Klósettleysi yfir Íslandi setti ferðaplönin úr skorðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2024 14:55 Leið flugvélarinnar frá Amsterdam til Los Angeles í gegnum lofthelgi Íslands. Airnav.radarbox Snúa þurfti við flugvél KLM-flugfélagsins á leið sinni frá Amsterdam til Los Angeles sökum klósettleysis. Flugvélin var í lofthelgi Íslands þegar ákvörðunin var tekin. Fjallað er um uppákomuna á vef Airlive.net. Um hafi verið að ræða flug KL601 sem lagði upp frá Amsterdam á þriðjudaginn um fjörutíu mínútum á eftir áætlun til Los Angeles. Flugvélin er af tegundinni Boeing 787-10 Dreamliner en ferðalagið í háloftunum frá höfuðborg Hollands til borgar englanna í Kaliforníu tekur um ellefu klukkustundir. Flugleiðin liggur í gegnum lofthelgi Íslands. Eftir um klukkustundarlangt flug varð áhöfninni ljóst að vandi væri á höndum. Farþegar höfðu kvartað yfir klósettleysi þar sem nokkur klósettin væru ekki nothæf. Níu klósett eru í vélinni; eitt frammi í, sex í miðju vélarinnar og tvö aftast. Samþykkti að halda för áfram, en... Farþegi tjáði Airlive.net að flugstjórinn hefði ákveðið að snúa förinni við en hefði skipt um skoðun undir áhrifum frá farþegum sem vildu halda för sinni áfram. Ekki leystist klósettvandinn heldur jókst. Var svo komið að aðeins eitt klósett af níu var nothæft þegar flugstjórinn sá engan annan möguleika en að snúa flugvélinni við og halda aftur til Amsterdam. Um það leyti var flugvélin í íslenski lofthelgi, í 34 þúsund feta hæð og fór svo að vélinni var lent á Schiphol í Amsterdam sex og hálfum klukkutíma eftir flugtak. Á byrjunarreit. KLM virðist þó hafa tekist að laga klósettin í farþegarýminu því flugvélinni var flogið til Houston í Bandaríkjunum daginn eftir. Ástæður bilunar klósettanna liggur ekki fyrir. Algeng orsök eru stíflur í vaski eða klósetti vegna þess að fólk kastar upp eða aðrir aðskotahlutir sem valda stíflu. Fréttir af flugi Holland Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjallað er um uppákomuna á vef Airlive.net. Um hafi verið að ræða flug KL601 sem lagði upp frá Amsterdam á þriðjudaginn um fjörutíu mínútum á eftir áætlun til Los Angeles. Flugvélin er af tegundinni Boeing 787-10 Dreamliner en ferðalagið í háloftunum frá höfuðborg Hollands til borgar englanna í Kaliforníu tekur um ellefu klukkustundir. Flugleiðin liggur í gegnum lofthelgi Íslands. Eftir um klukkustundarlangt flug varð áhöfninni ljóst að vandi væri á höndum. Farþegar höfðu kvartað yfir klósettleysi þar sem nokkur klósettin væru ekki nothæf. Níu klósett eru í vélinni; eitt frammi í, sex í miðju vélarinnar og tvö aftast. Samþykkti að halda för áfram, en... Farþegi tjáði Airlive.net að flugstjórinn hefði ákveðið að snúa förinni við en hefði skipt um skoðun undir áhrifum frá farþegum sem vildu halda för sinni áfram. Ekki leystist klósettvandinn heldur jókst. Var svo komið að aðeins eitt klósett af níu var nothæft þegar flugstjórinn sá engan annan möguleika en að snúa flugvélinni við og halda aftur til Amsterdam. Um það leyti var flugvélin í íslenski lofthelgi, í 34 þúsund feta hæð og fór svo að vélinni var lent á Schiphol í Amsterdam sex og hálfum klukkutíma eftir flugtak. Á byrjunarreit. KLM virðist þó hafa tekist að laga klósettin í farþegarýminu því flugvélinni var flogið til Houston í Bandaríkjunum daginn eftir. Ástæður bilunar klósettanna liggur ekki fyrir. Algeng orsök eru stíflur í vaski eða klósetti vegna þess að fólk kastar upp eða aðrir aðskotahlutir sem valda stíflu.
Fréttir af flugi Holland Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira