Sævar viss um að hagræðing úrslita hafi átt sér stað Aron Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2024 08:01 Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Lyngby í Danmörku Vísir/Sigurjón Ólason Alla jafna þykja æfingarleikir tveggja liða ekki mikið fréttaefni en Íslendingaslagur Lyngby og Ham/Kam í Tyrklandi á dögunum hefur svo sannarlega hlotið verðskuldaða athygli. Nokkrir Íslendingar, þar á meðal Sævar Atli Magnússon, leika með liði Lyngby og þá er Viðar Ari Jónsson á mála hjá Ham/Kam. Dómari umrædds leiks hefur verið sakaður um að taka þátt í hagræðingu úrslita en ákvörðunartaka hans undir lok leiks þykir bera þess merki. Það er hið minnsta enginn vafi á því í huga Sævars Atla að eitthvað vafasamt hafi þar átt sér stað. „Ég get nánast staðfest að það hafi einhver hagræðing úrslita átt sér stað þarna,“ segir Sævar Atli í samtali við Vísi. „Ég átti í smá samskiptum við þennan dómara fyrir leik. Þurfti að biðja hann um að færa sig til þess að ég kæmist fram hjá honum. Það geri ég á ensku og hann svarar mér bara á ensku til baka.“ „Ég byrja sem varamaður í þessu leik og kem inn á í hálfleik. Ég tek bara eftir því sem ég horfi á það sem á sér stað inn á vellinum í fyrri hálfleik að maðurinn vissi ekkert hvað hann væri að dæma. Augljóslega ekki dómari. Síðan kem ég inn á og tek eftir því að hann talar ekki ensku og hann tekur fyrir það að kunna ensku. Það fannst mér mjög skrýtið, sér í lagi af því að ég talaði við hann á ensku fyrir leik.“ Síðan fær Ham/Kam víti. Atvik sem engin dómari í heiminum hefði dæmt vítaspyrnu á. Þetta var öxl í öxl atvik eins og maður hefur séð oft áður. Allt í góðu, þetta er eitthvað sem getur gerst og bara áfram gakk. Síðan eru þeir að liggja til baka, 2-0 yfir, og lítur ekki út fyrir að það sé að koma annað mark í leikinn.“ Dæmir vítaspyrnur hægri/vinstri Svo fer dómarinn að dæma vítaspyrnur hægri vinstri Lyngby í vil. Í raun þrjár vítaspyrnur á nokkurra mínútna kafla undir lok leiks þegar að leikar stóðu 2-0 fyrir Ham/Kam. Lyngby klúðrar fyrri tveimur spyrnunum og þegar dómarinn bendir í þriðja sinn á punktinn með stuttu millibili á loka andartökum leiksins, fóru að renna tvær grímur á aðstandendur liðanna tveggja. „Hann vildi meina að boltinn hefði farið í höndina á leikmanni Ham/Kam. Sem ég er ekki viss um að hann hafi gert og þá fyrst verður allt brjálað. Við skorum úr því víti og dómarinn þá væntanlega grætt eitthvað.“ Augljóst sé hvað hafi verið á seyði. „Sérstaklega þegar þriðja vítið var dæmt og það bara upp úr engu þegar að einhverjar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hann fann einhverja leið til þess að benda aftur á vítapunktinn. Svo var maður alltaf að líta til okkar á varamannabekkinn og sá að þjálfarateymið var líka farið að velta þessum hlutum fyrir sér. Þetta var mjög skrýtið allt saman. Óvenju mörg veðmál Það var þó ekki aðeins um óvenjulega hluti að ræða innan vallar. „Við tókum eftir því, sérstaklega þjálfarateymið hjá okkur, að það voru menn í kringum völlinn með símana á lofti að leggja veðmál, eitthvað sem tengist skoruðum mörkum í leik.“ Lyngby skoraði úr síðustu vítaspyrnu sinni og fóru leikar 2-1, þrjú mörk skoruð. Það rímar við heimildir Tipsbladet, sem hefur eftir mönnum sem þekkja vel til í heimi veðmálafyrirtækja, að óvenju mörg veðmál hafi verið lög á umræddan leik og að það yrðu skoruð yfir 2,5 mörk. Forráðamenn Ham/Kam fóru þess á leit við norska knattspyrnusambandið að málið yrði skoðað og er það nú komið inn á borð Evrópska knattspyrnusambandsins. „Norðmennirnir voru greinilega ekki sáttir og við styðjum það náttúrulega. Þetta á ekki að sjást í fótboltanum. Við erum með myndbönd til þess að styðja við málið og hægt að sýna fram á að eitthvað skuggalegt hafi átt sér stað. 100%.“ Danski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Dómari umrædds leiks hefur verið sakaður um að taka þátt í hagræðingu úrslita en ákvörðunartaka hans undir lok leiks þykir bera þess merki. Það er hið minnsta enginn vafi á því í huga Sævars Atla að eitthvað vafasamt hafi þar átt sér stað. „Ég get nánast staðfest að það hafi einhver hagræðing úrslita átt sér stað þarna,“ segir Sævar Atli í samtali við Vísi. „Ég átti í smá samskiptum við þennan dómara fyrir leik. Þurfti að biðja hann um að færa sig til þess að ég kæmist fram hjá honum. Það geri ég á ensku og hann svarar mér bara á ensku til baka.“ „Ég byrja sem varamaður í þessu leik og kem inn á í hálfleik. Ég tek bara eftir því sem ég horfi á það sem á sér stað inn á vellinum í fyrri hálfleik að maðurinn vissi ekkert hvað hann væri að dæma. Augljóslega ekki dómari. Síðan kem ég inn á og tek eftir því að hann talar ekki ensku og hann tekur fyrir það að kunna ensku. Það fannst mér mjög skrýtið, sér í lagi af því að ég talaði við hann á ensku fyrir leik.“ Síðan fær Ham/Kam víti. Atvik sem engin dómari í heiminum hefði dæmt vítaspyrnu á. Þetta var öxl í öxl atvik eins og maður hefur séð oft áður. Allt í góðu, þetta er eitthvað sem getur gerst og bara áfram gakk. Síðan eru þeir að liggja til baka, 2-0 yfir, og lítur ekki út fyrir að það sé að koma annað mark í leikinn.“ Dæmir vítaspyrnur hægri/vinstri Svo fer dómarinn að dæma vítaspyrnur hægri vinstri Lyngby í vil. Í raun þrjár vítaspyrnur á nokkurra mínútna kafla undir lok leiks þegar að leikar stóðu 2-0 fyrir Ham/Kam. Lyngby klúðrar fyrri tveimur spyrnunum og þegar dómarinn bendir í þriðja sinn á punktinn með stuttu millibili á loka andartökum leiksins, fóru að renna tvær grímur á aðstandendur liðanna tveggja. „Hann vildi meina að boltinn hefði farið í höndina á leikmanni Ham/Kam. Sem ég er ekki viss um að hann hafi gert og þá fyrst verður allt brjálað. Við skorum úr því víti og dómarinn þá væntanlega grætt eitthvað.“ Augljóst sé hvað hafi verið á seyði. „Sérstaklega þegar þriðja vítið var dæmt og það bara upp úr engu þegar að einhverjar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hann fann einhverja leið til þess að benda aftur á vítapunktinn. Svo var maður alltaf að líta til okkar á varamannabekkinn og sá að þjálfarateymið var líka farið að velta þessum hlutum fyrir sér. Þetta var mjög skrýtið allt saman. Óvenju mörg veðmál Það var þó ekki aðeins um óvenjulega hluti að ræða innan vallar. „Við tókum eftir því, sérstaklega þjálfarateymið hjá okkur, að það voru menn í kringum völlinn með símana á lofti að leggja veðmál, eitthvað sem tengist skoruðum mörkum í leik.“ Lyngby skoraði úr síðustu vítaspyrnu sinni og fóru leikar 2-1, þrjú mörk skoruð. Það rímar við heimildir Tipsbladet, sem hefur eftir mönnum sem þekkja vel til í heimi veðmálafyrirtækja, að óvenju mörg veðmál hafi verið lög á umræddan leik og að það yrðu skoruð yfir 2,5 mörk. Forráðamenn Ham/Kam fóru þess á leit við norska knattspyrnusambandið að málið yrði skoðað og er það nú komið inn á borð Evrópska knattspyrnusambandsins. „Norðmennirnir voru greinilega ekki sáttir og við styðjum það náttúrulega. Þetta á ekki að sjást í fótboltanum. Við erum með myndbönd til þess að styðja við málið og hægt að sýna fram á að eitthvað skuggalegt hafi átt sér stað. 100%.“
Danski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira