Leiðandi leiðtogar Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 09:00 Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað. Flest höfum við vonandi átt þannig fyrirmyndir og leiðtoga sem skipta okkur öllu máli, hafa mótað okkar sjálfsmynd og tilveru. Hvert mannsbarn þarf leiðtoga sem leiðir en leyfir um leið einstaklingnum að blómstra á eigin forsendum. Í barnæsku erum við auðtrúa og einlæg. Við lærum af hegðun og orðum þeirra sem eldri eru og leiða okkur. Við trúum á það góða, að fólk vilji okkur vel, ætli ætíð gott að gera. Þá er gott að kunna bænirnar sem amma kenndi og leita að lifandi leiðtoga ef eitthvað bjátar á. Svo líða árin, við eldumst og þannig týnist tíminn. Við áttum okkur á að leiðtogar lífsins vilja ekki allir vel. Sumir vilja jafnvel illt gera og meiða aðra með öllum ràðum. Það er eins og stundum komist fólk í leiðtogastöður sem hafi ekki rétta sýn á sjálfa sig og sitt hlutverk. Það er jafnvel hættulegt að treysta slíkum einstaklingum fyrir leiðtoga störfum. Hvernig stendur á því að leiðtogar sumra ríkja hafa komist til valda jafnvel í nafni lýðræðis en eru nánast einvaldir og valda þjóð sinni og heimsbyggðinni bara skaða? Í ljósi sögunnar er þetta áhugaverð spurning. Nú á 21. öldinni stöndum við Íslendingar frammi fyrir margvíslegum ógnum. Loftslagsmálin, stríð í Evrópu, flóttamenn í eigin landi og erlendis frá, eldsumbrot hérlendis sem ógna byggð og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hver hefði túað því að heilt bæjarfélag sé óbyggilegt og að Suðurnes séu heitavatnslaus árið 2024? Við Íslendingar höfum ávallt montað okkur af þeirri auðlind sem heita vatnið er og að húsin okkar séu hituð upp af heitu vatni. Nema núna á frostdögum í febrúar þegar ekkert heitt vatn er að fá og húsin kólna. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sterka leiðtoga. Við eigum sem betur fer marga slíka sem nú leggja nótt við dag til að bjarga málum og koma hita á Suðurnesin. Vissulega hafa jarðvísindamenn varað við þessari stöðu sem upp er komin. Kannski hlustuðum við ekki og hugsuðum ekki um aðgerðir sem við gætum gert til að varna því að slík staða sem nú er uppi yrði að veruleika. Hefðum kannski þurft sterkari leiðtoga ? Við veljum nú mikilvæga leiðtoga á þessu ári og þá bera að vanda sig. Við viljum fólk með bein í nefinu sem þorir að segja sína skoðun, fylgja því eftir og láta kné fylgja kviði. Fólk sem er ekki að skara eld að sinni köku heldur að huga að heildinni og þeim sem minna mega sín. Fólk sem vill láta gott af sér leiða og lifir eftir því. Leiðtogar okkar þurfa að leiða okkur í gegnum lífsins hremmingar og huga að heill þjóðar. Leiðandi leiðtogar brosa á móti morgundeginum og taka vindinn í fangið. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað. Flest höfum við vonandi átt þannig fyrirmyndir og leiðtoga sem skipta okkur öllu máli, hafa mótað okkar sjálfsmynd og tilveru. Hvert mannsbarn þarf leiðtoga sem leiðir en leyfir um leið einstaklingnum að blómstra á eigin forsendum. Í barnæsku erum við auðtrúa og einlæg. Við lærum af hegðun og orðum þeirra sem eldri eru og leiða okkur. Við trúum á það góða, að fólk vilji okkur vel, ætli ætíð gott að gera. Þá er gott að kunna bænirnar sem amma kenndi og leita að lifandi leiðtoga ef eitthvað bjátar á. Svo líða árin, við eldumst og þannig týnist tíminn. Við áttum okkur á að leiðtogar lífsins vilja ekki allir vel. Sumir vilja jafnvel illt gera og meiða aðra með öllum ràðum. Það er eins og stundum komist fólk í leiðtogastöður sem hafi ekki rétta sýn á sjálfa sig og sitt hlutverk. Það er jafnvel hættulegt að treysta slíkum einstaklingum fyrir leiðtoga störfum. Hvernig stendur á því að leiðtogar sumra ríkja hafa komist til valda jafnvel í nafni lýðræðis en eru nánast einvaldir og valda þjóð sinni og heimsbyggðinni bara skaða? Í ljósi sögunnar er þetta áhugaverð spurning. Nú á 21. öldinni stöndum við Íslendingar frammi fyrir margvíslegum ógnum. Loftslagsmálin, stríð í Evrópu, flóttamenn í eigin landi og erlendis frá, eldsumbrot hérlendis sem ógna byggð og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hver hefði túað því að heilt bæjarfélag sé óbyggilegt og að Suðurnes séu heitavatnslaus árið 2024? Við Íslendingar höfum ávallt montað okkur af þeirri auðlind sem heita vatnið er og að húsin okkar séu hituð upp af heitu vatni. Nema núna á frostdögum í febrúar þegar ekkert heitt vatn er að fá og húsin kólna. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sterka leiðtoga. Við eigum sem betur fer marga slíka sem nú leggja nótt við dag til að bjarga málum og koma hita á Suðurnesin. Vissulega hafa jarðvísindamenn varað við þessari stöðu sem upp er komin. Kannski hlustuðum við ekki og hugsuðum ekki um aðgerðir sem við gætum gert til að varna því að slík staða sem nú er uppi yrði að veruleika. Hefðum kannski þurft sterkari leiðtoga ? Við veljum nú mikilvæga leiðtoga á þessu ári og þá bera að vanda sig. Við viljum fólk með bein í nefinu sem þorir að segja sína skoðun, fylgja því eftir og láta kné fylgja kviði. Fólk sem er ekki að skara eld að sinni köku heldur að huga að heildinni og þeim sem minna mega sín. Fólk sem vill láta gott af sér leiða og lifir eftir því. Leiðtogar okkar þurfa að leiða okkur í gegnum lífsins hremmingar og huga að heill þjóðar. Leiðandi leiðtogar brosa á móti morgundeginum og taka vindinn í fangið. Höfundur er læknir.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun