Mikilvægt að fólk fái áheyrn og viðurkenningu á vanda sínum Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2024 08:35 Kristín og Gunnhildur voru gestir í Bítinu í morgun. Framkvæmdastjóri og fagstjóri hjá Píeta samtökunum segja áríðandi að fólk fái aðstoð strax við bráðum geðrænum vanda. Þá sé einnig mikilvægt að það sé betri eftirfylgd í geðheilbrigðiskerfinu. Of margir upplifi að þeir fái ekki aðstoð þar. „Þegar ég hlustaði á þetta viðtal lá stúlkan á bráðavakt og þau vissu ekki hvort hún myndi lifa þetta af. Þetta var spurning um líf eða dauða,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna en hún var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða mál stúlku sem var til umræðu í þættinum í síðustu viku. Með henni var Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstjóri Pieta samtakanna komu í spjall. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Í því viðtali sögðu hjón frá því að dóttir þeirra, sem er orðin 18 ára, hafi í fjórgang reynt að svipta sig lífi. Þau sögðust ráðþrota og kvörtuðu undan algeru úrræðaleysi. Engin taki utan um þau og þau byrji alltaf á byrjunarreit þegar þau leiti aðstoðar. Þau gagnrýndu geðdeild Landspítalans harkalega. „Maður finnur ofboðslega til með fólki í þessari stöðu. Það skiptir svo miklu máli þegar fólk leitar eftir hjálp með alvarlegan vanda og þennan að það fái áheyrn og viðurkenningu á sínum vanda,“ sagði Gunnhildur. Hún sagði einnig mikilvægt að fólk fái faglegt mat og aðgang að viðeigandi úrræði. Fólk sem upplifi þennan vanda upplifi mikið vonleysi og því mikilvægt að þau sem veiti aðstoð geti verið ákveðið leiðarljós. Lítil eftirfylgni Kristín sagði þetta algengt vandamál. Fólk væri að kalla eftir því að það væri eitt teymi sem fylgi þeim eftir. Þær sögðu fólk reyna að gera sitt besta en að það væri mönnunarvandi og skortur á úrræðum. „Umgjörð kerfisins virðist einfaldlega ekki ráða við þetta,“ sagði Kristín og að vandinn lægi í forgangsröðun og fjárveitingum frekar en einstaka starfsmönnum. Spurðar hvort vandinn sé ekki tekinn nægilega alvarlega sagði Gunnhildur að hún vildi ekki trúa því. Þetta væri alvarlegur vandi og að það ætti alltaf að taka frásögnum um sjálfsvíg alvarlega. Fólk ætti að fá aðstoð strax. Þá fóru þau einnig yfir það hver rót vandans er. Gunnhildur sagði áhættuþættina þekkta. Það væri saga um áföll og geðræn veikindi. Vímuefnavandi spili oft inn í og einangrun. „Ég held að það þurfi að búa miklu betur um grunnstoðir velferðarkerfisins,“ sagði Kristín og benti á að samkvæmt rannsóknum Rannsókna og greininga væri vanlíðan unglingsstúlkna veruleg. Þá fóru þær yfir störf Pieta og sögðu sem dæmi að helmingur þeirra sem leiti til þeirra hafi ekki leitað annað áður en þau komi til þeirra. Þá sögðu þær litla bið eftir þjónustu sem sé ákaflega mikilvægt. Hægt er að hlusta á viðtalið sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun hér að ofan. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22 „Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Þegar ég hlustaði á þetta viðtal lá stúlkan á bráðavakt og þau vissu ekki hvort hún myndi lifa þetta af. Þetta var spurning um líf eða dauða,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna en hún var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða mál stúlku sem var til umræðu í þættinum í síðustu viku. Með henni var Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstjóri Pieta samtakanna komu í spjall. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Í því viðtali sögðu hjón frá því að dóttir þeirra, sem er orðin 18 ára, hafi í fjórgang reynt að svipta sig lífi. Þau sögðust ráðþrota og kvörtuðu undan algeru úrræðaleysi. Engin taki utan um þau og þau byrji alltaf á byrjunarreit þegar þau leiti aðstoðar. Þau gagnrýndu geðdeild Landspítalans harkalega. „Maður finnur ofboðslega til með fólki í þessari stöðu. Það skiptir svo miklu máli þegar fólk leitar eftir hjálp með alvarlegan vanda og þennan að það fái áheyrn og viðurkenningu á sínum vanda,“ sagði Gunnhildur. Hún sagði einnig mikilvægt að fólk fái faglegt mat og aðgang að viðeigandi úrræði. Fólk sem upplifi þennan vanda upplifi mikið vonleysi og því mikilvægt að þau sem veiti aðstoð geti verið ákveðið leiðarljós. Lítil eftirfylgni Kristín sagði þetta algengt vandamál. Fólk væri að kalla eftir því að það væri eitt teymi sem fylgi þeim eftir. Þær sögðu fólk reyna að gera sitt besta en að það væri mönnunarvandi og skortur á úrræðum. „Umgjörð kerfisins virðist einfaldlega ekki ráða við þetta,“ sagði Kristín og að vandinn lægi í forgangsröðun og fjárveitingum frekar en einstaka starfsmönnum. Spurðar hvort vandinn sé ekki tekinn nægilega alvarlega sagði Gunnhildur að hún vildi ekki trúa því. Þetta væri alvarlegur vandi og að það ætti alltaf að taka frásögnum um sjálfsvíg alvarlega. Fólk ætti að fá aðstoð strax. Þá fóru þau einnig yfir það hver rót vandans er. Gunnhildur sagði áhættuþættina þekkta. Það væri saga um áföll og geðræn veikindi. Vímuefnavandi spili oft inn í og einangrun. „Ég held að það þurfi að búa miklu betur um grunnstoðir velferðarkerfisins,“ sagði Kristín og benti á að samkvæmt rannsóknum Rannsókna og greininga væri vanlíðan unglingsstúlkna veruleg. Þá fóru þær yfir störf Pieta og sögðu sem dæmi að helmingur þeirra sem leiti til þeirra hafi ekki leitað annað áður en þau komi til þeirra. Þá sögðu þær litla bið eftir þjónustu sem sé ákaflega mikilvægt. Hægt er að hlusta á viðtalið sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun hér að ofan. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22 „Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22
„Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01