Þungir dómar í Saltdreifaramálinu staðfestir Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2024 14:03 Halldór Margeir er hér undir teppinu á leið inn í dómsal í héraði. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest átta og tíu ára fangelsisdóma yfir tveimur mönnum í saltdreifaramálinu svokallaða. Þeir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson óskuðu eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í júlí síðastliðinn vegna niðurstöðu Landsréttar í máli þeirra. Guðlaugur Agnar hlaut átta ára fangelsisdóm og Halldór Margeir tíu ára. Landsréttur hafði mildað dóma þeirra beggja um tvö ár. Þeir voru sakfelldir ásamt öðrum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi með því að hafa staðið saman að innflutningi á saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi í félagi við tvo óþekkta erlenda menn, móttekið tækið og fíkniefnin og haft í vörslum sínum á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Þá var Halldór Margeir einnig sakfelldur fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sama sveitabæ. Gögnin frá Europol í góðu lagi Þeir Guðlaugur Agnar og Halldór Margeir byggðu sýknukröfu sína í málinu meðal annars á því að að dómur Landsréttar hafi byggst á sönnunarmati sem standist ekki þær kröfur sem gera verði í sakamálum, meðal annars um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Jafnframt þyrfti Hæstiréttur að taka afstöðu til þess hvort svokölluð EncroChat-gögn frá Europol yrðu lögð til grundvallar sakfellingu þeirra. Í dómi Hæstaréttar segir að við úrlausn þess hvort heimilt hefði verið að leggja Encrochat-gögnin fram í málinu og líta til þeirra við sönnun vísaði dómurinn til þess að ekki réði úrslitum hvort öflun þeirra hefði verið heimiluð af dómstólum hér á landi. Engu að síður þyrfti að taka til skoðunar hvort gagnanna hefði verið aflað með þeim hætti að þau teldust lögmæt sönnunargögn í sakamáli hér á landi. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að framlagning gagnanna yrði ekki talin fela í sér að brotið hefði verið gegn rétti Guðlaugs Agnars og Halldórs Margeirs til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Varðandi áreiðanleika gagnanna vísaði Hæstiréttur til þess að enda þótt engin skrifleg fyrirmæli hefðu legið fyrir um hvernig gögnin yrðu rannsökuð og nýtt lægju fyrir upplýsingar um uppruna þeirra, tæknilegt eðli og greint frá mögulegum vafaatriðum. Þá hefðu engir annmarkar verið á aðferð við sönnunarmat í dómi Landsréttar hvað varðaði mat á áreiðanleika og nákvæmni þessara gagna og málsmeðferðin að þessu leyti verið réttlát. Hæstiréttur féllst ekki á að sakfelling Guðlaugs Agnars og Halldórs Margeirs hefði eingöngu verið reist á Encrochat-gögnunum eða að þeim hefði verið gefið of mikið vægi við sönnunarmat. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að framlagning gagnanna, notkun þeirra við mat á sönnun fyrir sekt mannanna, aðferð við mat á sönnunargildi þeirra og það vægi sem þeim var gefið við heildarmat á því hvort sök teldist sönnuð hefði ekki brotið í bága við rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Sleppa ekki og þurfa að greiða milljónir í málskostnað Hæstiréttur staðfesti sem áður segir dóm Landsréttar yfir þeim Guðlaugi Agnari og Halldóri Margeiri. Þó með þeirri breytingu að að gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt milli uppkvaðningar dóms Landsréttar dregst frá fangelsisvist þeirra. Halldór Margeir mætti í dómsal.Vísir/Árni Þá var Guðlaugi Agnari gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns fyrir Hæstarétti upp á ríflega 3,5 milljónir króna. Halldóri Margeiri var gert að greiða málvarnarlaun upphafslegs verjanda síns fyrir Hæstarétti 322 þúsund krónur og þeim sem tók við af honum tæplega 4,2 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41 Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28 Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09 Telur ólíklegt að höfuðpaurarnir sleppi mikið betur í Landsrétti Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. 21. október 2022 21:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Þeir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson óskuðu eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í júlí síðastliðinn vegna niðurstöðu Landsréttar í máli þeirra. Guðlaugur Agnar hlaut átta ára fangelsisdóm og Halldór Margeir tíu ára. Landsréttur hafði mildað dóma þeirra beggja um tvö ár. Þeir voru sakfelldir ásamt öðrum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi með því að hafa staðið saman að innflutningi á saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi í félagi við tvo óþekkta erlenda menn, móttekið tækið og fíkniefnin og haft í vörslum sínum á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Þá var Halldór Margeir einnig sakfelldur fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sama sveitabæ. Gögnin frá Europol í góðu lagi Þeir Guðlaugur Agnar og Halldór Margeir byggðu sýknukröfu sína í málinu meðal annars á því að að dómur Landsréttar hafi byggst á sönnunarmati sem standist ekki þær kröfur sem gera verði í sakamálum, meðal annars um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Jafnframt þyrfti Hæstiréttur að taka afstöðu til þess hvort svokölluð EncroChat-gögn frá Europol yrðu lögð til grundvallar sakfellingu þeirra. Í dómi Hæstaréttar segir að við úrlausn þess hvort heimilt hefði verið að leggja Encrochat-gögnin fram í málinu og líta til þeirra við sönnun vísaði dómurinn til þess að ekki réði úrslitum hvort öflun þeirra hefði verið heimiluð af dómstólum hér á landi. Engu að síður þyrfti að taka til skoðunar hvort gagnanna hefði verið aflað með þeim hætti að þau teldust lögmæt sönnunargögn í sakamáli hér á landi. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að framlagning gagnanna yrði ekki talin fela í sér að brotið hefði verið gegn rétti Guðlaugs Agnars og Halldórs Margeirs til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Varðandi áreiðanleika gagnanna vísaði Hæstiréttur til þess að enda þótt engin skrifleg fyrirmæli hefðu legið fyrir um hvernig gögnin yrðu rannsökuð og nýtt lægju fyrir upplýsingar um uppruna þeirra, tæknilegt eðli og greint frá mögulegum vafaatriðum. Þá hefðu engir annmarkar verið á aðferð við sönnunarmat í dómi Landsréttar hvað varðaði mat á áreiðanleika og nákvæmni þessara gagna og málsmeðferðin að þessu leyti verið réttlát. Hæstiréttur féllst ekki á að sakfelling Guðlaugs Agnars og Halldórs Margeirs hefði eingöngu verið reist á Encrochat-gögnunum eða að þeim hefði verið gefið of mikið vægi við sönnunarmat. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að framlagning gagnanna, notkun þeirra við mat á sönnun fyrir sekt mannanna, aðferð við mat á sönnunargildi þeirra og það vægi sem þeim var gefið við heildarmat á því hvort sök teldist sönnuð hefði ekki brotið í bága við rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Sleppa ekki og þurfa að greiða milljónir í málskostnað Hæstiréttur staðfesti sem áður segir dóm Landsréttar yfir þeim Guðlaugi Agnari og Halldóri Margeiri. Þó með þeirri breytingu að að gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt milli uppkvaðningar dóms Landsréttar dregst frá fangelsisvist þeirra. Halldór Margeir mætti í dómsal.Vísir/Árni Þá var Guðlaugi Agnari gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns fyrir Hæstarétti upp á ríflega 3,5 milljónir króna. Halldóri Margeiri var gert að greiða málvarnarlaun upphafslegs verjanda síns fyrir Hæstarétti 322 þúsund krónur og þeim sem tók við af honum tæplega 4,2 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41 Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28 Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09 Telur ólíklegt að höfuðpaurarnir sleppi mikið betur í Landsrétti Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. 21. október 2022 21:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41
Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28
Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09
Telur ólíklegt að höfuðpaurarnir sleppi mikið betur í Landsrétti Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. 21. október 2022 21:01
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent