Við viljum þau heim - strax! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 9. febrúar 2024 17:00 Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út. Á meðan bíður fólkið í þínu boði svangt, veikt, máttlítið, hrætt og fullt af söknuði eftir ástvinum hér á landi, sífellt óttaslegið um að það lifi ekki af til sameiningar. Það sem þrjár konur geta en utanríkisráðherra ekki? Hvernig stendur á því að kerfið nái ekki utan um að koma þessu fólki til landsins,á meðan þrjár ofurhetjur skunda galvaskar til Gaza og sækja nokkur heim, án teljandi hindrana þó vissulega með aðstoð kunnugra. Aðstoð sem þú sem utanríkisráðherra ættir að horfa til að verði nýtt til bjargar systrum okkar og bræðrum á Gaza. Í þinni stöðu getur þú auðvitað gengið enn hraðar og af meira bolmagni til verks í formi fjármagns og valda. Það er til skammar að þjóð sem kennir sig við frjálslyndi, jafnrétti og umburðarlyndi skuli bregðast þeim sem minnst mega sín á ögurstundu. Manngæska eða hræðsluáróður? Með því að sækja rúmlega hundrað manns sem hafa fengið dvalarleyfi hérlendis erum við ekki að hleypa öllum að. Sú orðræða þín er einungis hræðsluáróður sem elur á fordómum. Með því að greiða götu þessa fólks hingað til lands erum við að sýna manngæsku og samúð með litlum hópi á raunastundu, fólks sem við höfum þegar veitt dvalarleyfi. Fólk sem á hér ættingja sem það þráir heitt að sameinast, fólk sem vill hingað koma til að eiga friðsamlegt líf og ala börnin sín upp fjarri hörmungum þjóðernishreinsana. Það er skylda okkar sem velmegandi þjóðar að taka þátt í að veita skjól og stuðning þeim sem búa við hörmungar. Alþjóðalög og samþykktir okkar á alþjóðavísu einfaldlega krefjast þess. Nauðsyn eða ónauðsynleg valdbeiting? Við fordæmum aðgerðir þínar að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í því að koma aðstoð til flóttafólks á Gaza og á Vesturbakkanum ekki síst í kjölfar átakanna milli Hamas og Ísrael sem brutust út í október. Það var ekki Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) sem tók þátt í árásinni 7. október, heldur eru nokkrir starfsmenn hennar grunaðir um að hafa tekið þátt með einhverjum hætti og hefur þeim verið vikið úr starfi meðan málið er rannsakað. Ályktun Alþingis frá því seint á síðasta ári er skýr, Alþingi er einhuga um að beita sér fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og er mikilvægt að árétta það. Við trúum á mennskuna Heimsákall um bjargir til handa palestínsku þjóðinni er stöðugt og ákaft. Við getum ekki skorast undan og verðum að svara þessu kalli þó fyrr hefði verið. Tími undirbúnings er liðinn og tími aðgerða löngu kominn. Engar hörmungar eru verri en þær að vakna með barni sínu að morgni og vita ekki hvort það sofni við hlið manns að kveldi eða verði liðið lík. Við getum bjargað þessum mannslífum strax og eigum ekki að hika við það. Álfhildur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og Hólmfríður oddviti VG í Suðurkjördæmi. Höfundar sitja einnig í stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út. Á meðan bíður fólkið í þínu boði svangt, veikt, máttlítið, hrætt og fullt af söknuði eftir ástvinum hér á landi, sífellt óttaslegið um að það lifi ekki af til sameiningar. Það sem þrjár konur geta en utanríkisráðherra ekki? Hvernig stendur á því að kerfið nái ekki utan um að koma þessu fólki til landsins,á meðan þrjár ofurhetjur skunda galvaskar til Gaza og sækja nokkur heim, án teljandi hindrana þó vissulega með aðstoð kunnugra. Aðstoð sem þú sem utanríkisráðherra ættir að horfa til að verði nýtt til bjargar systrum okkar og bræðrum á Gaza. Í þinni stöðu getur þú auðvitað gengið enn hraðar og af meira bolmagni til verks í formi fjármagns og valda. Það er til skammar að þjóð sem kennir sig við frjálslyndi, jafnrétti og umburðarlyndi skuli bregðast þeim sem minnst mega sín á ögurstundu. Manngæska eða hræðsluáróður? Með því að sækja rúmlega hundrað manns sem hafa fengið dvalarleyfi hérlendis erum við ekki að hleypa öllum að. Sú orðræða þín er einungis hræðsluáróður sem elur á fordómum. Með því að greiða götu þessa fólks hingað til lands erum við að sýna manngæsku og samúð með litlum hópi á raunastundu, fólks sem við höfum þegar veitt dvalarleyfi. Fólk sem á hér ættingja sem það þráir heitt að sameinast, fólk sem vill hingað koma til að eiga friðsamlegt líf og ala börnin sín upp fjarri hörmungum þjóðernishreinsana. Það er skylda okkar sem velmegandi þjóðar að taka þátt í að veita skjól og stuðning þeim sem búa við hörmungar. Alþjóðalög og samþykktir okkar á alþjóðavísu einfaldlega krefjast þess. Nauðsyn eða ónauðsynleg valdbeiting? Við fordæmum aðgerðir þínar að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í því að koma aðstoð til flóttafólks á Gaza og á Vesturbakkanum ekki síst í kjölfar átakanna milli Hamas og Ísrael sem brutust út í október. Það var ekki Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) sem tók þátt í árásinni 7. október, heldur eru nokkrir starfsmenn hennar grunaðir um að hafa tekið þátt með einhverjum hætti og hefur þeim verið vikið úr starfi meðan málið er rannsakað. Ályktun Alþingis frá því seint á síðasta ári er skýr, Alþingi er einhuga um að beita sér fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og er mikilvægt að árétta það. Við trúum á mennskuna Heimsákall um bjargir til handa palestínsku þjóðinni er stöðugt og ákaft. Við getum ekki skorast undan og verðum að svara þessu kalli þó fyrr hefði verið. Tími undirbúnings er liðinn og tími aðgerða löngu kominn. Engar hörmungar eru verri en þær að vakna með barni sínu að morgni og vita ekki hvort það sofni við hlið manns að kveldi eða verði liðið lík. Við getum bjargað þessum mannslífum strax og eigum ekki að hika við það. Álfhildur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og Hólmfríður oddviti VG í Suðurkjördæmi. Höfundar sitja einnig í stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun