Innlent

Jarð­skjálfti fannst á Akur­eyri

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Engir eftirskjálftar hafa mælst. 
Engir eftirskjálftar hafa mælst.  Vísir/Tryggvi Páll

Jarðskjálfti að stærð 3,0 mældist sex kílómetrum suðaustan af Flatey á Skjálfanda á um 12km dýpi.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa engir eftirskjálftar mælst.

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart á Akureyri en ætla má að hann hafi einnig fundist í Húsavík og víðar við Skjálfanda og í Eyjafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×