Bönnum fjáraflanir foreldra fyrir börnin sín á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2024 06:00 Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook. Þar velti ég því upp hvort ekki væri komið nóg af fjáröflunum foreldra fyrir börnin sín á Facebook. Hvort það ætti ekki hreinlega að banna þær? Grín en samt smá alvara. Við foreldrar að styrkja börn hverra annarra á meðan þau hanga í símanum. Einn engill í Árbænum upptekinn við að hjálpa gamalli konu yfir götuna. Nei, þetta er galið. Vinsælu foreldranir moka inn pöntunum Hvaða börn ætli safni mest? Jú, þau sem eiga vinsælustu foreldrana með flesta vinina á Facebook. Fólk sem hefur öflugt tengslanet og stendur heilt yfir vel í þjóðfélaginu. Þarf ekki endilega á nokkrum þúsundköllum að halda í styrk með klósettpappírssölu enda fer peningurinn hjá þeim bara í að styrkja börn foreldra vina sinna á móti. Ég er svo sannarlega sekur um þátttöku í gegnum árin. Heilmikla. Ég hef auglýst fjáraflanir barnanna svo þessi skrif koma úr hörðustu átt. Til að tryggja lágmarksþátttöku barnanna minna í þeirra eigin fjáröflun, það má ekki gleyma því hver er að safna, píndi ég þau öll til að hringja í það góða fólk sem lagði fram pöntun til að „staðfesta“ viðskiptin. „Ég vildi bara athuga hvort þú ætlaðir ekki örugglega að fá einn lakkríspoka og einn pakka af klósettrúllum? Takk fyrir stuðninginn!“ Þegar þau voru á yngstu árum grunnskóla gerðu þau það þegjandi og hljóðalaust. En svo fóru þau að átta sig á því, til hvers? Þetta fólk er búið að panta! En þau neyddust samt til að hringja sem er svo sem virðingarvert og vonandi lærðu þau eitthvað af því. Barnlaust kvöld nýtt í útkeyrslu En oftar en ekki virðist foreldrið sjá um þetta frá A til Ö, án þess að lyfta fingri. Facebook-status með upplýsingum um reikningsnúmer og svo koma skilaboð á Messenger eftir daga eða vikur um afhendingu. Svo kemur að því að keyra út og þá ætla ég rétt að vona að börnin fylgi með. En svo getur útkeyrslan lent á degi þar sem barnið er í útlöndum með móður sinni. Gaman að geta boðið kærustunni sinni í bíltúr um allt höfuðborgarsvæðið með hinn og þennan varning til styrktar næstu utanlandsferð hjá barninu. Barnlaust kvöld kærustuparsins fer í að rifja upp kynnin við starf útkeyrslu hjá Póstinum, sem undirritaður sinnti með skóla á menntaskólaárunum. Mér hefur sjaldan liðið jafnkjánalega og í örheimsókn hjá vinum og kunningjum, barnlaus, við útkeyrslu á klósettpappír. Tveir fullorðnir á fimm tíma útkeyrsluvakt, tuttugu þúsund krónur inn og svo bensínkostnaður á móti. Vesturbæingurinn í Reykjavík krossleggur fingur að fá ekki pöntun frá vinum sínum í Mosfellsbæ eða Völlunum. Verst fyrir þá sem standa verst Vafalítið voru einhverjir foreldrar sárir sem stóðu í sölu á þeim tíma sem ég velti þessu upp á Facebook fyrir nokkrum vikum, eða eru að selja í þessum töluðu orðum. Sérstaklega þau sem sjá um að skipuleggja fjáröflunina, sem tekur að sjálfsögðu tíma. Þetta fólk er hetjur í sjálfboðaliðastörfum fyrir fjöldann. Eiga pláss í himnaríki víst ásamt formönnum húsfélaga. Sem betur fer eru til aðrar safnanir sem fólk stendur fyrir og finnur upp á. Safnanir sem eru óháðar vinsældum og tengslaneti foreldra. Safnanir þar sem krakkarnir sjálfir eru fyrirliðar í söfnuninni og þurfa að hafa fyrir hlutunum þótt foreldri sé ekki langt undan eins og í öðrum verkefnum barna í lífinu. Það er nefnilega þannig að fólk sem hefur minnst á milli handanna á ekki endilega marga vini á Facebook. Það er eins með erlenda ríkisborgara sem flytjast til landsins, sinna þjónustustörfum sem sífellt færri Íslendingar sinna. Facebook-safnanir skila þessu fólki, sem þarf mest á stuðningnum að halda, að líkindum litlu sem engu. Í hverju felst mesti gróðinn? Næst þegar fólk í fínum vinnum, sem býr í fínum húsum og keyrir um á Teslum auglýsir klósettpappír til sölu fyrir barnið sitt ætla ég að segja pass. Þau sleppa líka við að styrkja mig með kaupum á klósettpappír. Höfum í huga að vörurnar eru ekkert endilega á góðu verði, eða sérstakar gæðavörur. Og þriðji aðili sem gefur sig út fyrir að vera fyrirtæki sem hjálpar barninu að safna fyrir ferðinni græðir auðvitað á þessu líka. Barnið græðir í mörgum tilfellum voðalega lítið. Líklegast fann ég fyrir þörfinni að tjá mig um þetta af því ég sá svona færslu í þúsundasta skiptið. Ég er orðinn þreyttur á þeim. Foreldrar á mínum aldri sem eru undirstaðan meðal vina minna á Facebook eiga krakka sem fara í ferðir innanlands eða utan í hinum ýmsu íþróttum, öðrum tómstundum eða með skólanum. Mér líður stundum eins og verið sé að drekkja Facebook-inu mínu í slíkum póstum. Gróðinn er lítill sem enginn að teknu tilliti til tíma, ökuferða og leiðinda, já leiðinda. Nema hjá þriðja aðilanum, hann græðir helling. Svo held ég að þetta sé séríslenskt fyrirbæri. Ég hef í það minnsta ekki orðið var við svona færslur frá vinum mínum erlendis. Stærsti ávinningur margra barna af fjáröflunum er nefnilega ekki peningurinn. Það er uppeldislega atriðið. Það er frumkvæðið að gera eitthvað, ganga í hús, aðstoða við vörutalningu, telja dósir, sameinast um markmið, eflast félagslega, taka þátt í hópstarfi, vinna saman að verkefni, styrkja sig sem einstakling. og átta sig á virði peninga um leið. Sá ávinningur fæst ekki með Facebook-fjáröflunum foreldranna. Við viljum ekki að börnin okkar læri að peningar vaxi á Facebook-statusum foreldra? Höfundur er blaðamaður og tveggja barna foreldri sem hefur auglýst fjáröflun barnanna sinna í síðasta sinn á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Facebook Samfélagsmiðlar Íþróttir barna Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook. Þar velti ég því upp hvort ekki væri komið nóg af fjáröflunum foreldra fyrir börnin sín á Facebook. Hvort það ætti ekki hreinlega að banna þær? Grín en samt smá alvara. Við foreldrar að styrkja börn hverra annarra á meðan þau hanga í símanum. Einn engill í Árbænum upptekinn við að hjálpa gamalli konu yfir götuna. Nei, þetta er galið. Vinsælu foreldranir moka inn pöntunum Hvaða börn ætli safni mest? Jú, þau sem eiga vinsælustu foreldrana með flesta vinina á Facebook. Fólk sem hefur öflugt tengslanet og stendur heilt yfir vel í þjóðfélaginu. Þarf ekki endilega á nokkrum þúsundköllum að halda í styrk með klósettpappírssölu enda fer peningurinn hjá þeim bara í að styrkja börn foreldra vina sinna á móti. Ég er svo sannarlega sekur um þátttöku í gegnum árin. Heilmikla. Ég hef auglýst fjáraflanir barnanna svo þessi skrif koma úr hörðustu átt. Til að tryggja lágmarksþátttöku barnanna minna í þeirra eigin fjáröflun, það má ekki gleyma því hver er að safna, píndi ég þau öll til að hringja í það góða fólk sem lagði fram pöntun til að „staðfesta“ viðskiptin. „Ég vildi bara athuga hvort þú ætlaðir ekki örugglega að fá einn lakkríspoka og einn pakka af klósettrúllum? Takk fyrir stuðninginn!“ Þegar þau voru á yngstu árum grunnskóla gerðu þau það þegjandi og hljóðalaust. En svo fóru þau að átta sig á því, til hvers? Þetta fólk er búið að panta! En þau neyddust samt til að hringja sem er svo sem virðingarvert og vonandi lærðu þau eitthvað af því. Barnlaust kvöld nýtt í útkeyrslu En oftar en ekki virðist foreldrið sjá um þetta frá A til Ö, án þess að lyfta fingri. Facebook-status með upplýsingum um reikningsnúmer og svo koma skilaboð á Messenger eftir daga eða vikur um afhendingu. Svo kemur að því að keyra út og þá ætla ég rétt að vona að börnin fylgi með. En svo getur útkeyrslan lent á degi þar sem barnið er í útlöndum með móður sinni. Gaman að geta boðið kærustunni sinni í bíltúr um allt höfuðborgarsvæðið með hinn og þennan varning til styrktar næstu utanlandsferð hjá barninu. Barnlaust kvöld kærustuparsins fer í að rifja upp kynnin við starf útkeyrslu hjá Póstinum, sem undirritaður sinnti með skóla á menntaskólaárunum. Mér hefur sjaldan liðið jafnkjánalega og í örheimsókn hjá vinum og kunningjum, barnlaus, við útkeyrslu á klósettpappír. Tveir fullorðnir á fimm tíma útkeyrsluvakt, tuttugu þúsund krónur inn og svo bensínkostnaður á móti. Vesturbæingurinn í Reykjavík krossleggur fingur að fá ekki pöntun frá vinum sínum í Mosfellsbæ eða Völlunum. Verst fyrir þá sem standa verst Vafalítið voru einhverjir foreldrar sárir sem stóðu í sölu á þeim tíma sem ég velti þessu upp á Facebook fyrir nokkrum vikum, eða eru að selja í þessum töluðu orðum. Sérstaklega þau sem sjá um að skipuleggja fjáröflunina, sem tekur að sjálfsögðu tíma. Þetta fólk er hetjur í sjálfboðaliðastörfum fyrir fjöldann. Eiga pláss í himnaríki víst ásamt formönnum húsfélaga. Sem betur fer eru til aðrar safnanir sem fólk stendur fyrir og finnur upp á. Safnanir sem eru óháðar vinsældum og tengslaneti foreldra. Safnanir þar sem krakkarnir sjálfir eru fyrirliðar í söfnuninni og þurfa að hafa fyrir hlutunum þótt foreldri sé ekki langt undan eins og í öðrum verkefnum barna í lífinu. Það er nefnilega þannig að fólk sem hefur minnst á milli handanna á ekki endilega marga vini á Facebook. Það er eins með erlenda ríkisborgara sem flytjast til landsins, sinna þjónustustörfum sem sífellt færri Íslendingar sinna. Facebook-safnanir skila þessu fólki, sem þarf mest á stuðningnum að halda, að líkindum litlu sem engu. Í hverju felst mesti gróðinn? Næst þegar fólk í fínum vinnum, sem býr í fínum húsum og keyrir um á Teslum auglýsir klósettpappír til sölu fyrir barnið sitt ætla ég að segja pass. Þau sleppa líka við að styrkja mig með kaupum á klósettpappír. Höfum í huga að vörurnar eru ekkert endilega á góðu verði, eða sérstakar gæðavörur. Og þriðji aðili sem gefur sig út fyrir að vera fyrirtæki sem hjálpar barninu að safna fyrir ferðinni græðir auðvitað á þessu líka. Barnið græðir í mörgum tilfellum voðalega lítið. Líklegast fann ég fyrir þörfinni að tjá mig um þetta af því ég sá svona færslu í þúsundasta skiptið. Ég er orðinn þreyttur á þeim. Foreldrar á mínum aldri sem eru undirstaðan meðal vina minna á Facebook eiga krakka sem fara í ferðir innanlands eða utan í hinum ýmsu íþróttum, öðrum tómstundum eða með skólanum. Mér líður stundum eins og verið sé að drekkja Facebook-inu mínu í slíkum póstum. Gróðinn er lítill sem enginn að teknu tilliti til tíma, ökuferða og leiðinda, já leiðinda. Nema hjá þriðja aðilanum, hann græðir helling. Svo held ég að þetta sé séríslenskt fyrirbæri. Ég hef í það minnsta ekki orðið var við svona færslur frá vinum mínum erlendis. Stærsti ávinningur margra barna af fjáröflunum er nefnilega ekki peningurinn. Það er uppeldislega atriðið. Það er frumkvæðið að gera eitthvað, ganga í hús, aðstoða við vörutalningu, telja dósir, sameinast um markmið, eflast félagslega, taka þátt í hópstarfi, vinna saman að verkefni, styrkja sig sem einstakling. og átta sig á virði peninga um leið. Sá ávinningur fæst ekki með Facebook-fjáröflunum foreldranna. Við viljum ekki að börnin okkar læri að peningar vaxi á Facebook-statusum foreldra? Höfundur er blaðamaður og tveggja barna foreldri sem hefur auglýst fjáröflun barnanna sinna í síðasta sinn á Facebook.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun