Innlent

Báðir særðir eftir hnífstunguárás

Árni Sæberg skrifar
Árásin var framin á Skógarvegi í Fossvogi, sem er steinsnar frá Borgarspítalanum.
Árásin var framin á Skógarvegi í Fossvogi, sem er steinsnar frá Borgarspítalanum. Vísir/Vilhelm

Karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í Fossvogi í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt þeim sem hann réðst á en áverkar þeirra voru óverulegir.

Þetta segir í frétt Ríkisútvarpsins um málið. Þar segir að lögregla hafi verið kölluð að íbúðarhúsi að Skógarvegi í Fossvogi í Reykjavík í gær eftir að tilkynnt var um slagsmál tveggja manna. 

Rúv hefur eftir lögreglu að annar maðurinn hafi beitt hnífi í átökunum og hann sé nú í haldi lögreglu. Mennirnir hafi báðir verið fluttur stuttan spöl á bráðamóttöku Landspítala vegna minniháttar áverka.

Þá segir ekkert sé vitað um tildrög átaka mannanna, en lögregla segi þau tengjast deilum þeirra tveggja og enginn annar tengist málinu.

Ekki náðist í Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×