Fótbolti

Varð fyrir eldingu í miðjum fót­bolta­leik og lést

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tveir indónesískir fótboltamenn hafa orðið fyrir eldingu síðasta árið.
Tveir indónesískir fótboltamenn hafa orðið fyrir eldingu síðasta árið. getty/Matt King

Skelfilegur atburður átti sér stað í fótboltaleik í Indónesíu á laugardagskvöldið.

Septain Raharja varð fyrir eldingu í vináttuleik 2 FLO FC Bandung og FBI Subang á Siliwangi vellinum í Bandung á vestur-Jövu. 

Raharja var fluttur á spítala þar sem hann lést. Hann var 35 ára.

Þetta er í annað sinn á síðustu tólf mánuðum sem fótboltamaður í Indónesíu verður fyrir eldingu. 

Það gerðist einnig í leik U-13 ára liða í Bojonegoro á austur-Jövu í fyrra. Sá sem varð fyrir eldingunni lifði af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×