Körfubolti

Martin og fé­lagar máttu þola tap í Kata­lóníu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin er mættur aftur til Berlínar eftir að hafa verið á mála hjá Valencia undanfarin ár.
Martin er mættur aftur til Berlínar eftir að hafa verið á mála hjá Valencia undanfarin ár. Inaki Esnaola/Getty Images

Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba Berlín þegar liðið sótti Barcelona Bàsquet heim til Katalóníu í Evrópudeildinni, EuroLeague. Leikurinn var vægast sagt kaflaskiptur en á endanum höfðu Börsungar betur.

Barca er í harðri baráttu um 2. sætið en það virðist nokkuð öruggt að Real Madríd endi á toppnum áður en efstu 10 liðin fara í úrslitakeppni. Alba er hins vegar í næstneðsta sæti enda liðið aðeins unnið fimm af 20 leikjum fyrir leik kvöldsins.

Það kom því ekki verulega á óvart þegar Barcelona vann sannfærandi sigur en leikurinn var þó kaflaskiptur. Gestirnir stóðu í heimamönnum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta stungu Börsungar af. Þrátt fyrir góðan endasprett þá lauk leiknum með 16 stiga sigri Barcelona, lokatölur 93-77.

Martin skoraði sex stig og gaf tvær stoðsendingar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×