuga. CCEP hefði mátt vita af fjárhagskröggum Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Greiðslan hafi því á ótilhlýðilegan hátt verið til hagsbóta fyrir CCEP á kostnað annarra kröfuhafa og leitt til þess að þrotamaður hafði minni eignir til fullnustu krafna annarra kröfuhafa. Þá er rakið að Einar Sturla hafi átt í áralöngum viðskiptum við CCEP vegna atvinnureksturs síns og staðið í miklum persónulegum ábyrgðum gagnvart félaginu vegna viðskiptanna. CCEP hafi verið kunnugt um mikla erfiðleika í rekstri Einars Sturlu og að félag hans hefði að mestu látið af starfsemi. CCEP hefði því mátt vita að tekjur Einar Sturlu af atvinnurekstrinum væru litlar. Færði slotið yfir á sambýliskonuna Jafnframt hafi legið fyrir að Einar Sturla hafði nokkru áður greitt 9.000.000 króna viðskiptaskuld til CCEP vegna annars félags í hans eigu, einnig á grundvelli sjálfskuldaraábyrgðar. Þar sem CCEP hafi búið yfir vitneskju um framangreind atriði hafi félaginu borið að kanna stöðu Einars Sturlu áður en félagið tók við hárri greiðslu úr hendi hans. Þrátt fyrir að hann hefði ekki verið á vanskilaskrá þegar hann innti greiðsluna af hendi hafi legið fyrir samkvæmt opinberum gögnum að hann var með öllu eignalaus og þá hefði hann nokkru áður ráðstafað verðmætustu eign sinni til sambýliskonu sinnar. Sú eign er glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ, sem var nýverið skráð á sölu fyrir litlar 275 milljónir króna. Því var talið að CCEP hefði mátt vita um ógjaldfærni Einars Sturlu og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfun hans var ótilhlýðileg. Krafa þrotabúsins um riftun greiðslunnar hafi því verið tekin til greina og CCEP dæmt til að greiða þrotabúinu 29.33.919 krónur með tilgreindum vöxtum. Þá var CCEP gert að greiða þrotabúinu 2,8 milljónir króna í málskostnað.
Gjaldþrot Veitingastaðir Dómsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira