„Þetta er búið að vera dásamlegt upp á síðkastið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 09:31 Tryggvi Snær Hlinason er stóru hlutverki í íslenska körfuboltalandsliðinu og liðinu gríðarlega mikilvægur. Vísir/Arnar Tryggvi Snær Hlinason og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila mikilvægan leik í Laugardalshöllinni í kvöld þegar þeir fá Ungverja í heimsókn í undankeppni EM. Þetta er fyrsti leikur liðsins í keppninni og mótherjarnir eru helstu keppinautar íslensku strákanna um laust sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf kostur að vera heima og byrja heima. Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur því þeir eru okkar helstu keppinautar um þetta lausa sæti á stórmót. Við erum bara mjög spenntir og tilbúnir í þennan leik,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska liðsins í Laugardalshöllinni. Þeir þekkja okkur alveg jafnvel Íslenska liðið hefur á undanförnum árum keppt á móti liðunum sem strákarnir mæta í þessari undankeppni. Er það gott eða vont? „Það fer bara eftir því hvernig við notum það. Við erum búnir að spila við þessi lið upp á síðkastið og þekkjum þau nokkuð vel. Við vorum að fara yfir leikmennina þeirra, aðeins hrista upp á minnið og skoða þá betur. Það er jákvætt að við þekkjum þessi lið en þeir þekkja okkur alveg jafnvel eins og við þekkjum þá, “ sagði Tryggvi. „Við reynum bara að taka á þeim eins og vanalega, vera með sama brjálæði og við ætlum að vinna okkar fyrsta leik hérna,“ sagði Tryggvi. Halda þeim á tánum allan tímann Hvað þarf íslenska liðið að gera á móti Ungverjunum til að sigla heim sigri? „Þeir eru með (Mikael) Hopkins sem er stóri maðurinn þeirra og mjög góður sóknarlega. Við þurfum að halda honum niðri og halda leikstjórnanda þeirra frá boltanum. Við þurfum bara að spila okkar leik og okkar vörn sérstaklega. Halda þeim á tánum allan tímann og reyna að ná þessu í lokin,“ sagði Tryggvi. Klippa: Viðtal við Tryggva fyrir Ungverjaleik Það er uppselt á leikinn og það má því búast við mikilli stemmningu á leiknum. „Þetta er búið að vera dásamlegt upp á síðkastið. Það er alltaf uppselt hjá okkur eins jákvætt og neikvætt það er kannski. Það er bara geggjað og ég treysti á það að það verði mjög góð stemmning hérna,“ sagði Tryggvi og vísar þar náttúrulega í það að það vantar nauðsynlega nýja þjóðarhöll fyrir landsliðin. „Við fullum höllina og höldum áfram í þessari gleði sem er búin að vera í kringum landsliðið upp á síðkastið,“ sagði Tryggvi. Gleðiefni að fá menn aftur inn í hópinn Martin Hermannsson er kominn aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla. „Martin er mjög góður leikmaður og það er gaman að fá hann aftur inn í hópinn. Hann hjálpar okkur alveg helling. Þó að liðið sé búið að vera mjög gott upp á síðkastið. Menn eru búnir að stíga upp og spila mjög vel. Það er alltaf gleðiefni að fá menn aftur inn í hópinn og styrkja okkur enn þá frekar,“ sagði Tryggvi. Tryggvi skipti yfir til Bilbao fyrir þetta tímabil og kann bara vel við sig á nýjum stað. „Við byrjuðum bara mjög vel og síðan lenti ég í smá meiðslum seinni partinn. Ég lenti í smá veseni en allur að koma til baka og er orðinn nokkuð góður núna. Ég er bara mjög jákvæður með klúbbinn og treysti á það að við munum halda áfram að standa okkur vel út tímabilið,“ sagði Tryggvi. Baskarnir aðeins öðruvísi Er lífið í Bilbao eitthvað öðruvísi en hann var að upplifa í Zaragoza? Er þetta svipað samfélag og svipað daglegt líf? „Þetta er í Baskalandi og þeir eru aðeins öðruvísi en Spánverjarnir. Þetta er samt svipaður lífsstíll. Fara á æfingar, ferðast og taka á því eins og vanalega. Svo er borgin aðeins öðruvísi og þá er það sérstaklega náttúran sem hefur góð áhrif á mig. Norðurströndin er mjög falleg. Það er mjög gaman að prufa nýjan stað,“ sagði Tryggvi. Heldur áfram að reyna að nýta hvern dag Nú eru bara liðin tíu ár síðan að Tryggvi mætti á sína fyrstu körfuboltaæfingu. Hefði hann einhvern tímann séð það fyrir sér að hann væri kominn svo langt á þessum tíma? „Það var fyndið að ég fékk minningu fyrir ekki svo löngu að þá væri ég að mæta á mína fyrstu æfingu. Það var skemmtileg minning en á sama tíma þá er ég búinn að vera í þessu það lengi núna að þetta er orðinn eins og hver annar dagur,“ sagði Tryggvi. „Það er alltaf stórt að vera hérna með landsliðinu og alltaf gaman að fá þessi tækifæri úti til þess að spila á þessu getustigi. Það er alltaf gaman og ég held áfram að reyna að nýta hvern dag,“ sagði Tryggvi. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
„Það er alltaf kostur að vera heima og byrja heima. Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur því þeir eru okkar helstu keppinautar um þetta lausa sæti á stórmót. Við erum bara mjög spenntir og tilbúnir í þennan leik,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska liðsins í Laugardalshöllinni. Þeir þekkja okkur alveg jafnvel Íslenska liðið hefur á undanförnum árum keppt á móti liðunum sem strákarnir mæta í þessari undankeppni. Er það gott eða vont? „Það fer bara eftir því hvernig við notum það. Við erum búnir að spila við þessi lið upp á síðkastið og þekkjum þau nokkuð vel. Við vorum að fara yfir leikmennina þeirra, aðeins hrista upp á minnið og skoða þá betur. Það er jákvætt að við þekkjum þessi lið en þeir þekkja okkur alveg jafnvel eins og við þekkjum þá, “ sagði Tryggvi. „Við reynum bara að taka á þeim eins og vanalega, vera með sama brjálæði og við ætlum að vinna okkar fyrsta leik hérna,“ sagði Tryggvi. Halda þeim á tánum allan tímann Hvað þarf íslenska liðið að gera á móti Ungverjunum til að sigla heim sigri? „Þeir eru með (Mikael) Hopkins sem er stóri maðurinn þeirra og mjög góður sóknarlega. Við þurfum að halda honum niðri og halda leikstjórnanda þeirra frá boltanum. Við þurfum bara að spila okkar leik og okkar vörn sérstaklega. Halda þeim á tánum allan tímann og reyna að ná þessu í lokin,“ sagði Tryggvi. Klippa: Viðtal við Tryggva fyrir Ungverjaleik Það er uppselt á leikinn og það má því búast við mikilli stemmningu á leiknum. „Þetta er búið að vera dásamlegt upp á síðkastið. Það er alltaf uppselt hjá okkur eins jákvætt og neikvætt það er kannski. Það er bara geggjað og ég treysti á það að það verði mjög góð stemmning hérna,“ sagði Tryggvi og vísar þar náttúrulega í það að það vantar nauðsynlega nýja þjóðarhöll fyrir landsliðin. „Við fullum höllina og höldum áfram í þessari gleði sem er búin að vera í kringum landsliðið upp á síðkastið,“ sagði Tryggvi. Gleðiefni að fá menn aftur inn í hópinn Martin Hermannsson er kominn aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla. „Martin er mjög góður leikmaður og það er gaman að fá hann aftur inn í hópinn. Hann hjálpar okkur alveg helling. Þó að liðið sé búið að vera mjög gott upp á síðkastið. Menn eru búnir að stíga upp og spila mjög vel. Það er alltaf gleðiefni að fá menn aftur inn í hópinn og styrkja okkur enn þá frekar,“ sagði Tryggvi. Tryggvi skipti yfir til Bilbao fyrir þetta tímabil og kann bara vel við sig á nýjum stað. „Við byrjuðum bara mjög vel og síðan lenti ég í smá meiðslum seinni partinn. Ég lenti í smá veseni en allur að koma til baka og er orðinn nokkuð góður núna. Ég er bara mjög jákvæður með klúbbinn og treysti á það að við munum halda áfram að standa okkur vel út tímabilið,“ sagði Tryggvi. Baskarnir aðeins öðruvísi Er lífið í Bilbao eitthvað öðruvísi en hann var að upplifa í Zaragoza? Er þetta svipað samfélag og svipað daglegt líf? „Þetta er í Baskalandi og þeir eru aðeins öðruvísi en Spánverjarnir. Þetta er samt svipaður lífsstíll. Fara á æfingar, ferðast og taka á því eins og vanalega. Svo er borgin aðeins öðruvísi og þá er það sérstaklega náttúran sem hefur góð áhrif á mig. Norðurströndin er mjög falleg. Það er mjög gaman að prufa nýjan stað,“ sagði Tryggvi. Heldur áfram að reyna að nýta hvern dag Nú eru bara liðin tíu ár síðan að Tryggvi mætti á sína fyrstu körfuboltaæfingu. Hefði hann einhvern tímann séð það fyrir sér að hann væri kominn svo langt á þessum tíma? „Það var fyndið að ég fékk minningu fyrir ekki svo löngu að þá væri ég að mæta á mína fyrstu æfingu. Það var skemmtileg minning en á sama tíma þá er ég búinn að vera í þessu það lengi núna að þetta er orðinn eins og hver annar dagur,“ sagði Tryggvi. „Það er alltaf stórt að vera hérna með landsliðinu og alltaf gaman að fá þessi tækifæri úti til þess að spila á þessu getustigi. Það er alltaf gaman og ég held áfram að reyna að nýta hvern dag,“ sagði Tryggvi.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira