Viðskipti innlent

Bein út­sending: Skýrsla Seðla­banka­stjóra fyrir Al­þingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Peningastefnunefnd hefur haldið vöxtum óbreyttum undanfanra mánuði. Stýrivextir eru 9,25 prósent.
Peningastefnunefnd hefur haldið vöxtum óbreyttum undanfanra mánuði. Stýrivextir eru 9,25 prósent. Vísir/Vilhelm

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabankans og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, munu fara yfir málin og sitja fyrir svörum á opnum fundi viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis.

Til umræðu er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir seinni hluta ársins 2023

Fundurinn hófst klukkan 9:10 og er í beinu streymi hér að neðan.


Tengdar fréttir

Inn­flæði í ríkis­bréf knúði Seðla­bankann í nærri tíu milljarða gjald­eyris­kaup

Á fyrstu vikum ársins hafa erlendir fjárfestar bætt við stöðu sína í löngum ríkisbréfum fyrir að lágmarki vel á annan tug milljarða króna. Seðlabankinn réðst í umfangsmikil gjaldeyriskaup síðastliðinn föstudag, þau fyrstu í meira en tuttugu mánuði, til að mæta miklu fjármagnsinnflæði þegar erlendur sjóður keypti stóran hluta alls útboðs ríkisins á óverðtryggðum bréfum.

Þróunin í ferða­þjónustu á næstunni er „einn helsti á­hættu­þátturinn“

Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum.

Varar við „sterkri inn­spýtingu“ frá stjórn­völdum við gerð kjara­samninga

Kröfur breiðfylkingar stærstu verkalýðsfélaga landsins um myndarlega aðkomu stjórnvalda við gerð kjarasamninga með því að stórauka ýmsar bætur í tilfærslukerfunum væru til þess fallnar að ýta undir verðbólgu, rétt eins og miklar launahækkanir, og það er „mikilvægt“ að samningaaðilar geri sér grein fyrir því, að sögn seðlabankastjóra. Hann segir Seðlabankann vera „mjög meðvitaðan“ um að ört hækkandi raunvaxtastig kunni á ákveðnum tímapunkti vera farið að valda meiri skaða en ávinningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×