Tuchel segir af sér eftir tímabilið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 09:47 Tomas Tuchel hefur ekki vegnað vel í starfi og mun segja af sér eftir tímabilið DeFodi Images via Getty Images) Tomas Tuchel mun segja af sér sem þjálfari Bayern München að tímabilinu loknu. SkySport í Þýskalandi greindi fyrst frá. Tilkynning frá félaginu barst svo rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin sé sameiginleg að rifta samningi Tuchel þann 30. júní 2024, ári áður en hann hefði runnið út. Neuausrichtung zur neuen Saison: FC Bayern und Thomas Tuchel beenden Zusammenarbeit im Sommer.🔗 https://t.co/yDLnsnMtfR— FC Bayern München (@FCBayern) February 21, 2024 „Markmið okkar er að sækja á önnur mið á næsta tímabili, þangað til verða allir hjá félaginu að taka höndum saman og gera eins gott úr þessu tímabili og mögulegt er. Ég tel liðið sjálft ábyrgt fyrir því, sérstaklega í Meistaradeildinni, eftir 1-0 tap í fyrri viðureigninni er ég sannfærður um að við munum snúa skipinu við á heimavelli og halda áfram í 8-liða úrslit“ sagði Jan Christian-Dreesen, forseti Bayern, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ákveðið að rifta samningnum eftir tímabilið. Þangað til mun ég, að sjálfsögðu, gera allt sem ég get ásamt þjálfarateyminu til að ná fram hámarksárangri“ sagði Tomas Tuchel. Tuchel var ráðinn til starfa í mars á síðasta ári, hann tók við af Julian Nagelsmann, sem þótti ekki standa fyrir gildum Bayern München. Tuchel stýrði liðinu til sigurs í þýsku deildinni, með góðri hjálp frá Borussia Dortmund. Á þessu tímabili hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum. Ellefu tímabila titlahrinu í deildinni virðist vera að ljúka en Bayern er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Leverkusen í efsta sætinu. Félagið datt úr bikarnum og er sem stendur 1-0 undir gegn Lazio eftir fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hver það verður sem tekur við starfinu er enn óljóst. Þýski boltinn Tengdar fréttir Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01 Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
SkySport í Þýskalandi greindi fyrst frá. Tilkynning frá félaginu barst svo rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin sé sameiginleg að rifta samningi Tuchel þann 30. júní 2024, ári áður en hann hefði runnið út. Neuausrichtung zur neuen Saison: FC Bayern und Thomas Tuchel beenden Zusammenarbeit im Sommer.🔗 https://t.co/yDLnsnMtfR— FC Bayern München (@FCBayern) February 21, 2024 „Markmið okkar er að sækja á önnur mið á næsta tímabili, þangað til verða allir hjá félaginu að taka höndum saman og gera eins gott úr þessu tímabili og mögulegt er. Ég tel liðið sjálft ábyrgt fyrir því, sérstaklega í Meistaradeildinni, eftir 1-0 tap í fyrri viðureigninni er ég sannfærður um að við munum snúa skipinu við á heimavelli og halda áfram í 8-liða úrslit“ sagði Jan Christian-Dreesen, forseti Bayern, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ákveðið að rifta samningnum eftir tímabilið. Þangað til mun ég, að sjálfsögðu, gera allt sem ég get ásamt þjálfarateyminu til að ná fram hámarksárangri“ sagði Tomas Tuchel. Tuchel var ráðinn til starfa í mars á síðasta ári, hann tók við af Julian Nagelsmann, sem þótti ekki standa fyrir gildum Bayern München. Tuchel stýrði liðinu til sigurs í þýsku deildinni, með góðri hjálp frá Borussia Dortmund. Á þessu tímabili hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum. Ellefu tímabila titlahrinu í deildinni virðist vera að ljúka en Bayern er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Leverkusen í efsta sætinu. Félagið datt úr bikarnum og er sem stendur 1-0 undir gegn Lazio eftir fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hver það verður sem tekur við starfinu er enn óljóst.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01 Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01
Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27