Loksins landað í Grindavík: „Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. febrúar 2024 14:47 Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri var eðli málsins samkvæmt í skýjunum með það að vera kominn aftur í Grindavíkurhöfn. Vísir/Lillý Mikið líf var í Grindavíkurhöfn í hádeginu þegar Vésteinn GK kom inn til löndunar í höfninni í fyrsta sinn síðan í janúar. Vatn komst á höfnina í morgun og eru Grindvíkingar bjartsýnir á framhaldið. „Það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi lengi,“ segir Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri á Vésteinn GK í samtali við fréttastofu. Hann segist lifa á bjartsýninni. „Mér líður mjög vel. Þetta eru búnar að vera blendnar tilfinningar eins og hjá öllum, en að sjá líf komið í höfnina...þetta er bara stolt.“ Heldurðu að þetta sé til marks um það sem koma skal? „Ég veit það ekki. Maður er náttúrulega smeykur við það sem búið er að vera undanfarið. En á meðan það er, þá er það. Við nýtum þessa daga sem við fáum.“ Guðmundur segir engan skipverja á Vésteini hafa verið smeykir við að mæta til vinnu. Þeir hafi þvert á móti ekki geta beðið. „Það þurfti ekki nema eitt símtal og við vorum bara allir: „Já við erum bara farnir heim.“ Það var sól og blíða þegar Vésteinn GK mætti inn til Grindavíkurhafnar í dag. Vísir/Lillý Ekki til í að gefa lífið upp á bátinn Stefán Kristjánsson forstjóri Einhamar Seafood var vígreifur þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segir bæði sól og bjartsýni í lofti. „Þetta er bara heimavígið okkar og svona er veðrið alltaf í Grindavík,“ segir Stefán. Hann segir það hafa mikla þýðingu að geta landað á ný í bænum en segist þó smeykur fyrir framhaldinu vegna jarðhræringa. „En þetta venst. Við bara komum aftur þegar óróanum er lokið. Vonandi bara einum tveimur dögum eftir gos, hvar sem það verður,“ segir Stefán. Komi gos upp á góðum stað sé hægt að halda áfram. Þannig þetta hefur mikla þýðingu fyrir þig? „Já, alla. Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf. Aldrei.“ Vatnið komst á í tæka tíð Sigurður Kristmundsson hafnarstjóri í Grindavíkurhöfn segir allt hafa gengið eins og í sögu í hádeginu. Síðast var landað í Grindavík þann 11. janúar og því tilfinningarnar miklar. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Um þetta snýst lífið í raun og veru. Ef það er ekkert líf hér við höfnina er í raun lítið annað að gera myndi ég segja.“ Áttu von á því að fleiri landi hér á næstu dögum? „Já, ég á von á því. Fyrst að vatnið er komið og allir innviðir eru í lagi hér við höfnina og það er allt til reiðu, svo framarlega sem jörðin gefur okkur frið þá sé ég ekki annað en að það verði landað hér áfram.“ Sigurður segir kalt vatn hafa komist á höfnina klukkan ellefu í hádeginu. Það hefði verið hægt að landa án þess en þó miklu betra að hafa það til staðar. „Það hefði kannski getað sloppið án þess að hafa vatnið en auðvitað þarf að þrífa og skipin þurfa neysluvatn og svoleiðis. Það er betra og eiginlega nauðsynlegt að vera með vatn.“ Tólf tonnum var landað í Grindavíkurhöfn í hádeginu og von á öðru eins í kvöld.Vísir/Lillý Spurður hvernig nánast framtíð leggst í hann, þar sem líkur eru á að gjósi bráðum aftur í grennd við byggð í Grindavík, segir Sigurður að mikilvægt sé að gera áætlanir um starfsemi í höfninni. „Við horfum á þessa innsiglingu hér, hún er opin svona 95 prósent af tímanum. Ef það er eldgos tvo daga í mánuði og þá er það eitthvað svipað. Þannig við getum alveg sætt okkur við það. Stoppað tvo daga. Komið svo aftur og sett þetta allt í gang.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Hafnarmál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi lengi,“ segir Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri á Vésteinn GK í samtali við fréttastofu. Hann segist lifa á bjartsýninni. „Mér líður mjög vel. Þetta eru búnar að vera blendnar tilfinningar eins og hjá öllum, en að sjá líf komið í höfnina...þetta er bara stolt.“ Heldurðu að þetta sé til marks um það sem koma skal? „Ég veit það ekki. Maður er náttúrulega smeykur við það sem búið er að vera undanfarið. En á meðan það er, þá er það. Við nýtum þessa daga sem við fáum.“ Guðmundur segir engan skipverja á Vésteini hafa verið smeykir við að mæta til vinnu. Þeir hafi þvert á móti ekki geta beðið. „Það þurfti ekki nema eitt símtal og við vorum bara allir: „Já við erum bara farnir heim.“ Það var sól og blíða þegar Vésteinn GK mætti inn til Grindavíkurhafnar í dag. Vísir/Lillý Ekki til í að gefa lífið upp á bátinn Stefán Kristjánsson forstjóri Einhamar Seafood var vígreifur þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segir bæði sól og bjartsýni í lofti. „Þetta er bara heimavígið okkar og svona er veðrið alltaf í Grindavík,“ segir Stefán. Hann segir það hafa mikla þýðingu að geta landað á ný í bænum en segist þó smeykur fyrir framhaldinu vegna jarðhræringa. „En þetta venst. Við bara komum aftur þegar óróanum er lokið. Vonandi bara einum tveimur dögum eftir gos, hvar sem það verður,“ segir Stefán. Komi gos upp á góðum stað sé hægt að halda áfram. Þannig þetta hefur mikla þýðingu fyrir þig? „Já, alla. Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf. Aldrei.“ Vatnið komst á í tæka tíð Sigurður Kristmundsson hafnarstjóri í Grindavíkurhöfn segir allt hafa gengið eins og í sögu í hádeginu. Síðast var landað í Grindavík þann 11. janúar og því tilfinningarnar miklar. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Um þetta snýst lífið í raun og veru. Ef það er ekkert líf hér við höfnina er í raun lítið annað að gera myndi ég segja.“ Áttu von á því að fleiri landi hér á næstu dögum? „Já, ég á von á því. Fyrst að vatnið er komið og allir innviðir eru í lagi hér við höfnina og það er allt til reiðu, svo framarlega sem jörðin gefur okkur frið þá sé ég ekki annað en að það verði landað hér áfram.“ Sigurður segir kalt vatn hafa komist á höfnina klukkan ellefu í hádeginu. Það hefði verið hægt að landa án þess en þó miklu betra að hafa það til staðar. „Það hefði kannski getað sloppið án þess að hafa vatnið en auðvitað þarf að þrífa og skipin þurfa neysluvatn og svoleiðis. Það er betra og eiginlega nauðsynlegt að vera með vatn.“ Tólf tonnum var landað í Grindavíkurhöfn í hádeginu og von á öðru eins í kvöld.Vísir/Lillý Spurður hvernig nánast framtíð leggst í hann, þar sem líkur eru á að gjósi bráðum aftur í grennd við byggð í Grindavík, segir Sigurður að mikilvægt sé að gera áætlanir um starfsemi í höfninni. „Við horfum á þessa innsiglingu hér, hún er opin svona 95 prósent af tímanum. Ef það er eldgos tvo daga í mánuði og þá er það eitthvað svipað. Þannig við getum alveg sætt okkur við það. Stoppað tvo daga. Komið svo aftur og sett þetta allt í gang.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Hafnarmál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira