Táknmál og íslenska Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2024 15:30 Það hefur oft verið sagt að táknmál sé dýrt í krónum talið. Þessi staðreynd er oft sögð í flýti, í vörn, í hálfkæringi eða slengt fram án þess að hugsa aðeins um önnur mál í samanburði. Hefur enginn hugsað um hvað íslenskan er dýr? Að baki hverju einasta íslenska orði er sýnilegur og/eða ósýnilegur kostnaður. Það kostar sitt að hlúa að íslenskunni eins og hún er í dag. Það hefur kostað sinn skildinginn að efla hana og verja, já og kenna hana á öllum skólastigum landsins, og hafa hana sem aðalmál í fjölmiðlum til dæmis. Það kostar sitt að íslenskan fari ekki í útrýmingarhættu. Íslensk tunga og íslenskt táknmál eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011, það er því óumdeilanlegt að bæði málin ættu að fá sama virðingarsess og án efa. Málhafar táknmálsins á Íslandi er miklvægt fólk sem vinnur að og/eða kemur að táknmáli með einum eða öðrum hætti t.d. táknmálskennslu, að kenna og fræða á táknmáli, að gera námsefni táknmáls, að segja táknmálsfréttir, að þýða táknmál, að segja sögur á táknmáli, á leiksviði, í flutningi sönglaga á táknmáli, að leiðsegja á táknmáli, að vera táknmálsfyrirmyndir, að veita ráðgjöf á táknmáli og miðla reynslu okkar um táknmálið, segja sögu táknmálsins, að segja sögur af okkur og varðveita þar með táknmálið í frásögn milli kynslóða, að gefa af okkur til rannsókna í þágu táknmálsins og síðast en ekki síst að hlúa að og efla táknmálið, jafnvel líka réttlæta það og standa með því í gegnum súrt og sætt. Með allri táknmálsvinnu okkar komum við í veg fyrir að táknmál verði einangrað og gleymist. Við höldum í því lífi á mörgum sviðum. Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu (ársskýrsla Málnefnd um táknmál júní 2015) Táknmálið okkar má aldrei deyja út, það verður að fá að berast frá kynslóð til kynslóð og eiga sína þróun/breytingar sögu eins og öll tungumál. Táknmál er ekki alþjóðlegt. Hvert eitt og einasta táknmál hvar sem er í heiminum er sprottið upp frá menningu þjóðar þess. Þannig að íslenskt táknmál er sprottið upp frá menningu Íslands. Íslenskt táknmál er skammstafað ÍTM. Ísland er lítið land, fáir teljast til táknmálsfólks. Þetta eru tveir styrkleikar. Lítið land og fámennt. Með þessa tvo styrkleika er alltaf hægt að gera vel, nálægðin og það að táknmálsfólk er tilbúið að gefa af sér til þess að vel eigi að takast að koma táknmáli úr útrýmingarhættunni sem minnst er hér í greininni. Táknmálsfólk er lyftistöng táknmálsins, jafn mikilvægt og þeir sem að íslenskunni vinna og efla hana. Það er því líka afar mikilvægt að ef barn/einstaklingur sé greint heyrnarlaust eða heyrnarskert að barninu/einstaklinginum og nánustu aðstandendum þess sé leiðbeint, kennt og frætt um táknmálið, þannig að það verði jafn nauðsynlegt og íslenskan á heimili barnsins og í nánasta fjölskyldu/vina umhverfi þess og á öllum skólastigum þess. Tvö mál sem njóta sama sess. Til þess að það geti gerst verðum við táknmálsfólk að vera tilbúin til að kenna, fræða, veita ráðgjöf og gera táknmálið að öflugu máli í lífi þess. Við erum bakland táknmálsins. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) spilar hér stórt hlutverk og verður alltaf á hliðarlínunni fyrir verðandi táknmálsfólkið og þeirra nánustu. Það á aldrei að vera neinn efi um hvort að táknmál sé nauðsynlegt eða val. Það er nauðsynlegt, ekki val. Allt sem sagt er og byrjar á “ef þörf er á …” eða “sjáum til…” eru ekki þær setningar sem einstaklingur eða nánustu aðstandendur eiga að heyra þegar táknmálið kemur til umræðu á fyrstu stigum greiningar við heyrnarskerðingu/missi. Það er mikilvægt að þeir sem greinast og/eða verða fyrir heyrnarmissi/skerðingu einhverntímann á lífsleiðinni fái að sjá, hitta og eiga sterkar táknmáls fyrirmyndir að. Í þá vinnu eru við táknmálsfólk tilbúin að vera til staðar. Það er stærsti styrkur táknmálssamfélagsins. Hvenær sem er á lífsleiðinni þegar heyrn skerðist eða missir þá á þessi hugsun við öll aldursskeið einstaklings. Það er mikill styrkleiki að hafa góðar táknmáls fyrirmyndir. Málhafar táknmáls eru táknmálsfyrirmyndir - til að þeir geti unnið sína vinnu í öllu sem táknmálið þarf eru táknmálstúlkar mikilvægir. Táknmálstúlkar eru málhöfum táknmáls brú til að geta gripið í og unnið við áhugaverð atvinnutækifæri/verkefni á forsendum táknmálsins og t.d. á heyrandi vinnustað, uppfrætt heyrandi og kennt. Það er viðurkennt og er nefnt í Samningi SÞ um réttindi fatlaðra að öll lönd þar á meðal Ísland verði að skapa táknmálsfólki/málhöfum táknmáls/döff tækifæri til að stunda atvinnu sem það hefur numið og starfa við. Í nágrannalöndum er til dæmis alveg sjálfsagt og engin spurning um að táknmálsfólk fær táknmálstúlka ákveðna tíma á viku í starfi sínu, á starfsmannafundum, starfsmannaskemmtunum, starfsmannafræðslu og líka hjá þeim sem eru einyrkjar og með sjálfstæðan rekstur í hvað formi sem er; er greitt af opinberu fé. Vinnandi fólk greiðir skatta og gjöld í ríkissjóð. Það heitir hringrás opinbera efnahagslífsins. Með þessari grein vil ég undirstrika það að vinna málhafa táknmálsins er mikilvæg á mörgum sviðum, sérstaklega núna þegar á næstunni verður til umræðu og væntanlega samþykktar á Alþingi þingsályktun um málstefnu táknmálsins og með henni fylgir aðgerðaráætlun þar sem mikið er lagt á málhafa heyrnarlausa að vinna að á forsendum táknmálsins. Kannski þegar upp er staðið og vel hefur gert verður til nýtt starfsheiti: Táknmálstæknir, jafnvel táknmálsþjálfari, það væri sko ekki leiðinlegt að hafa þannig starfsheiti. Það myndi svo líka ekkert skemma fyrir að til væri Táknmálshús hér á landi líka. Þann draum hef ég átt lengi og var Táknmálshús hluti af lokaverkefni mínu í frumkvöðlafræðum sem ég útskrifaðist árið 2009. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Íslensk tunga Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur oft verið sagt að táknmál sé dýrt í krónum talið. Þessi staðreynd er oft sögð í flýti, í vörn, í hálfkæringi eða slengt fram án þess að hugsa aðeins um önnur mál í samanburði. Hefur enginn hugsað um hvað íslenskan er dýr? Að baki hverju einasta íslenska orði er sýnilegur og/eða ósýnilegur kostnaður. Það kostar sitt að hlúa að íslenskunni eins og hún er í dag. Það hefur kostað sinn skildinginn að efla hana og verja, já og kenna hana á öllum skólastigum landsins, og hafa hana sem aðalmál í fjölmiðlum til dæmis. Það kostar sitt að íslenskan fari ekki í útrýmingarhættu. Íslensk tunga og íslenskt táknmál eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011, það er því óumdeilanlegt að bæði málin ættu að fá sama virðingarsess og án efa. Málhafar táknmálsins á Íslandi er miklvægt fólk sem vinnur að og/eða kemur að táknmáli með einum eða öðrum hætti t.d. táknmálskennslu, að kenna og fræða á táknmáli, að gera námsefni táknmáls, að segja táknmálsfréttir, að þýða táknmál, að segja sögur á táknmáli, á leiksviði, í flutningi sönglaga á táknmáli, að leiðsegja á táknmáli, að vera táknmálsfyrirmyndir, að veita ráðgjöf á táknmáli og miðla reynslu okkar um táknmálið, segja sögu táknmálsins, að segja sögur af okkur og varðveita þar með táknmálið í frásögn milli kynslóða, að gefa af okkur til rannsókna í þágu táknmálsins og síðast en ekki síst að hlúa að og efla táknmálið, jafnvel líka réttlæta það og standa með því í gegnum súrt og sætt. Með allri táknmálsvinnu okkar komum við í veg fyrir að táknmál verði einangrað og gleymist. Við höldum í því lífi á mörgum sviðum. Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu (ársskýrsla Málnefnd um táknmál júní 2015) Táknmálið okkar má aldrei deyja út, það verður að fá að berast frá kynslóð til kynslóð og eiga sína þróun/breytingar sögu eins og öll tungumál. Táknmál er ekki alþjóðlegt. Hvert eitt og einasta táknmál hvar sem er í heiminum er sprottið upp frá menningu þjóðar þess. Þannig að íslenskt táknmál er sprottið upp frá menningu Íslands. Íslenskt táknmál er skammstafað ÍTM. Ísland er lítið land, fáir teljast til táknmálsfólks. Þetta eru tveir styrkleikar. Lítið land og fámennt. Með þessa tvo styrkleika er alltaf hægt að gera vel, nálægðin og það að táknmálsfólk er tilbúið að gefa af sér til þess að vel eigi að takast að koma táknmáli úr útrýmingarhættunni sem minnst er hér í greininni. Táknmálsfólk er lyftistöng táknmálsins, jafn mikilvægt og þeir sem að íslenskunni vinna og efla hana. Það er því líka afar mikilvægt að ef barn/einstaklingur sé greint heyrnarlaust eða heyrnarskert að barninu/einstaklinginum og nánustu aðstandendum þess sé leiðbeint, kennt og frætt um táknmálið, þannig að það verði jafn nauðsynlegt og íslenskan á heimili barnsins og í nánasta fjölskyldu/vina umhverfi þess og á öllum skólastigum þess. Tvö mál sem njóta sama sess. Til þess að það geti gerst verðum við táknmálsfólk að vera tilbúin til að kenna, fræða, veita ráðgjöf og gera táknmálið að öflugu máli í lífi þess. Við erum bakland táknmálsins. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) spilar hér stórt hlutverk og verður alltaf á hliðarlínunni fyrir verðandi táknmálsfólkið og þeirra nánustu. Það á aldrei að vera neinn efi um hvort að táknmál sé nauðsynlegt eða val. Það er nauðsynlegt, ekki val. Allt sem sagt er og byrjar á “ef þörf er á …” eða “sjáum til…” eru ekki þær setningar sem einstaklingur eða nánustu aðstandendur eiga að heyra þegar táknmálið kemur til umræðu á fyrstu stigum greiningar við heyrnarskerðingu/missi. Það er mikilvægt að þeir sem greinast og/eða verða fyrir heyrnarmissi/skerðingu einhverntímann á lífsleiðinni fái að sjá, hitta og eiga sterkar táknmáls fyrirmyndir að. Í þá vinnu eru við táknmálsfólk tilbúin að vera til staðar. Það er stærsti styrkur táknmálssamfélagsins. Hvenær sem er á lífsleiðinni þegar heyrn skerðist eða missir þá á þessi hugsun við öll aldursskeið einstaklings. Það er mikill styrkleiki að hafa góðar táknmáls fyrirmyndir. Málhafar táknmáls eru táknmálsfyrirmyndir - til að þeir geti unnið sína vinnu í öllu sem táknmálið þarf eru táknmálstúlkar mikilvægir. Táknmálstúlkar eru málhöfum táknmáls brú til að geta gripið í og unnið við áhugaverð atvinnutækifæri/verkefni á forsendum táknmálsins og t.d. á heyrandi vinnustað, uppfrætt heyrandi og kennt. Það er viðurkennt og er nefnt í Samningi SÞ um réttindi fatlaðra að öll lönd þar á meðal Ísland verði að skapa táknmálsfólki/málhöfum táknmáls/döff tækifæri til að stunda atvinnu sem það hefur numið og starfa við. Í nágrannalöndum er til dæmis alveg sjálfsagt og engin spurning um að táknmálsfólk fær táknmálstúlka ákveðna tíma á viku í starfi sínu, á starfsmannafundum, starfsmannaskemmtunum, starfsmannafræðslu og líka hjá þeim sem eru einyrkjar og með sjálfstæðan rekstur í hvað formi sem er; er greitt af opinberu fé. Vinnandi fólk greiðir skatta og gjöld í ríkissjóð. Það heitir hringrás opinbera efnahagslífsins. Með þessari grein vil ég undirstrika það að vinna málhafa táknmálsins er mikilvæg á mörgum sviðum, sérstaklega núna þegar á næstunni verður til umræðu og væntanlega samþykktar á Alþingi þingsályktun um málstefnu táknmálsins og með henni fylgir aðgerðaráætlun þar sem mikið er lagt á málhafa heyrnarlausa að vinna að á forsendum táknmálsins. Kannski þegar upp er staðið og vel hefur gert verður til nýtt starfsheiti: Táknmálstæknir, jafnvel táknmálsþjálfari, það væri sko ekki leiðinlegt að hafa þannig starfsheiti. Það myndi svo líka ekkert skemma fyrir að til væri Táknmálshús hér á landi líka. Þann draum hef ég átt lengi og var Táknmálshús hluti af lokaverkefni mínu í frumkvöðlafræðum sem ég útskrifaðist árið 2009. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar