Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2024 16:57 Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Íslands. vísir/Diego Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og liðin tóku sér nokkrar mínútur í að þreifa fyrir sér og koma sér í gang. Serbneska liðið var fyrra til að finna taktinn og ógnaði íslenska markinu í nokkur skipti áður en liðið fékk hornspyrnu á 19. mínútu. Eins og fyrr í leiknum tók Tijana Filipovic stutt horn og eftir snöggt þríhyrningsspil fékk hún boltann aftur vinstra megin í teignum þar sem hún lét vaða. Hnitmiðað skot og boltinn datt undir slána og í netið, staðan orðin 1-0, Serbum í vil. Íslensku stelpurnar virtust vakna til lífsins við markið og náðu að skapa sér nokkrar góðar stöður næstu mínútur. Ein slík kom aðeins fimm mínútum eftir að Serbar komust yfir þegar Sveindís Jane Jónsdóttir tók langt innkast og eftir stuttan darraðardans náði Alexandra Jóhannsdóttir að ýta boltanum yfir línuna og jafna metin fyrir Ísland. Íslenska liðið hélt áfram að sækja næstu mínútur, en leikurinn náði þó fljótlega jafnvægi á ný og liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 1-1. Serbneska liðið kom svo betur út úr hálfleikshléinu og skapaði sér nokkur hálffæri á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Íslensku stelpurnar stóðu áhlaupið þó af sér og komu sér hægt og bítandi aftur inn í leikinn. Aftur náðu Serbar þó góðum tökum á leiknum og íslenska liðið átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum upp völlinn. Besta færi heimakvenna kom svo þegar um 25 mínútur voru til leiksloka þegar Jovana Damnjanovic skallaði hornspyrnu Jelena Cankovic í þverslána. Íslenska liðið fékk svo gott tækifæri til að sækja til sigurs síðustu mínúturnar þegar Dina Blagojevic fékk að líta sitt annað gula spjald í liði Serba og þar með rautt. Enn voru sjö mínútur eftir af venjulegum leiktíma og nægur tími fyrir íslenska liðið til að valda usla. Íslensku stelpurnar sóttu stíft síðustu mínútur leiksins en tókst ekki að skapa sér opin marktækifæri. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og staðan í einvíginu er jöfn fyrir seinni leik liðanna sem fram fer hér á Íslandi næstkomandi þriðjudag. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og liðin tóku sér nokkrar mínútur í að þreifa fyrir sér og koma sér í gang. Serbneska liðið var fyrra til að finna taktinn og ógnaði íslenska markinu í nokkur skipti áður en liðið fékk hornspyrnu á 19. mínútu. Eins og fyrr í leiknum tók Tijana Filipovic stutt horn og eftir snöggt þríhyrningsspil fékk hún boltann aftur vinstra megin í teignum þar sem hún lét vaða. Hnitmiðað skot og boltinn datt undir slána og í netið, staðan orðin 1-0, Serbum í vil. Íslensku stelpurnar virtust vakna til lífsins við markið og náðu að skapa sér nokkrar góðar stöður næstu mínútur. Ein slík kom aðeins fimm mínútum eftir að Serbar komust yfir þegar Sveindís Jane Jónsdóttir tók langt innkast og eftir stuttan darraðardans náði Alexandra Jóhannsdóttir að ýta boltanum yfir línuna og jafna metin fyrir Ísland. Íslenska liðið hélt áfram að sækja næstu mínútur, en leikurinn náði þó fljótlega jafnvægi á ný og liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 1-1. Serbneska liðið kom svo betur út úr hálfleikshléinu og skapaði sér nokkur hálffæri á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Íslensku stelpurnar stóðu áhlaupið þó af sér og komu sér hægt og bítandi aftur inn í leikinn. Aftur náðu Serbar þó góðum tökum á leiknum og íslenska liðið átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum upp völlinn. Besta færi heimakvenna kom svo þegar um 25 mínútur voru til leiksloka þegar Jovana Damnjanovic skallaði hornspyrnu Jelena Cankovic í þverslána. Íslenska liðið fékk svo gott tækifæri til að sækja til sigurs síðustu mínúturnar þegar Dina Blagojevic fékk að líta sitt annað gula spjald í liði Serba og þar með rautt. Enn voru sjö mínútur eftir af venjulegum leiktíma og nægur tími fyrir íslenska liðið til að valda usla. Íslensku stelpurnar sóttu stíft síðustu mínútur leiksins en tókst ekki að skapa sér opin marktækifæri. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og staðan í einvíginu er jöfn fyrir seinni leik liðanna sem fram fer hér á Íslandi næstkomandi þriðjudag.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti