Fótbolti

Ingi­björg og Duis­burg rétt misstu af fyrsta sigrinum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Duisburg í jafnteflinu gegn Freiburg.
Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Duisburg í jafnteflinu gegn Freiburg. Getty

Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Duisburg voru grátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta sigur í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið mætti Freiburg.

Fyrir leikinn í dag var Duisburg í neðsta sæti deildarinnar og hafði ekki unnið sigur í fyrstu tólf leikjum úrvalsdeildarinnar.

Það leit lengi vel út fyrir að breytast því Duisburg náði forystunni á 65. mínútu þegar hin bandaríska Taryn Reis skoraði og kom liðinu í forystu.

Staðan var 1-0 allt þar til í uppbótartíma en þá jafnaði Janina Minge metin fyrir Freiburg og tryggði liðinu eitt stig. Duisburg missti því af sínum fyrsta sigri og er sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í miðri vörn Duisburg í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×