Birti nöfn banamanna og hlaut þyngri dóm en þeir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2024 18:24 Mörgum Belgum þótti dómur banamannanna of vægur. Getty/Charles M Vella Flæmskur maður á þrítugsaldri hlaut í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að birta nöfn og myndir nemenda sem báru ábyrgð á dauða annars nemenda í grófri busun. Árið 2018 lést hinn tvítugi Sanda Dia vegna líffærabilunar eftir að hann hafði verið látinn drekka mikið magn lýsis og áfengis og látinn standa úti í frosti ásamt öðrum liðum grófrar busavígslunnar í hið flæmska Reuzegombræðralag í Háskólanum í Leuven í Belgíu. Samkvæmt réttarmeinafræðingi var megin dánarorsök mikið saltmagn lýsisins sem Sanda var látinn drekka. Hann var af senegölskum ættum og þótti mörgum Belgum málið tengjast kynþætti hans. Sluppu með samfélagsþjónustu og lága sekt Hinn 24 ára Nathan Vandergunst sem gengur undir nafninu Acid í netheimum birti myndband á YouTube þar sem hann nafngreindi þá sem báru ábyrgð á andláti Sandas en þeir voru dæmdir til samfélagsþjónustu og aldrei nafnbirtir. Í myndbandi birti hann einnig myndir af þeim. Honum verður einnig gert að greiða foreldrum einna þeirra nafngreindu tæpar þrjár milljónir króna vegna skaða sem veitingarekstur þeirra hefur orðið fyrir sökum nafnbirtinganna. Nathan var dæmdur fyrir áreitni, brot á friðhelgi einkalífs og ærumeiðingu. Nathan segist hafa tekið málin í eigin hendur þegar nöfn banamannanna voru ekki birt opinberlega og gerði þá téð myndband. Hins vegar birtist þar nafn nemenda sem tók ekki þátt í busavígsluninni og varð í kjölfarið fyrir miklu áreiti. Veitingastaður foreldra þessa nemenda hafi fengið holskeflu af lélegum dómum og gabbbókunum og þau kröfðust því skaðabóta. Nemandinn sjálfur krafðist ekki nema einnar táknrænnar evru. Sjái ekki eftir neinu Hollenski miðillinn RTL greinir frá því að úrskurðurinn hafi komið Nathan í uppnám en að hann væri stoltur af verknaðinum. „Það er áfall að heyra dómarann segja: „Þriggja mánaða fangelsi,“ jafnvel þó að það sé skilorðsbundið. Þetta verður á sakaskránni minni en það sama er ekki að segja um Reuzegommerana,“ segir Nathan. Reuzegommer er meðlimur bræðralagsins sem vígt var í þegar harmleikurinn átti sér stað. Hann segist samt sem áður munu halda ótrauður áfram og að hann sjái ekki eftir birtingunni. Hann ætli sér ekki að áfrýja dómnum og hyggi á að halda áfram að gera myndbönd. Belgía Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Árið 2018 lést hinn tvítugi Sanda Dia vegna líffærabilunar eftir að hann hafði verið látinn drekka mikið magn lýsis og áfengis og látinn standa úti í frosti ásamt öðrum liðum grófrar busavígslunnar í hið flæmska Reuzegombræðralag í Háskólanum í Leuven í Belgíu. Samkvæmt réttarmeinafræðingi var megin dánarorsök mikið saltmagn lýsisins sem Sanda var látinn drekka. Hann var af senegölskum ættum og þótti mörgum Belgum málið tengjast kynþætti hans. Sluppu með samfélagsþjónustu og lága sekt Hinn 24 ára Nathan Vandergunst sem gengur undir nafninu Acid í netheimum birti myndband á YouTube þar sem hann nafngreindi þá sem báru ábyrgð á andláti Sandas en þeir voru dæmdir til samfélagsþjónustu og aldrei nafnbirtir. Í myndbandi birti hann einnig myndir af þeim. Honum verður einnig gert að greiða foreldrum einna þeirra nafngreindu tæpar þrjár milljónir króna vegna skaða sem veitingarekstur þeirra hefur orðið fyrir sökum nafnbirtinganna. Nathan var dæmdur fyrir áreitni, brot á friðhelgi einkalífs og ærumeiðingu. Nathan segist hafa tekið málin í eigin hendur þegar nöfn banamannanna voru ekki birt opinberlega og gerði þá téð myndband. Hins vegar birtist þar nafn nemenda sem tók ekki þátt í busavígsluninni og varð í kjölfarið fyrir miklu áreiti. Veitingastaður foreldra þessa nemenda hafi fengið holskeflu af lélegum dómum og gabbbókunum og þau kröfðust því skaðabóta. Nemandinn sjálfur krafðist ekki nema einnar táknrænnar evru. Sjái ekki eftir neinu Hollenski miðillinn RTL greinir frá því að úrskurðurinn hafi komið Nathan í uppnám en að hann væri stoltur af verknaðinum. „Það er áfall að heyra dómarann segja: „Þriggja mánaða fangelsi,“ jafnvel þó að það sé skilorðsbundið. Þetta verður á sakaskránni minni en það sama er ekki að segja um Reuzegommerana,“ segir Nathan. Reuzegommer er meðlimur bræðralagsins sem vígt var í þegar harmleikurinn átti sér stað. Hann segist samt sem áður munu halda ótrauður áfram og að hann sjái ekki eftir birtingunni. Hann ætli sér ekki að áfrýja dómnum og hyggi á að halda áfram að gera myndbönd.
Belgía Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira