Fótbolti

De Jong til í að yfir­gefa Barcelona í sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
De Jong ætti að kunna vel við rigninguna á Englandi fari svo að hann fair þangað.
De Jong ætti að kunna vel við rigninguna á Englandi fari svo að hann fair þangað. Pedro Salado/Getty Images

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong gæti yfirgefið Spánarmeistara Barcelona í sumar. Hann var þrálátlega orðaður við Manchester United árið 2022.

Hinn 26 ára gamli De Jong samdi við Barcelona árið 2019 eftir að spila frábærlega með Ajax. Þegar fjárhagsvandræði Barcelona voru hvað mest til umfjöllunar árið 2022, stuttu eftir að Erik Ten Hag – fyrrverandi þjálfari De Jong hjá Ajax – tók við Man United.

Félögin höfðu náð saman en allt kom fyrir ekki því De Jong neitaði að yfirgefa Katalóníu. Nú virðist komið annað hljóð í skrokkinn en fjárhagsvandræði Börsunga eru hvergi nærri á enda. 

Þá hefur Xavi, þjálfari liðsins, ákveðið að kalla þetta gott og ætlar hann að stíga til hliðar í sumar.

Talið er næsta öruggt að stærstu lið Englands séu til í að fá De Jong í sínar raðir en aðeins eru örfá lið innan Evrópu sem geta borgað svipuð laun og De Jong ku fá hjá Barcelona. Einnig má reikna með að lið á borð við París Saint-Germain og Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×